Fréttasafn

Nýr aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar Hrafnistu Boðaþingi

Anna Björk Sigurjónsdóttir hefur verið ráðin aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar við Hrafnistu Boðaþingi. Anna Björk hefur starfað á Hrafnistu Hraunvangi frá árinu 2015 en hún hefur einnig starfað á Landspítala. Hún útskrifast í vor sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands og mun taka við starfi aðstoðardeildarstjóra Boðaþings þann 10. ágúst n.k.
 

Lionsklúbbur Hafnarfjarðar veitir deild sjúkraþjálfunar Hrafnistu Hraunvangi veglegar gjafir

Lesa meira...

 

Félagar í Lionsklúbbi Hafnarfjarðar hafa  undanfarin ár styrkt Hrafnistu Hraunvangi myndarlega með veglegum gjöfum, sérstaklega deild sjúkraþjálfunar.

Lionshreyfingin sinnir góðgerðarmálum af miklum metnaði og mikilvægt að kynna vel fyrir almenningi það mikilvæga starf sem þeir inna af hendi.

Þann 12. apríl s.l. afhentu þeir með formlegum hætti sjúkraþjálfun Hrafnistu Hraunvangi enn einn fjölþjálfa, en áður höfðu þessir heiðursmenn gefið  deildinni tvo sömu gerðar.

Þetta er ekki það eina sem Lionsklúbbur Hafnarfjarðar hefur gefið sjúkraþjálfun á  Hrafnistu Hraunvangi. Klúbburinn hefur að stórum hluta tækjavætt tækjasal deildarinnar og án þeirra mikilvæga stuðnings gæti starfsfólk hennar alls ekki veitt eins góða og uppbyggilega þjónustu  og raun ber vitni.

Auk fjölþjálfanna þriggja hafa þeir m.a. gefið laser, fullkominn meðferðarbekk, Sarítu, vinnustóla og hulsu á bjúgpumpu deildarinnar. Verðmæti allra þessara tækja  hleypur á milljónum.

Þessum heiðursmönnum eru færðar alúðarþakkir fyrir þeirra frábæra starf.

 

F.h. sjúkraþjálfunardeildar Hrafnistu Hraunvangi

Bryndís F. Guðmundsdóttir sjúkraþjálfari og deildarstjóri.

 

Lesa meira...

Nýr hjúkrunardeildarstjóri Miklatorgs-Engeyjar á Hrafnistu Laugarási

Lesa meira...

 

Margrét Malena Magnúsdóttir sem  gegnt hefur verkefnastjórastöðu á Engey - Viðey hefur verið ráðin hjúkrunardeildarstjóri á Miklatorgi – Engey frá 2. maí n.k.

Margrét útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur B.Sc árið 2010 frá HÍ. Hún lauk diplomanámi í öldrunarhjúkrun frá HÍ 2017 og diploma í opinberri stjórnsýslu fyrir stjórnendur í heilbrigðisþjónustu frá HÍ 2018. Hún hóf störf á Hrafnistu 2007 og hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur frá 2010.

 

Lesa meira...

Nýr deildarstjóri iðjuþjálfunar á Hrafnistu Laugarási

Lesa meira...

 

Inga Guðrún Sveinsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri iðjuþjálfunar á Hrafnistu Laugarási frá 1. júlí 2019. Hún útskrifaðist sem iðjuþjálfi frá Háskólanum á Akureyri 2012.

Inga hefur starfað sem iðjuþjálfi á Hrafnistu Laugarási ásamt því að hafa starfað í Hlíðarbæ dagþjálfun fyrir einstaklinga með heilabilun.

 

Lesa meira...

18. apríl 2019 - Frá Neyðarstjórn Hrafnistu. Smávægilegur bruni í Boðaþingi

Hrafnista Boðaþing.
Lesa meira...

Um kl. 7 í morgun kom upp boð um eld í brunavarnakerfi Hrafnistu Boðaþingi. Starfsmenn á næturvakt hjúkrunarheimilisins kölluðu strax til lögreglu og slökkvilið en töluverður reykur var í matsal Boðans, þjónustumiðstöðvar Kópavogsbæjar, sem sambyggð er við hjúkrunarheimilið. Starfsmenn slökktu eldinn strax sem kom út frá logandi kerti í borðskreytingu og húsnæðið var reykræst í kjölfarið.

Hvorki íbúar Hrafnistu né íbúar í nágrenninu voru í neinni hættu og skemmdir eru óverulegar.

Neyðarstjórn Hrafnistu þakkar starfsfólki snör og markviss viðbrögð, sem og lögreglu, slökkviliði og öryggisfyrirtæki sem tóku þátt í aðgerðum.

 

Fyrir hönd Neyðarstjórnar Hrafnistu,

Pétur Magnússon

Forstjóri Hrafnistuheimilanna.

 

Lesa meira...

Rebekka Ingadóttir 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

Pétur og Rebekka.
Lesa meira...

 

Rebekka Ingadóttir, hjúkrunardeildarstjóri Hrafnistu Boðaþingi, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Pétur, forstjóri Hrafnistu, afhenti Rebekku 10 ára starfafmælisgjöf á dögunum. 

 

 

Lesa meira...

Boguslawa Kocur 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Pétur, Auður Björk, Boguslawa og Sigrún.
Lesa meira...

Boguslawa Kocur, starfsmaður í ræstingu Hrafnistu Laugarási, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri:  Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Auður Björk Bragadóttir ræstingarstjóri Boguslawa og Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu Laugarási.

 

Lesa meira...

Föstudagsmolar 12. apríl 2019 - Gestaskrifari er Sigurður Ágúst Sigurðsson, forstjóri Happdrættis D.A.S.

