Fréttasafn

Hrafnista Hraunvangi hlýtur hvatningarverðlaun fyrir samstarfsverkefnið Lestrarvinir

Lesa meira...

 

Undanfarna 6 vetur hefur Hrafnista Hraunvangi í Hafnarfirði verið í samstarfsverkefni við Víðistaðaskóla sem kallast Lestrarvinir. Í dag hlaut Hrafnista Hvatningarverðlaun Heimilis og skóla fyrir verkefnið, en alls voru 17 verkefni tilnefnd. Við erum svo sannarlega stolt af þessu verkefni og hlökkum til að halda áfram þessu samstarfi næsta vetur.

 

Hér má sjá frétt um athöfnina- https://www.mbl.is/…/24/hjolakraftur_hlaut_foreldraverdlau…/

 

Lesa meira...

Merkisfólk heiðrað fyrir störf sín

Lesa meira...

 

Stefán Helgi Stefánsson tenórsönvari hefur ásamt Margréti Sesselju Magnúsdóttur heimsótt deildir langveikra með minnissjúkdóma á hjúkrunarheimilum og sjúkrahúsum landsins frá því í mars 2009 þegar þau stofnuðu saman félagið Elligleði. Hlutverk Stefáns er að syngja og skemmta en hlutverk Margrétar Sesselju er að safna styrkjum í verkefnið.


Á dögunum voru þau heiðruð lítilsháttar af Hrafnistu og Sjómannadagsráði fyrir þetta mikilvæga og verðuga verkefni. Fyrsti viðburðurinn á vegum þeirra árið 2009 var einmitt á Hrafnistu í Laugarási. Heimsóknir þeirra á Hrafnistuheimilin og aðra staði fyrir aldraða síðan árið 2009 nálgast nú 2500 talsins.


Sannarlega merkilegt starf!

 

Lesa meira...

Hugvekja eftir framkvæmdastjóra heilbrigðssviðs Hrafnistu og forstjóra Hrafnistu

Lesa meira...

 

Meðfylgjandi hugvekja eftir framkvæmdastjóra heilbrigðssviðs Hrafnistu og forstjóra Hrafnistu birtist s.l. þiðjudag á visir.is og í gær í Víkurfréttum.

https://www.visir.is/g/2019190529745/fra-sjonarhorni-starfsfolks-hjukrunarheimila

 

Frá sjónarhorni starfsfólks hjúkrunarheimila

Stundum birtast á samfélagsmiðlum eða fjölmiðlum ófagrar lýsingar á þjónustu við aldraða, m.a. á hjúkrunarheimilum landsins. Oftar en ekki fjalla aðstandendur um upplifun sína af veikindum sinna nánustu og þeirri þjónustu sem veitt er. Það er eðlilegt og væri í raun óeðlilegt ef svo væri ekki í ljósi þess að á hjúkrunarheimilum landsins búa alls um þrjú þúsund manns hverju sinni sem eiga þúsundir náinna aðstandenda, ekki síst syni og dætur sem láta sér velferð foreldra sinna miklu varða. 

Ræktarsemi aðstandenda við sína nánustu á hjúkrunarheimilunum er okkur mikils virði enda á hún sinn þátt í því að auka lífsgæði íbúanna og sporna gegn félagslegri einangrun. Að sama skapi eru væntingar aðstandenda til þjónustu hjúkrunarheimilanna jafn margvíslegar og aðstandendurnir eru margir. Þótt flestir séu ánægðir og þakklátir fyrir þjónustuna sem veitt er allan sólarhringinn árið um kring koma þau tilvik að sjálfsögðu upp þar sem ekki tekst að uppfylla væntingar, hversu vel sem reynt er. Aðstandendur glíma margir við mikla sorg og erfiðar tilfinningar þegar þeir horfa upp á andlega og líkamlega hrörnun sinna nánustu og persónan verður smám saman önnur en hún var. Við sem starfsfólk reynum að virða þessar tilfinningar í hvívetna með nærgætni í umönnun, skilningi og samtölum, ekki síst þegar dregur að lífslokum.

 

Ekki fullkomin

Það er gríðarlega mikilvægt að skjólstæðingar hjúkrunarheimila geti treyst því að persónuleg mál þeirra séu af okkar hálfu ekki í almennri umræðu. Við tökum heldur ekki þátt í opinberri umræðu um einstök og oft mjög viðkvæm mál, jafnvel þótt ósanngirni gæti eða beinlínis röngu máli hallað. Ástæðan er þagnarskyldan sem hvílir á okkur sem starfsfólki og henni lýkur ekki við andlát. 

