Fréttasafn

Kolbrún Kjartansdóttir 20 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Reykjavík

F.v. Pétur, Kolbrún og Sigrún.

Kolbrún Kjartansdóttir, hjúkrunarritari á Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað í 20 ár á Hrafnistu.

Eftir öll þessi ár í starfi á Hrafnistu heldur Kolla á vit nýrra ævintýra þar sem hún hefur nú látið af störfum og ætlar að njóta alls þess besta sem efri árin hafa upp á að bjóða. Í tilefni af þessum tímamótum var blásið til veislu í gær og Kolla kvödd með pompi og prakt. Stjórnendur Hrafnistu óska Kollu til hamingju með áfangann og þakka fyrir tryggð og góð störf í þágu Hrafnistu. Starfsfólk Hrafnistu óskar Kollu velfarnaðar um ókomna tíð, með innilegu þakklæti fyrir góð kynni og gott samstarf á Hrafnistu í gegnum tíðina.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Kolbrún og Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík.

 

Lesa meira...

Tilkynning um læknaþjónustu - breytt skipulag.

 

Kæri íbúi og aðstandandi,

 

Frá og með 1. september 2017, mun Heilsuvernd taka við læknisþjónustu Hrafnistuheimilanna á höfuðborgarsvæðinu eins og hefur verið á Hrafnistu í Garðabæ – Ísafold í nokkur ár.

Heilsuvernd hefur undanfarin ár sinnt þjónustu á hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu og býr að góðum hópi lækna sem hafa mikla reynslu af þjónustu við eldri borgara.

Ekki er gert ráð fyrir að breytt fyrirkomulag á læknisþjónustu Hrafnistu hafi áhrif á íbúa, fyrir utan að á sumum deildum heimilanna kemur inn nýr læknir. Aðrar deildir halda sömu læknum og áður. Læknar Heilsuverndar munu sinna viðveru á deildum heimila líkt og áður ásamt því að sinna bakvakt og koma í útköll ef þörf þykir, að mati hjúkrunarfræðings. Um helgar sinna læknar Heilsuverndar sólarhrings bakvaktarþjónustu fyrir Hrafnistuheimilin.

Heilbrigðissvið Hrafnistu mun halda utan um gæði og eftirlit í samstarfi við hjúkrunarfræðinga og lækna deildanna, líkt og áður.

Ef einhverjar áhyggjur eða spurningar vakna í þessu sambandi, vinsamlega ræðið við deildarstjóra viðkomandi deildar.

 

Fyrir hönd Hrafnistu,

María Fjóla Harðardóttir

Framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistu

 

Lesa meira...

Inngangur á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnan megin (B-álma) lokaður vegna framkvæmda

Frá og með miðvikudeginum 23. ágúst verður inngangur á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnan meginn (B-álma) lokaður vegna framkvæmda. Þessi lokun varir næstu vikurnar.

Þetta er gert til að tryggja öryggi þeirra sem leið eiga um svæðið meðan á framkvæmdum stendur.

Íbúar, gestir og starfsmenn eru vinsamlega beðnir að fara um aðalinnganginn á meðan.

Við vonum að allir sýni þessu skilning og virði þessa lokun. Biðjumst jafnframt velvirðingar á þeim óþægindum sem hún kann að hafa í för með sér.

 

Lesa meira...

Bjarney Sigurðardóttir ráðin verkefnastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistuheimilanna

Bjarney Sigurðardóttir

Bjarney Sigurðardóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra heilbrigðissviðs Hrafnistuheimilanna.

Um er að ræða nýtt starf innan heilbrigðissviðs Hrafnistu.

Bjarney mun í samvinnu við framkvæmdastjóra heilbrigðissviðs bera ábyrgð á samræmingu og samþættingu á heilbrigðisþjónustu innan Hrafnistuheimilanna, ásamt innleiðingu og framkvæmd á samræmdri stefnu Hrafnistu. Hún mun einnig taka þátt í stefnumótun, markmiðasetningu og áætlanagerð sem snýr að Heilbrigðissviði Hrafnistu.

Eitt af mörgum verkefnum Bjarneyjar mun vera að taka við sem sýkingavarnastjóri Hrafnistuheimilanna af Þóru Geirsdóttur.

Bjarney er hjúkrunarfræðingur að mennt með áralanga reynslu af hjúkrun og stjórnun, bæði sem deildarstjóri og forstöðumaður. Hún hefur mikla reynslu af innleiðingu verkefna og eftirfylgni, rekstri, gæðastarfi og fleiru sem á eftir að efla heilbrigðissvið Hrafnistu í þjónustu við deildir og aðra starfsemi Hrafnistuheimilanna.

Bjarney mun hefja störf 1. september 2017.

 

Lesa meira...

Lilja Kristjánsdóttir ráðin deildarstjóri dagdvalarinnar á Hrafnistu í Kópavogi

Lilja Kristjánsdóttir

Lilja Kristjánsdóttir iðjuþjálfi hefur verið ráðin sem deildarstjóri dagdvalarinnar á Hrafnistu í Kópavogi frá 1. ágúst 2017. Hún útskrifaðist úr málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1996 og hefur starfað við myndlist lengst af. Hún hóf nám í iðjuþjálfunarfræðum við háskólann á Akureyri árið 2013 og útskrifaðist núna í vor. Auk myndlistarinnar hefur hún starfað á Grund dvalar- og hjúkrunarheimili við aðhlynningu og í dagþjálfuninni í Roðasölum. Hún vann í sumar á vinnustofu og í félagsstarfi Hrafnistu í Reykjavík.

Um leið og við bjóðum Lilju velkomna til starfa á Hrafnistu í Kópavogi er Hólmfríði Öldu Sigurjónsdóttur fráfarandi deildarstjóra dagdvalarinnar þakkað fyrir vel unnin störf, en hún hefur séð um rekstur og stjórnun dagdvalarinnar frá opnun hennar.

 

Lesa meira...

Sumargrill á Hrafnistu í Reykjavík

Í hádeginu í gær þann 3. ágúst var haldin útigrillveisla fyrir um 400 íbúa og starfsfólk Hrafnistu í Reykjavík. Snæddur var dýrindis grillmatur með öllu tilheyrandi meðlæti sem starfsfólk og íbúar nutu í blíðskapar veðri.

 

Lesa meira...

Síða 10 af 75

Til baka takki