Fréttasafn

Sumargrill á Hrafnistu Garðabæ - Ísafold

Lesa meira...

Slegið var upp grillveislu í hádeginu í gær á Hrafnistu Garðabæ - Ísafold.  Íbúar og starfsfólk nutu sín úti í góða veðrinu og snæddu dýrindis grillmat og tilheyrandi kræsingar með harmonikku undirleik.

 

Lesa meira...

Lelet M. Estrada 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Lelet M. Estrada, starfsmaður í aðhlynningu á Báruhrauni Hrafnistu í Hafnarfirði,  hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Lelet fékk afhenta starfsafmælisgjöf á dögunum og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri. 

Á myndinni er einnig Embla Mjöll Elíasdóttir, starfsmaður í aðhlynningu á Báruhrauni, sem átti 3 ára starfsafmæli og fékk hún afhenta viðeigandi starfsafmælisgjöf af því tilefni. Gaman er að geta þess að Embla Mjöll var að ljúka sínu fyrsta ári í hjúkrunarfræði. 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Anný Lára Emilsdóttir deildarstjóri á Báruhrauni, Lelet, Embla Mjöll og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Ásta María Traustadóttir 30 ára starfsafmæli á Hrafnistu

Lesa meira...

 

Ásta María Traustadóttir, starfsmaður í borðsal Hrafnistu í Hafnarfirði, hefur um þessar mundir starfað í 30 ár á Hrafnistu. Þessum tímamótum var að sjálfsögðu fagnað með veislu með viðeigandi hætti á dögunum. Hrafnista óskar Ástu Maríu til hamingju með áfangann og þakkar fyrir tryggð og góð störf í þágu Hrafnistu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Ásta María, Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Hafnarfirði og Hrönn Benediktsdóttir deildarstjóri í borðsal/eldhúsi.

 

 

Lesa meira...

Sumargrill á Hrafnistu Nesvöllum Reykjanesbæ

Lesa meira...

Um 130 – 140 manns mættu í sumargrillveislu sem haldin var á Nesvöllum í hádeginu í dag. Auk íbúa Nesvalla og gesta í dagdvöl Reykjanesbæjar voru margir sem komu utan úr bæ og nutu dýrindis kræsinga og hlýddu á ljúfa harmonikkutóna.

 

Lesa meira...

Irina A. Prokhorova 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

 

Irina A. Prokhorova, félagsliði á Lækjartorgi/Engey/Viðey Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Irina og Eygló Tómasdóttir deildarstjóri Lækjartorgi/Engey/Viðey. 

 

Lesa meira...

Sumargrill á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Í hádeginu í gær, mánudaginn 10. júlí, var haldin útigrillveisla fyrir íbúa og starfsfólk á Hrafnistu í Hafnarfirði. Um 400 veislugestir sleiktu sólina og röðuðu í sig dýrindis krásum undir harmonikkuspili Þórðar Marteinssonar. 

 

Lesa meira...

Síða 1 af 65

Til baka takki