Fréttasafn

Þorrablót Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn 19. janúar

Þorrablót Hrafnistu í Reykjavík var haldið föstudaginn 19. janúar sl.  Íbúar og gestir fjölmenntu í Skálafell á aðalskemmtunina sem hófst kl. 17:00. Pétur  Magnússon forstjóri Hrafnistuheimilanna setti þorrablótið og veislustjóri kvöldsins var Regína Ósk Óskarsdóttir og hélt hún upp góðu fjöri. Ræðumaður kvöldsins var Sigurður Garðarsson framkvæmdastjóri Naustavarar. Regína og Sigurður fóru einnig með minni karla og kvenna.

Sigursveinn Þór Árnason, gítarleikari og maður Regínu, spilaði og söng skemmtileg lög með konu sinni.

Eftir skemmtunina var þorramatur á boðstólnum og  gæddu gestir sér meðal annars á hákarli, hrútspungum og hval ásamt ýmsu öðru góðgæti.

Bragi Fannar harmonikkuleikari spilaði á nikkuna undir borðhaldi og stjórnaði hópsöng í Skálafelli.

Einnig var þorragleði á hjúkrunardeildum í húsinu, skemmtuninni í Skálafelli var sjónvarpað í gegnum á Hrafnisturásina upp á deildar. Harmonikkuleikarar fóru um húsið og spiluðu undir borðhaldi inn á deildum.

 

Lesa meira...

Þórdís Unnur Þórðardóttir 20 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Pétur, Arna, Þórdís, Sigrún og Dagný.

 

Þórdís Unnur Þórðardóttir, sjúkraliði á Sól-/ og Mánateig Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 20 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri, Arna Garðarsdóttir aðstoðardeildarstjóri á Sólteig, Þórdís, Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík og Dagný Jónsdóttir deildarstjóri á Sól-/ og Mánateig. 

 

 

Lesa meira...

Mario Adolfo Rivera Vivar 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Ólafur, Mario, Pétur og Harpa.

 

Mario Adolfo Rivera Vivar, starfsmaður í eldhúsi Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum honum til hamingju með áfangann er honum þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hann hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Ólafur Haukur Magnússon yfirmatreiðslumaður, Mario, Pétur Magnússon forstjóri og Harpa Gunnarsdóttir fjármálastjóri Hrafnistu. 

 

 

Lesa meira...

Guðbjörg Hassing 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Sigrún, Sigurbjörg, Pétur og Guðbjörg.

 

Guðbjörg Hassing, starfsmaður í iðjuþjálfun og félagsstarfi Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík, Sigurbjörg Hannesdóttir deildarstjóri iðjuþjálfunar, Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu og Guðbjörg Hassing.

 

 

 

Lesa meira...

Leikskólabörn af leikskólanum Víðivöllum í heimsókn á Hrafnistu í Hafnarfirði

Leikskólabörn af leikskólanum Víðivöllum heimsóttu Sjávar- og Ægishraun á Hrafnistu í Hafnarfirði í gærmorgun. Leikskólinn Víðivellir var að bætast í þann góða hóp leikskóla í Hafnarfirði sem koma í heimsókn á heimilið. Nú eiga allar deildir í húsinu sinn vinaleikskóla og koma þau í heimsókn einu sinni í mánuði á hverja deild. Það er alltaf tilhlökkun hjá heimilisfólki þegar kemur að heimsóknum barnanna og er ekki annað hægt að segja en að þetta samstarf gangi glimrandi vel.

Eftir hádegi bakaði svo hún Skúlína, sem er býr á Sjávar- og Ægishrauni, pönnukökur handa heimilisfólkinu. Hún kom með sínar eigin pönnur og spaða, gerði deigið nákvæmlega eins og hún vildi hafa það og „hristi“ svo þessar fínu pönnukökur listavel fram úr erminni sem hún steikti á þremur pönnum í einu!

 

 

Lesa meira...

Þorrablót á Hrafnistu í Hafnarfirði föstudaginn 2. febrúar 2018

 

Þorrablót Hrafnistu í Hafnarfirði fer fram föstudaginn 2. febrúar nk.

Miðasala og skráning

Ókeypis er fyrir íbúa heimilisins og gesti í hvíldarinnlögn. Hver íbúi/gestur í hvíldarinnlögn getur boðið með sér einum gest á þorrablótið. Verð fyrir gest kr. 4.000.-

Verð fyrir fólk í dægradvöl og meðlimi í DAS-klúbbnum kr. 3.000.- (meðlimir í DAS-klúbbnum, dægradvöl og íbúar í þjónustuíbúðum geta ekki boðið með sér gest).

Miðasala og skráning fer fram í verslun á Hafnistu í Hafnarfirði, til hádegis miðvikudaginn 31. janúar. 

 

Sjá nánari auglýsingu með því að smella hér. 

 

 

Lesa meira...

Henryka Biala 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

Henryka og Pétur

Henryka Biala, starfsmaður í aðhlynningu á Lækjartorgi Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, afhenti Henryku gjöf á dögunum í tilefni af afmælinu í samræmi við starfsafmælisreglur Hrafnistu og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri.

 

Starfsafmælisreglur Hrafnistu eru þær að starfsfólk sem starfað hefur í 3 ár fær afhenta gjöf (konfektkassi) frá Hrafnistu, síðan er afhent gjöf við 5 ára starfsafmæli (leikhúsmiði fyrir tvo) og svo á 5 ára fresti eftir það og miðast gjafirnar út frá því. 10 ára starfsafmæli, út að borða fyrir tvo, 15 ára starfsafmæli, gjafakort með peningaupphæð (sem fer stighækkandi við hver 5 ár sem bætast við starfsaldurinn) o.s.frv.

 

 

 

Lesa meira...

Nýr aðstoðardeildarstjóri á Hrafnistu í Kópavogi

 

Sigríður Jóhanna Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin aðstoðardeildarstjóri Hrafnistu Kópavogi frá 1. apríl 2016. Sigríður útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur  frá Háskóla Íslands árið 1999 og hóf þá störf á Skjóli sem hjúkrunarfræðingur. Árið 2009 lauk hún diplómanámi í öldrunarhjúkrun.

Frá árinu 2011 hefur hún verið deildarstjóri á Skjóli og verkefnastjóri yfir RAI.

Sigríður mun taka við af Rebekku Örvar Aðstoðardeildarstjóra sem mun láta af störfum að eigin ósk.

Við þökkum Rebekku Örvar fyrir ómetanlegt starf og um leið bjóðum við Sigríði velkomna til starfa.

 

Lesa meira...

Síða 1 af 77

Til baka takki