Fréttasafn

Málfríður Arna Arnórsdóttir 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Hjördís, Lilja, Málfríður, Pétur og Árdís Hulda.
Lesa meira...

 

Málfríður Arna Arnórsdóttir, sjúkraliði á Sjávar- og Ægishrauni Hrafnistu Hraunvangi, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri:  Hjördís Ósk Hjartardóttir, Lilja Björgvinsdóttir sem átti 5 ára  starfsafmæli, Málfríður, Pétur Magnússon forstjóri og Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu Hraunvangi.

 

Lesa meira...

Thomas Meuser forstjóri Center for Excellence in Aging and Health með fyrirlestur á Hrafnistu Laugarási

Lesa meira...

 

Thomas Meuser forstjóri „Center for Excellence in Aging and Health at the University of New England in Portland, Maine, USA“ hélt fyrirlestur fyrir starfsfólk Hrafnistu í dag. Thomas er sálfræðingur að mennt og hefur sérhæft sig í öldrunarfræðum. Fyrirlestur hans var um arfleifð og kynslóðir: „Legacy Beliefs across Generations: Perspectives on Family Sharing.“

Það var góð mæting og frábærar umræður, hér eru nokkrar myndir og einnig skilgreining Toms um arfleifð (legacies): 
„All people have meaningful impacts on the lives of others and the world around them. Some of these impacts live on after death; these are called legacies.“

 

Lesa meira...

Sonja Sigríður Gylfadóttir 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Árdís Hulda, Hrönn, Sonja og Pétur.
Lesa meira...

Sonja Sigríður Gylfadóttir, starfsmaður í borðsal og eldhúsi Hrafnistu Hraunvangi Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri:  Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu Hraunvangi, Hrönn Benediktsdóttir deildarstjóri í borðsal og eldhúsi, Sonja Sigríður og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Guðrún Árný söng fyrir íbúa og gesti á Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Það var líf og fjör á Hrafnistuheimilinum í dag, á sjálfan öskudaginn. Heimilisfólk tók virkan þátt í deginum með því að bera höfuðfat og sumir íbúar og gestir dagdvalar brugðu sér meira að segja í búning. Eftir hádegið í dag söng Guðrún Árný  fyrir íbúa og starfsfólk í Menningarsalnum á Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði í dag. Fjölmennt var í salnum eins og myndirnar sýna og þökkum við henni kærlega fyrir komuna.

 

Lesa meira...

Birna Jónasdóttir 35 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Pétur, Birna, Ragnheiður og Sigrún.
Lesa meira...

 

Birna Jónasdóttir, starfsmaður í sjúkraþjálfun Hrafnistu Laugarási Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 35 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri:  Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Birna, Ragnheiður Kristjánsdóttir deildarstjóri sjúkraþjálfunar og Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu Laugarási.

 

 

Lesa meira...

Hrafnista tók við rekstri Hlévangs í Reykjanesbæ þann 1. mars árið 2014

Lesa meira...

 

Þann 1.mars síðastliðinn voru 5 ár liðin frá því að Hrafnista tók við rekstri Hlévangs í Reykjanesbæ. Af því tilefni var efnt til veislu þar sem boðið var upp á eðal lambahrygg í hádeginu með öllu tilheyrandi. Í kaffitímanum var íbúum og starfsfólki boðið að hlusta á fagra harmonikkutóna frá hinum unga og efnilega Braga Fannari.

 

 

Lesa meira...

Líney Grétarsdóttir 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Pétur, Líney, Eyrún og Árdís Hulda.
Lesa meira...

 

Líney Grétarsdóttir, starfsmaður í aðhlynningu á Bylgjuhrauni Hrafnistu Hraunvangi Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri:  Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Líney, Eyrún Pétursdóttir deildarstjóri á Bylgjuhrauni og Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu Hraunvangi.

 

Lesa meira...

Síða 5 af 105

Til baka takki