Fréttasafn

Leikskólabörn frá Tjarnaseli í heimsókn á Hrafnistu Hlévangi

Lesa meira...

Börnin á Tjarnaseli heimsóttu heimilisfólk á Hrafnistu Hlévangi í dag. Þau sungu nokkur vel valin lög, fengu sér smá hressingu og spjölluðu. Þau munu koma mánaðarlega og heilsa upp á íbúana á Hlévangi og er heimilisfólk og starfsfólk mjög spennt að fá að hitta þennan kurteisa og flotta hóp aftur.

 

Lesa meira...

Viðurkenningar til útskriftarnema á Hrafnistu

Lesa meira...

Á hverju ári eru veittar viðurkenningar á Hrafnistu til þeirra starfsmanna sem hafa útskrifast úr námi á árinu. Margir starfsmenn Hrafnistu stunda ýmiskonar nám með vinnu og í morgun veittu María Fjóla, framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs og Árdís forstöðumaður Kristínu Thomsen, iðjuþjálfa á Hrafnistu í Hafnarfirði, viðurkenningu en Kristín lauk diplómanámi í öldrunarþjónustu sl. vor. Við óskum henni og öllum þeim starfsmönnum sem lokið hafa námi á þessu ári innilega til hamingju með áfangann.

Lesa meira...

Landlæknir heimsækir Hrafnistu

Lesa meira...

 

Alma D. Möller, landlæknir, heimsótti Hrafnistu í dag. Með Ölmu í för voru Hrefna Þengilsdóttir, Salbjörg Bjarnadóttir og Sigríður Egilsdóttir, starfsmenn hjá Embætti landlæknis. Tilgangur heimsóknarinnar var að kynna blómlega starfsemi Hrafnistu fyrir landlækni, en Alma tók við starfinu síðastliðið vor. Heimsóknin var á Hrafnistu í Reykjavík þar sem framkvæmdaráð Hrafnistu og fleiri stjórnendur funduðu með gestunum. Farið var yfir skipulag og rekstur Hrafnistu auk þess sem kynnt var sérstaklega faglegt starf, gæðamál og verkferlar og fleira starf sem fram fer undir stjórn heilbrigðissviðs Hrafnistu. Jafnframt voru góðar umræður um heilbrigðis- og öldrunarmál. Hrafnista þakkar landlækni og samstarfsfólki kærlega fyrir komuna, sem lýstu yfir ánægju með starfsemi Hrafnistuheimilanna.

 

Meðfylgjandi mynd tók Hreinn Magnússon ljósmyndari í heimsókninni. 

Lesa meira...

Breytingar á yfirstjórn og skipulagi Hrafnistu

Lesa meira...

 

Ágæta samstarfsfólk á Hrafnistu,

 

Hrafnista er í dag ein allra stærsta heilbrigðisstofnun landsins en eitt af okkar megin markmiðum er að vera leiðandi aðili í þjónustu við aldraða þar sem við stuðlum að andlegri, líkamlegri og ekki síst félagslegri vellíðan íbúanna okkar. Opinberar gæðamælingar sína öll Hrafnistuheimilin jafnan í hópi þeirra sem allra hæst skora, töluvert yfir landsmeðaltali. Við erum með starfsemi á sex stöðum í fimm sveitarfélögum en við starfrækjum yfir 20% hjúkrunarrýma hér á landi og erum jafnframt stærsti veitandi dagdvalarþjónustu. Fjárhagsleg velta er yfir 8 milljarðar. Um 1.000 manns njóta þjónustunnar á degi hverjum og um 1.200 starfsmenn eru jafnan á launaskrá sem gerir Hrafnistu að stærri vinnustöðum landsins.