Lesa meira...

Gleðilegt sumar

Fleiri vinningar og hærri upphæðir en nokkru sinni fyrr.

 

Áramótin framundan í Happdrætti DAS.

Nýtt happdrættisár byrjar í maí og er fyrsti útdrátturinn þriðjudaginn 14. maí n.k.            

Vinningaskráin verður enn glæsilegri að þessu sinni.

6 aðalvinningar, hver að upphæð 30 milljónir verða dregnar út á árinu á tvöfaldan miða. Auk þess verða 5 aðalvinningar á 8 milljónir hver og 41 aðalvinningur á 4 milljónir hver m.v. tvöfaldan miða. Heildarverðmæti vinninga verður rúmur 1,3 milljarður. Heildarfjöldi vinninga verður 51.576 en aðeins 80.000 miðanúmer eru í hverjum útdrætti.

 

Miðaverð hækkar um 200 kr. á mánuði

Einfaldur miði kostar 1.700 kr. og tvöfaldur 3.400 kr. Hátt í 50% af hverjum seldum miða fer í vinninga. Aðeins eitt happdrætti er með hærri vinningshlutfall en það dregur einu sinni í mánuði á meðan Happdrætti DAS dregur vikulega. Það þýðir 4 sinnum meiri möguleika á að hljóta aðalvinning í Happdrætti DAS. Vinningshlutfallið segir ekki allt.

 

Happdrætti DAS 65 ára.

Frá því Happdrætti DAS var stofnað 1954 hafa orðið gríðarlegar breytingar í þjóðfélaginu.

Í stuttu máli þá er happdrættið búið að fara úr svart/hvítu umhverfi í lit.                                  

Fyrstu auglýsingar voru í svart/hvítu, öll vinna var handunnin, útdrættir (mánaðarlegir) tóku 3 klukkustundir í senn, vinningar þurftu að vera bifreiðar, búvélar, búpeningur (hestar), bátar og farseðlar til ferðalaga. Sala miða fór fram í um 90 umboðum víðsvegar um landið og voru staðgreiddir. Í aðalumboðinu var fjöldi starfsmanna 12 manns og þannig var það í 30 ára sögu happdrættisins.

Happdrætti DAS var fyrsta happdrættið með auglýsingar í lit.  Tölvur teknar í notkun, útdrættir (vikulega) taka nú 15 mín. í senn, vinningar eru greiddir í peningum eða lagðir inn á bankareikninga vinningshafa, samskiptamiðlar (netið) hóf innreið sína og miðar til sölu á heimasíðu happdrættisins. Happdrætti DAS var fyrst happdrætta til að bjóða miðaeigendum að greiða með kreditkorti. Erlend viðskipti hófust með sölu happdrættismiða til Færeyja 1995. Umboðum hefur fækkað um 50% og nú starfa aðeins 4 í aðalumboðinu.

Frá því Happdrætti DAS var stofnað 1954 hafa aðalstöðvar þess ávallt verið í miðbænum. Fyrst í skúr við Austurstræti, þaðan flutt í Morgunblaðshúsið í Aðalstræti og 1986 fluttist starfsemin í Tjarnargötu 10.                                                  Hugmyndir voru uppi um að flytja happdrættið úr miðbænum en fallið var frá því og ákveðið að gera endurbætur á afgreiðslu og skrifstofu aðalumboðsins. Þeirri vinnu lauk fyrir ári. Staðsetning aðalumboðsins er á einum mest áberandi stað í miðbænum og mun styrkjast enn frekar þegar Alþingi verður búið að reisa skrifstofubyggingu á horninu. Áætlað er að sú bygging verði komin í gagnið 2021.

Þrátt fyrir þær gríðarlegu þjóðfélagslegu breytingar sem orðið hafa á þessum 65 árum hefur Happdrætti DAS náð að halda hlut sínum og gott betur. Sigldum lignan sjó í gegnum kreppuna eftir 4 góð ár þar á undan.                                        Góður gangur hefur verið í miðasölu á síðasta ári er farið var í að selja miða í gegnum síma. Þessi góði árangur mun efla Happdrætti DAS í að vera áfram sem hingað til mikilvægur fjárhagslegur bakhjarl við uppbyggingu á Hrafnistuheimilunum.                                               

Framundan er að taka í notkun þjónustukjarna við Sléttuveg. Framkvæmd upp á hundruði milljóna. Þar kemur stuðningur frá Happdrætti DAS sér vel. Öll höfum við og munum áfram njóta góðs af þessum árangri með einum eða öðrum hætti.

Stöndum saman og hvetjum fólk til að kaupa miða. Um leið og góðu málefni er lagt lið er von á góðum vinningum.

Fyrir hönd Happdrættis D.A.S. og starfsfólks óskum við starfsfólki Hrafnistu í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi, Reykjanesbæ, Garðabæ og nú Skógarbæ gleðilegs sumars.

 

Sigurður Ágúst Sigurðsson,

Forstjóri Happdrættis D.A.S.

 

Lesa meira...

Hulda Jóhannesdóttir 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Pétur, Hulda. Dagný og Sigrún.
Lesa meira...

 

Hulda Jóhannesdóttir, hjúkrunarfræðingur á Sólteig og Mánateig Hrafnistu Laugarási, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri:  Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Hulda, Dagný Jónsdóttir deildarstjóri á Sól- og Mánateig og Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu Laugarási. Myndin er tekin þegar Hulda fékk afhenta starfsafmælisgjöf samkvæmt starfsafmæliskerfi Hrafnistu.

 

 

Lesa meira...

Síða 9 af 112

Til baka takki