Fréttasafn

Myndir frá haustfagnaði Hrafnistu Hlévangi í Reykjanesbæ

Lesa meira...

Haustfagnaður Hrafnistu Hlévangi var haldinn í gærkvöldi, fimmtudaginn 17. október. Guðrún Árný Karlsdóttir sá um veislustjórn og söng með sinni einstöku rödd og spilaði á píanó. Sigurður Grétar prestur var ræðumaður kvöldsins og fór hann ekki bara með gamanmál heldur söng hann líka með Guðrúnu Árnýju. Boðið var upp á þjóðarrétt Hrafnistu en það eru kótilettur í raspi með öllu tilheyrandi og í eftirrétt var ostakaka. Bragi Fannar harmonikkuleikarinn ungi og efnilegi endaði kvöldið með því að þenja nikkuna með fögrum hljómum og tóku veislugestir vel undir með söng. Íbúar, aðstandendur og starfsfólk áttu virkilega notalega kvöldstund saman. 

 

Lesa meira...

Myndir frá haustfagnaði Hrafnistu Skógarbæ Reykjavík

Lesa meira...

 

Hrafnista í  Skógarbæ hélt sinn fyrsta haustfagnað þann 15. október sl. Öllu var tjaldað til, íbúar bjuggu til borðskraut með því að brjóta saman servéttur og glösin voru pússuð. Katrín Halldóra leik- og söngkona var veislustjóri kvöldsins ásamt því að syngja lög Ellýjar við undirleik Hjartar Ingva píanóleikara. Bragi Fannar spilaði af sinni alkunnu snilld á harmonikkuna og tók á móti gestum í upphafi kvölds. Ræðumaður kvöldsins var sterkasti prestur í heimi, Sr. Gunnar Sigurjónsson prestur í Digraneskirkju. Kokkar Hrafnistu sáu um matseld og buðu upp á lambakótilettur í raspi ásamt hinu sígilda meðlæti.

Kvöldið var dásamlegt í alla staði. Íbúar, aðstandendur og starfsfólk skemmtu sér vel eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. 

 

Lesa meira...

Guðrún Helgadóttir frá Kollsvík 100 ára

Guðrún Helgadóttir
Lesa meira...

 

Fyrir um 20 árum síðan hóf Sjómannadagsráð að byggja leiguíbúðir fyrir eldra fólk í öruggara umhverfi og með betra aðgengi að þjónustu og stuðningi við búsetu, en annars er kostur á. Tilgangurinn er að gera fólki kleift að búa á eigin vegum sem allra lengst.

Það er því mikið fagnaðarefni fyrir okkur að fyrsti íbúinn í leiguíbúðum Naustavarar hafi nú náð 100 ára aldri og býr ennþá í eigin íbúð.

Við sendum árnaðaróskir til Guðrúnar Helgadóttur frá Kollsvík í Rauðasandshreppi, sem fæddist 10. október 1919 og varð því 100 ára í síðustu viku. Guðrún býr í dag í íbúð Naustavarar við Brúnaveg í Reykjavík.

 

Lesa meira...

Framkvæmdir við uppbyggingu á Hrafnistu Sléttuvegi ganga vel

Lesa meira...

Framkvæmdir Sjómannadagsráðs við Sléttuveg ganga mjög vel.

Hjúkrunarheimilið hefur að mestu leyti verið klárað að utan. Allir gluggar komnir í, frágangi á þaki lokið og lítið vantar upp á til að klára klæðninguna. Innandyra er byrjað að mála og setja upp innréttingar og gólfefni.

Allir gluggar eru komnir í þjónustumiðstöðina og einangrun komin utan á. Vinna innandyra er í fullum gangi. Verið er að steypa efstu hæðina á íbúðablokkinni og lýkur uppsteypu í næstu viku og frágangur á lóð er hafinn.

 

https://www.facebook.com/Sjomannadagsrad/videos/529132697919326/?t=20

 

Lesa meira...

Myndir frá haustfagnaði Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Föstudaginn 11. október sl. var haldin Hausthátíð á Hrafnistu við Hraunvang. Hún fór einstaklega vel fram og var vel sótt. Um veislustjórn sá Katrín Halldóra söngkona og Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hauka og fyrrverandi bæjarstjóri Hafnarfjarðar, flutti stutta ræðu. Kokkar heimilisins reiddu fram dýrindismáltíð og DAS bandið lék undir dansi. Hátíðin fór fram á Bleikum degi og var heimilið skreytt í bleiku og veislugestir voru hvattir til að mæta í einhverju bleiku á hátíðina.