Sjónarmið okkar heyrast því sjaldan enda þótt ávallt séu ýmsar hliðar á sérhverju máli. Óvægin umræða og stundum dómharka samfélagsins í kjölfar einhliða málflutnings tekur vissulega á starfsfólk, sérstaklega þá sem rækja starf sitt af hvað mestri trúmennsku. Hún getur líka tekið verulega á aðra íbúa og aðstandendur þeirra. Þar með er ekki sagt að við sem störfum að umönnun aldraðra séum hafin yfir gagnrýni. Við erum ekki fullkomin frekar en annað fólk. Þess vegna er það markmið okkar og ásetningur að hlusta vel á málefnalega gagnrýni og ekki síst góðar ábendingar um það sem betur megi fara og vera gagnrýnin á okkur sjálf. Við verðum jafnframt að vera óhrædd við að gera breytingar þegar þær benda til bættra lífsgæða íbúanna. 

Við þurfum líka að hafa kjark til að biðjast afsökunar verði okkur á mistök. Þjónusta við aldraða krefst fagmennsku, þolinmæði, hjartahlýju og einlægs áhuga á því að vera með öldruðum. Til að lágmarka fjölda neikvæðra tilvika hafa hjúkrunarheimilin innleitt í æ ríkara mæli reglulegar gæðamælingar og skýrar verklagsreglur sem þó taka breytingum í samræmi við reynslu og bestu rannsóknir á hverjum tíma á lífsgæðum aldraðra. Einnig má nefna að við á okkar vinnustað og víðar hefur á síðustu árum verið unnið náið með Embætti landlæknis í því skyni að draga úr frávikum, læra af mistökum og vinna að úrbótum, þar sem við á.


Starfsfólkið er líka fólk

Bæði höfum við undirrituð starfað í öldrunarþjónustu á annan áratug. Á okkar vinnustað starfa um 1.400 manns. Á landinu öllu má gera ráð fyrir að vel á fimmta þúsund manns starfi í heild á hjúkrunarheimilum, þar á meðal hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, félagsliðar, læknar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, íþróttakennarar, félagsráðgjafar, tómstunda- og félagsmálafræðingar, umönnunaraðilar, skrifstofufólk, matreiðslumenn og svona mætti lengi telja. 

Ásamt því að starfa á hjúkrunarheimili erum við mæður og feður, dætur og synir, systur og bræður, frænkur og frændur, vinir og kunningjar, rétt eins og raunin er með starfsfólk í öðrum atvinnugreinum. Okkar reynsla er sú að langflestir sem hafa helgað sig umönnun við aldraða ræki starf sitt af mikilli trúmennsku í því augnamiði að varðveita lífsgæði íbúa heimilanna og annarra sem sækja þangað daglega þjónustu. Við störfum með fjölda fólks sem við myndum hiklaust treysta fyrir eigin velferð og okkar nánustu ef svo bæri undir.


Krefjandi starf

Það er ekkert launungarmál að skert fjárframlög og stíf inntökuskilyrði hins opinbera, þar sem aðeins hinir allra veikustu fá heimild til búsetu á hjúkrunarheimili, hafa gert starfið meira krefjandi. Þrátt fyrir það erum við öll af vilja gerð til að gera ávallt okkar besta. Okkur þykja því sárar þær alhæfingar sem af og til birtast um slæma meðferð á öldruðum á Íslandi. Við fögnum hins vegar málefnalegri og uppbyggilegri umræðu og bendum öllum á að kynna sér starfsemina af eigin raun. 


Fyrsta skrefið í þeirri viðleitni gæti til dæmis verið heimsókn á Facebook-síður heimilanna eða heimasíður. Það yrði gaman að upplifa þann dag þegar landsmenn deildu í hundraða tali frétt um nýja dagþjálfun fyrir einstaklinga með heilabilun eða nýtt tímamótatæki í hreyfiþjálfun aldraðra. Við skulum ekki heldur ekki gleyma því að hrós, þakklæti og hvatning sem starfsfólk hjúkrunarheimila fær fá íbúum og ættingjum, gefur kraft og lífsgleði til að halda góðum starfi áfram þó stundum blási á móti.

María Fjóla Harðardóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistuheimilanna
Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistuheimilanna

 

 

Lesa meira...

Hrafnista Skógarbæ heldur upp á 22 ára afmæli

Lesa meira...

