Fréttasafn

Stytta af Guðmundi Hallvarðssyni afhjúpuð á Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

Fimmtudaginn 7. desember s.l. varð Guðmundur Hallvarðsson, fyrrverandi formaður Sjómannadagsráðs, 75 ára.

Í tilefni dagsins var afhjúpuð stytta af honum sem staðsett er í holinu fyrir framan Skálafell á Hrafnistu í Reykjavík. Stjórn Sjómannadagsráðs samþykkti fyrir nokkru að gerð yrði stytta af Guðmundi honum til heiðurs, en á þessum stað er einnig að finna styttur af nokkrum merkum kyndilberum úr sögu Sjómannadagsráðs. Guðmundur er vel að þessum heiðri kominn.

Á aðalfundi Sjómannadagsráðs í maí s.l. gaf Guðmundur ekki kost á sér til endurkjörs og steig þar með upp úr formannsstólnum sem hann hafði vermt síðan árið 1993. Hann var fyrst kosinn í stjórn Sjómannadagsráðs árið 1984. Guðmundur hefur átt glæstan feril í þessu embætti og undir hans stjórn hafa fyrirtæki Sjómannadagsráðs vaxið og dafnað.

 

Meðfylgjandi myndir voru teknar við vígslu styttunnar en fjölskylda Guðmundar var á meðal gesta.

 

Ljósmyndir: Hreinn Magnússon.

 

Lesa meira...

Jólaball starfsmanna Hrafnistu í Hafnarfirði og Garðabæ

Lesa meira...

 

Jólaball starfsmanna Hrafnistu í Hafnarfirðinum og í Garðabæ var haldið sl. laugardag í Menningarsalnum á Hrafnistu í Hafnarfirði. Langleggur og Skjóða héldu uppi fjörinu með börnunum og jólasveinar komu í heimsókn með góðgæti í poka. Eftir ballið var svo boðið upp á heitt súkkulaði með rjóma, smákökur og brúnköku. Virkilega vel heppnaður dagur í alla staði og fólk skemmti sér vel eins og myndirnar bera með sér. 

 

 

Lesa meira...

Aðventustund fjölskyldunnar á Hrafnistu Kópavogi

Lesa meira...

 

Síðustu vikuna í nóvember buðu íbúar á Hrafnistu Kópavogi í aðventukaffi heim á sínar deildar. Í boði voru rjómapönnukökur og heitt súkkulaði með rjóma.

Boðsgestir voru fjölskyldur íbúa og starfsmenn deilda.

Sighvatur kom með gítarinn og söng jólalög með gestum. Unga kynslóðin naut sín í leik og föndruðu músastiga, myndir og negulnagla mandarínur.

 

Það var mikill kærleikur á þessari stund og við þökkum öllum þeim sem komu og glöddust með okkur. 

 

Lesa meira...

Ragnheiður Kristjánsdóttir 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Sigrún, Ragnheiður og Pétur.
Lesa meira...

 

Ragnheiður Kristjánsdóttir, deildarstjóri sjúkraþjálfunar á Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík, Ragnheiður og Pétur Magnússon forstjóri.

 

Lesa meira...

Umfjöllun um Snapchat Hrafnistu í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld

Lesa meira...

 

Snapchat Hrafnistu fékk skemmtilega umfjöllun í fréttatíma Stöðvar 2 nú í kvöld. Fréttafólk Stöðvar 2 heimsótti Hrafnistu í Hafnarfirði í dag en starfsfólk á Sjávar- og Ægishrauni reið á vaðið og startaði Snapchat verkefninu sl. miðvikudag. Nú eru um 500 fylgjendur á Hrafnistu DAS snappinu.

 

Til að horfa á fréttina er hægt að smella á linkinn hér fyrir neðan.

 

http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTVA6E8A683-0876-4C36-BAE2-704AF46317AF

 

Lesa meira...

Hrafnista á Snapchat

 

Mjög skemmtilegt verkefni fór í gang í gær þegar Snapchat Hrafnistu fór í loftið. Verkefnið gengur út á það að ólíkar deildir á Hrafnistuheimilunum sex er með snappið í viku í senn og  skiptast á að senda út skemmtilegt snapp á hverjum degi. Þannig geta áhugasamir fylgst með því lífi og starfi sem fram fer á Hrafnistuheimilunum.

Endilega fylgist með snappinu á Hrafnista DAS.

Skemmtileg umfjöllun var um Hrafnistusnappið í Fréttablaðinu í dag og inn á visir.is en hana má lesa með því að smella á linkinn hér fyrir neðan.

http://www.visir.is/g/2017171209151

 

Lesa meira...

Monique Vala Körner Ólafsdóttir 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Pétur, Árdís Hulda, Hrönn, Monique og Hrefna.
Lesa meira...

 

Monique Vala Körner Ólafsson, sjúkraliði á Ölduhrauni Hrafnistu Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri, Árdís Hulda Eríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Hafnarfirði, Hrönn Önundardóttir deildarstjóri á Ölduhrauni, Monique og Hrefna Ásmundsdóttir aðstoðardeildarstóri á Ölduhrauni.  

 

Lesa meira...

Síða 9 af 73

Til baka takki