Þetta var virkilega vel heppnaður dagur sem skilaði sér í mikilli gleði og ánægju veislugesta eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

 

Lesa meira...

Myndir frá haustfagnaði Hrafnistu Nesvöllum í Reykjanesbæ

Lesa meira...

 

Haustfagnaður Hrafnistu Nesvalla var haldinn hátíðlegur fimmtudagskvöldið 10. október sl. þar sem íbúar, aðstandendur og starfsfólk áttu notalega kvöldstund saman. Guðrún Árný Karlsdóttir sá um veislustjórn og söng hún með sinni einstöku rödd og spilaði á píanó ásamt því að segja gestum skemmtilegar sögur. Ræðumaður kvöldsins var Sigurður Grétar prestur og fór hann ekki bara með gamanmál heldur söng hann líka dúett með Guðrúnu Árný og svo var slegið í tríó þegar Bragi Fannar harmonikkuleikari mætti á svæðið. Boðið var upp á þjóðarrétt Hrafnistu en það eru kótilettur í raspi með öllu tilheyrandi og í eftirrétt var súkkulaðimús. Bragi Fannar harmonikkuleikarinn ungi og efnilegi endaði kvöldið með því að þenja nikkuna með fögrum hljómum.

 

Lesa meira...

Bleiki dagurinn á Hrafnistuheimilunum föstudaginn 11. október

Lesa meira...

Í dag föstudaginn 11. október er Bleiki dagurinn í hávegum hafður líkt og undanfarin ár á öllum Hrafnistuheimilunum. Búið er að færa heimilin í bleikan búning með því að skreyta með ýmsu bleiku og var heimilisfólk og starfsfólk hvatt til að taka þátt og klæðast einhverju bleiku í dag.

Á Hrafnistu Ísafold í Garðabæ var starfsfólki boðið upp á dekur í tilefni dagsins og Helga Björk Jónsdóttir djákni á Ísafold lét eftirfarandi orð falla eftir daginn:

„Yndislegt að mæta til vinnu í morgun og vera leidd beint í dekur og fá að byrja bleika daginn á paraffín vaxi fyrir hendur og heitum bakstri á axlir. Dekur er eitthvað sem við konur getum fært hver annari til þess að sýna væntumþykju og stuðning. Þennan október erum við minntar á að við erum aldrei einar og að við stöndum saman. Á Ísafold var dekrað án afláts í dag.“
#bleikuroktóber #djáknastarfið #bleikurkragi #fyrirþærsembörðust #aldreiein

 

Meðfylgjandi eru myndir sem starfsfólk hefur tekið hér og þar á Hrafnistuheimilunum okkar í Laugarási og Skógarbæ í Reykjavík, í Hafnarfirði, Kópavogi, Garðabæ og Reykjanesbæ í dag.

 

Lesa meira...

Texti við mynd af Sigurgeir Sigurðssyni fyrrverandi biskup Íslands afhjúpaður á Hrafnistu Laugarási

Lesa meira...

Í tilefni 25. Sjómannadagsins 3. júní 1962 afhenti þáverandi formaður Sjómannadagsráðs, Pétur Sigurðsson, Hrafnistu málverk af hr. Sigurgeiri Sigurðssyni biskup Íslands. Pétur sagði við athöfnina að Sigurgeir biskup „hafi ætíð verið reiðubúinn til að rétta Sjómannadeginum hjálparhönd“.

Myndina gerði Magnús Á. Árnason listmálari árið 1962 en hún er af athöfn sem fram fór á Melavellinum, Sjómannadaginn 8. júní 1941. Þar minntist Biskup 121 sjómanna sem fórust á tímabilinu frá Sjómannadeginum 2. júní 1940 til þessa Sjómannadags árið 1941. Sagt var við minningarathöfnina „að lengi verði í minnum haft hér á landi hin geigvænlegu sjóslys á tímabili milli þessarar tveggja sjómannadagar“. Aldrei hafa fleiri sjómenn farist á milli Sjómannadaga.

Í gær fór fram á Hrafnistu Laugarási í Reykjavík athöfn þar sem þessi texti var afhjúpaður við myndina.

Við athöfnina voru viðstaddir Guðmundur Hallvarðsson fyrrverandi stjórnarformaður Sjómannadagsráðs, Hálfdan Henrysson núverandi stjórnarformaður Sjómannadagsráðs, Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Laugarási og Kjartan Sigurðsson afkomandi sr. Sigurgeirs.

 

Lesa meira...

Síða 9 af 123

Til baka takki