 

Þann 16. maí 2019 fagnaði hjúkrunarheimilið Skógarbær því að 22 ár eru frá því að heimilið tók til starfa.  Í byrjun maí mánaðar tók Hrafnista formlega við rekstri hjúkrunarheimilisins.

Í tilefni dagsins voru haldnir afmælistónleikar þar sem Katrín Halldóra söngkona og Hjörtur Yngvi píanóleikari komu og fluttu helstu lög okkar ástsælu sönkonu Ellýjar Vilhjálms. Eftir tónleikana bauð Hrafnista upp á afmælisköku á hjúkrunardeildum og kaffisala fór að venju fram í félagsmiðstöðinni Árskógum.

 

Lesa meira...

Höfðingleg gjöf á Mánateig Hrafnistu Laugarási

Lesa meira...

 

Í morgun færðu fyrrum aðstandendur á Mánateig, Hrafnistu Laugarási, höfðinglega gjöf. Um er að ræða verkjadæla af nýjustu gerð sem mun nýtast starfsfólki gríðarlega vel í umönnun heimilismanna á deildinni.

Starfsfólk og heimilismenn eru afskaplega þakklát og þakka innilega fyrir þessa höfðinglegu gjöf.

 

Lesa meira...

Hrafnista hefur starfsemi stærstu deildar landsins fyrir dagþjálfun einstaklinga með heilabilun

Lesa meira...

 

Í dag var merkisdagur í sögu Hrafnistu þegar Hrafnista við Laugarás vígði formlega  stærstu dagþjálfun landsins fyrir einstaklinga með heilabilun að viðstöddum borgarstjóra og heilbrigðisráðherra. Deildin nefnist Viðey og getur tekið á móti  þrjátíu einstaklingum á degi hverjum í dagþjálfun.

Við vígsluna fluttu ávörp Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur, og Hálfdan Henrysson, formaður Sjómannadagsráðs, eiganda Hrafnistu. Um ákveðin kaflaskil er að ræða í þjónustu við heilabilaða því aldrei fyrr hefur tekið til starfa hér á landi deild fyrir jafn marga sem sérstaklega er ætluð og sniðin að þörfum einstaklinga með heilabilun.

Um heilabilun

Heilabilun hefur stundum verið líkt við faraldur sem gengur yfir hinn vestræna heim um þessar mundir. Um er að ræða hrörnunarsjúkdóm sem veldur smám saman vaxandi heilaskaða sem ekki fylgir eðlilegri öldrun einstaklinga á efri árum. Rannsóknir sýna að kostnaður vestrænna samfélaga af völdum heilabilunar sé jafnvel meiri en sem nemur kostnaði vegna krabbameina og hjartasjúkdóma. Hér á landi hefur lengi vantað nægileg úrræði fyrir vaxandi fjölda einstaklinga með heilabilun, bæði hjúkrunarrými og meðferðarrými fyrir dagþjálfun. Hátt á annað hundrað manns sem greinst hafa eru á biðlista eftir því að komast að í dagdvalarrými á höfuðborgarsvæðinu. Er Viðey á Hrafnistu við Laugarás því kærkomin viðbót við þá faglegu þjónustu sem heilabilaðir þurfa á að halda hér á landi.

Elligleði gleður langveika með minnisjúkdóma

Tenórsöngvarinn Stefán Helgi Stefánsson söng nokkur lög í tilefni vígslu Viðeyjar og brá sér meðal annars í gervi Elvis Prestley. Stefán Helgi hefur ásamt Margréti Sesselju Magnúsdóttur heimsótt deildir langveikra með minnissjúkdóma á hjúkrunarheimilum og sjúkrahúsum frá því í mars 2009 þegar þau stofnuðu saman félagið Elligleði. Fyrsti viðburðurinn á vegum þeirra  var einmitt á lokaðri deild Hrafnistu fyrir einstaklinga með heilabilun sem nú heitir Viðey. Heimsóknir þeirra á Hrafnistuheimilin og aðra staði fyrir aldraða síðan árið 2009 nálgast 2500.

Fjölmenni var viðtstadd vígsluna þegar þessar myndir voru teknar.

 

Lesa meira...

Poppmessa á Hrafnistu Hraunvangi

Lesa meira...

 

Í gær var brugðið út af vananum og í stað hefðbundinnar helgistundar var haldin poppmessa  þar sem hljómsveitin Silfursveiflan spilaði að einskærri snilld. Séra Svanhildur sá um helgihaldið. Þetta var einstaklega vel lukkuð stund og heimilisfólkið ánægt með framtakið. 

 

Lesa meira...

Síða 1 af 105

Til baka takki