Fréttasafn

Kristín Hrund Andrésdóttir 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Pétur, Kristín Hrund, Valgerður, Anna María og Sigrún.
Lesa meira...

 

Kristín Hrund Andrésdóttir, starfsmaður í aðhlynningu á Miklatorgi Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Kristín Hrund, Valgerður Guðbjörnsdóttir deildarstjóri á Miklatorgi, Anna María Bjarnadóttir aðstoðardeildarstjóri og Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík.

 

 

Lesa meira...

Juliette Marjorie Marion 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Pétur, Sigrún, Juliette og Arna.
Lesa meira...

 

Juliette Marjorie Marion, starfsmaður í aðhlynningu á Sól-/Mánateig Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík, Juliette og Arna Garðarsdóttir aðstoðardeildarstjóri á Sólteig.

 

 

 

Lesa meira...

Happdrætti DAS

Lesa meira...

 

Búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld.


Þegar þú kaupir miða í Happdrætti DAS rennur þitt framlag til uppbyggingar íbúða og þjónustumiðstöðvar fyrir aldraðra. 

Þinn stuðningur skiptir máli. Tryggðu þér miða í Happdrætti DAS.

 

Lesa meira...

Særún Ingvadóttir 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Jóna Ósk, Særún, Sigrún og Pétur.
Lesa meira...

Særún Ingvadóttir, félagsliði á Miklatorgi Hrafnistu Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Jóna Ósk Ásgeirsdóttir aðstoðardeildarstjóri á Miklatorgi, Særún, Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Lovísa Jóhannsdóttir 30 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Árdís Hulda, Anný Lára, Lovísa og Pétur.
Lesa meira...

Lovísa Jóhannsdóttir, sjúkraliði á Báruhrauni Hrafnistu Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 30 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Hafnarfirði, Anný Lára Emilsdóttir deildarstjóri á Báruhrauni, Lovísa og  Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Grein eftir Pétur Magnússon og Þuríði Elísdóttur - Grípum tækifærið, góðir Suðurnesjamenn!

Lesa meira...

Á dögunum birtist grein í Víkurfréttum eftir Þuríði Elísdóttur, forstöðumann á Hrafnistu í Reykjanesbæ og Pétur Magnússon forstjóra Hrafnistu. En nýlega kynnti heilbrigðisráðherra að á næstu árum ætla stjórnvöld að reisa 300 ný hjúkrunarrými til viðbótar við þau 250 sem  þegar hefur verið tekið ákvörðun um. Flest nýju rýmanna munu líklega rísa á höfuðborgarsvæðinu en ekki er þó búið að ráðstafa þeim öllum. Í grein sinni hvetja Þuríður og Pétur Suðurnesjamenn til að stíga fram og vinna að bættum hag aldraðra með því að reisa nýtt hjúkrunarheimili á Suðurnesjum.

 

Greinina má lesa með því að smella á slóðina hér fyrir neðan:

http://www.vf.is/adsent/gripum-taekifaerid-godir-sudurnesjamenn/83156

 

Lesa meira...

Breytingar á aðstöðu iðjuþjálfunar Hrafnistu Hlévangi

Lesa meira...

Á Hrafnistu Hlévangi var verið að ljúka við upplyftingu á aðstöðu iðjuþjálfunar. Þessa aðstöðu geta svo íbúar og aðstandendur þeirra nýtt sér til að eiga notalega stund saman t.d. þegar margir gestir eru í heimsókn. Meðfylgjandi eru myndir fyrir og eftir breytingar.

 

Lesa meira...

Lestrarvinir úr 6. bekk Víðistaðaskóla kveðja sína lestrarvini á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

Í dag komu lestrarvinirnir okkar úr 6. bekk í Víðistaðaskóla að kveðja. Þau hafa komið hingað einu sinni í viku í allan vetur og lesið fyrir sína lestrarvini á Hrafnistu í Hafnarfirði. Í kveðjuskyni sungu þau fallegt lag. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna, sönginn, lesturinn og veturinn.

 

https://www.facebook.com/handverksheimili/videos/2016853168578559/

 

Lesa meira...

Síða 9 af 86

Til baka takki