Fréttasafn

Jensína orðin elst allra á Íslandi

Lesa meira...

 

Jensína  Andrésdóttir, íbúi á Hrafnistu Laugarási, er nú orðin elst allra sem hafa átt heima hér á landi, 109 ára og 70 daga. Eldra metið átti Sólveig Pálsdóttir á Höfn í Hornafirði en hún var 109 ára og 69 daga þegar hún dó, haustið 2006. Fyrr á því sama ári hafði Guðfinna Einarsdóttir úr Dalasýslu orðið 109 ára og 58 daga. Fjórði íbúi landsins sem hefur náð 109 ára aldri var Guðríður Guðbrandsdóttir úr Dalasýslu en hún lifði í 33 daga fram fyrir afmælið.

Jensína er fædd 10. nóvember 1909 á Þórisstöðum við Þorskafjörð í Austur-Barðastrandarsýslu, tólfta af fimmtán börnum Andrésar Sigurðssonar bónda og Guðrúnar Sigríðar Jónsdóttur. Hún var vinnukona á Vestfjörðum en flutti til Reykjavíkur fyrir miðja síðustu öld og vann meðal annars við ræstingar. Jensína hefur verið á Hrafnistu í rúma tvo áratugi.

Guðrún Björnsdóttir lifði að vísu í 109 ár og 310 daga en hún var fædd í Vopnafirði haustið 1888 og var þriggja ára þegar hún flutti til Kanada með foreldrum sínum og systkinum. Segja má að Jensína eigi Íslandsmetið en geti slegið Íslendingamet Guðrúnar í september.

Alls hafa 26 Íslendingar náð 106 ára aldri og er Georg Breiðfjörð Ólafsson í Stykkishólmi eini karlinn í þeim hópi en hann varð 107 ára og 333 daga.

Að sjálfsögðu á Jensína Hrafnistumetið í langlífi en næstar henni koma Guðný Ásbjörnsdóttir og Kristín P. Sveinsdóttir en báðar urðu þær 106 ára.

Í meðfylgjandi töflu er áhugaverð samantekt um elstu Íslendinga sögunnar sem Jónas Ragnarsson hefur tekið saman. Jónas er helsti sérfræðingur landsins í langlífi og aldursmetum Íslands og heldur úti Facebook-síðunni Langlífi.

 

Sjá tölflu hér: Langelstu Íslendingarnir

 

Lesa meira...

Nýárstónleikar á Hrafnistu Hraunvangi

Lesa meira...

 

Fullt var út að dyrum í Menningarsalnum á Hrafnistu Hraunvangi þegar söngkonan Katrín Halldóra söng lög eftir Ellý Vilhjálm og Hjörtur Jóhannsson spilaði undir á nýárstónleikum sem haldnir voru þar í gær.

Við þökkum þeim kærlega fyrir gæsilega tónleika.  

 

Lesa meira...

Þorrablót Hrafnistu Hraunvangi haldið fimmtudaginn 31. janúar

Lesa meira...

Þorrablót Hrafnistu Hraunvangi verður haldið fimmtudaginn 31. janúar nk.

Veislustjóri er Guðrún Árný Karlsdóttir og Böðvar Magnússon spilar undir borðhaldi sem hefst kl. 17:30 í borðsalnum.

Miðasala fer fram í verslun á 1. hæð og stendur til hádegis þriðjudaginn 29. janúar

Verð fyrir meðlimi í DAS-klúbbnum er kr. 3.500 og fyrir gesti kr. 4.500.

 

Sjá nánari auglýsingu hér

 

Lesa meira...

Ólafur Maríusson opnar málverkasýningu á Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði

Lesa meira...

Málverkasýning á verkum Ólafs Maríussonar var opnuð í Menningarsalnum á Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði í gær, þriðjudaginn 15. janúar. Þess má geta að Ólafur er 97 ára gamall.

Skálað var í bleikum drykk og notið þess að hlusta á Hauk Guðlaugsson spila á píanóið, en Haukur er 10 árum yngri en Ólafur eða 87 ára gamall.

Stöð 2 leit við og tók skemmtilegt viðtal við Ólaf.

 

http://www.visir.is/k/80fbcc28-c7da-4c49-ba79-16253059706d-1547581511759

 

Lesa meira...

Þorrablót Hrafnistu Laugarási haldið föstudaginn 25. janúar

Lesa meira...

Þorrablót Hrafnistu Laugarási verður haldið föstudaginn 25. janúar nk. í Skálafelli.

Veislustjóri er Guðrún Árný Karlsdóttir og hefst skemmtunin kl. 17:00. Bragi Fannar harmonikkuleikari spilar undir borðhaldi sem hefst kl. 18:00.

Miðasala og skráning á þorrablótið fer fer fram á skiptiborði  Hrafnistu Laugarási 2. hæð kl. 10:00 – 16:00 alla virka daga og stendur til miðvikudagsins 23. janúar. Verð fyrir meðlimi í DAS-klúbbnum er kr. 3.500 og fyrir gesti kr. 4.500.

 

Sjá nánari auglýsingu hér

 

Lesa meira...

Sólveig Guðjónsdóttir 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Pétur, Sólveig og Lilja.
Lesa meira...

 

Sólveig Guðjónsdóttir, sjúkraliði sem starfar í Vinaþingi (dagdvöl) Hrafnistu Boðaþingi, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Sólveig og Lilja Kristjánsdóttir deildarstjóri dagdvalar Hrafnistu Boðaþingi í Kópavogi.

 

Lesa meira...

Alma Ýr Þorbergsdóttir 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Pétur, Alma Ýr og Árdís Hulda.
Lesa meira...

 

Alma Ýr Þorbergsdóttir, deildarstjóri dagvistar Hrafnistu Hraunvangi, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Alma Ýr og Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði.

 

Lesa meira...

Hátíðarguðsþjónusta á Hrafnistuheimilunum Hraunvangi og Laugarási

Lesa meira...

Hátíðarguðsþjónusta var haldin á aðfangadag kl. 14:00 í  Menningarsalnum á Hrafnistu Hraunvangi. Salurinn var þétt skipaður af heimilisfólki og aðstandendum þeirra.  Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar var sungið, sem eingöngu er sungið á hátíðum.  Hátíðarkvartett söng en það voru þau Jóhanna Ósk Valsdóttir, Þóra Björnsdóttir, Hjálmar Pétursson og Örvar Már Kristinsson. Forsöngvari var Jóhanna Ósk Valsdóttir.  Organisti var Kristín Waage. Heimilisfólkið tók undir og söng með fallegu jólasálmana og endað var með að syngja Heims um ból.

Á Hrafnistu Laugarási var hátíðarguðsþjónusta haldin á aðfangadag kl. 16:00. Hátíðarkvartett söng en það voru þau Ragnheiður Sara Grímsdóttir, Anna Sigríður Helgadóttir, Jón Helgason og Bragi Þór Valsson.  Forsöngvari og einsöngvari var Anna Sigríður Helgadóttir.  Anna Sigríður söng eftirminnilega Ave Mariu eftir Kaldalóns og Ó, helga nótt.  Organistinn var Bjartur Logi Guðnason.  Heimilisfólkið tók undir og söng með fallegu jólasálmana og endað var með að syngja Heims um ból.

 

Meðfylgjandi eru myndir sem teknar voru á aðfangadag, bæði á Hraunvangi og í Laugarási.

 

Lesa meira...

Síða 1 af 98

Til baka takki