Þrátt fyrir mikið umfang eru næg verkefni framundan. Á næsta ári opnum við nýtt og glæsilegt 99 rýma hjúkrunarheimili við Sléttuveg í Fossvogi. Við þekkjum vel að það er mikil vinna að opna nýtt hjúkrunarheimili, hvaða þá í stærð sem þessari en það verður sannarlega spennandi og gaman. Stækkun á starfsemi okkar í Kópavogi er einnig handan við hornið. Áætluð stækkkun er um 64 hjúkrunarrými en því miður er ennþá óljóst hvenær framkvæmdir hefjast. Þrátt fyrir samþykki á öllum stöðum bíður verkefnið enn hönnunar. Að auki má bæta við að reglulega leita aðilar til Sjómannadagsráðs um samstarf í öldrunarþjónustu af ýmsu tagi þannig að gott er að haga málum þannig í starfseminni, að hægt sé að taka þátt þegar frábær tækifæri bjóðast.

Til að mæta með markvissum hætti, komandi vexti Hrafnistu og jafnframt til að viðhalda því að ná fram sem mestum gæðum og þjónustu út úr þeim daggjöldum sem við fáum til starfseminnar, hefur verið ákveðið að gera töluverðar skipulagsbreytingar á Hrafnistu. Breytingarnar taka gildi 1. október á þessu ári og verður nýtt skipurit þá gefið út með formlegum hætti.

Breytingar felast í því að öðru núverandi stoðsviða Hrafnistu, rekstrarsviði, verður nú skipt upp í tvær öflugar einingar. Önnur einingin er fjármálasvið. Á henni verður núverandi launa- og bókhaldsdeild sem áfram mun sjá um greiðslu reikninga, færslu bókhalds, launavinnslu og fleiri þætti með óbreyttu sniði. Stjórnandi sviðsins mun jafnframt sinna daglegri fjármálastjórnun Hrafnistu, áætlanagerð og eftirfylgni. Hluti af starfi stjórnanda fjármálasviðs verður að starfa beint fyrir Sjómannadagsráð að fjármálastýringu þess og dótturfélaganna, ásamt fjármálaráðgjöf og greiningu.

Hin einingin mun áfram heita rekstrarsvið. Eldhús Hrafnistu verða áfram þar undir eins og er í dag en einnig verða þar innkaupamál og upplýsingatæknimál munu áfram fá aukið vægi. Önnur verkefni inn á sviðinu verða meðal annarssamningagerð, utanumhald samninga, tilboðsgerð, áætlunargerð rekstrargjalda, eftirfylgni rekstrargreininga og fleira.

Mannauðsdeild, sem verið hefur hluti af rekstrarsviði Hrafnistu, verður nú sjálfstæð deild sem heyrir beint undir forstjóra.

Eins og kunnugt er, hefur Harpa Gunnarsdóttir, núverandi framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, óskað eftir að láta af störfum nú síðar í haust. Því verður á næstu vikum ráðið í tvö laus stjórnunarstörf sem verða til við þessa breytingu, starf fjármálastjóra annars vegar og starf rekstrarstjóra hins vegar.

Ég er sannfærður um að þessi breyting verður Hrafnistu til mikilla heilla. Þó fæstir starfsmenn finni kannski beint fyrir breytingunni í sínu daglega starfi, mun hún vonandi fyrr en síðar skila sér með beinum og óbeinum hætti í betri og markvissari þjónustu og bættu vinnuumhverfi. Enda er markmiðið að gera góða Hrafnistu ennþá betri.

 

Bestu kveðjur,

Pétur

 

Lesa meira...

Rósa Mjöll Ragnarsdóttir 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Pétur, Rósa Mjöll og Sigrún.
Lesa meira...

Rósa Mjöll Ragnarsdóttir, sjúkraþjálfari og aðstoðardeildarstjóri sjúkraþjálfunardeildar Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Rósa Mjöll og Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík.

 

Lesa meira...

Grillað í Garðabænum

Lesa meira...
Í blíðunni í gær var slegið upp glæsilegri grillveislu í Garðabænum. Þar starfrækir Hrafnista 60 rýma hjúkrunarheimili í Sjálandshverfinu og erum við í miklu og góðu samstarfi við Garðabæ sem meðal annars rekur dagdvöl í húsinu. Það voru því vel á annað hundrað manns í grillveislunni í gær eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem Hreinn Magnússon ljósmyndari tók.
 
Gaman er að segja frá því að Fréttablaðið er í dag með skemmtilega mynd úr veislunni á blaðsíðu 2.

 

Lesa meira...

Síða 5 af 90

Til baka takki