Fréttasafn

Öskudagurinn á Hrafnistuheimilunum

Lesa meira...

 

Það er mikið um dýrðir á Hrafnistuheimilunum í dag, eins og jafnan er á þessum degi þegar íbúar og starfsfólk gera sér glaðan dag og klæða sig upp í alls konar hatta og búninga.

 

Meðfylgjandi eru myndir sem teknar hafa verið í dag. 

Lesa meira...

Bolludagurinn á Hrafnistuheimilunum

Lesa meira...

Í morgunblaðinu í dag má finna skemmtilega umfjöllun um bolludaginn á Hrafnistu í Reykjavík.

 

Heimilisfólk á Hrafnistu fékk sér bollur með kaffinu

Það var í nógu að snúast í eldhúsinu á Hrafnistu í gærmorgun en þar voru bakaðar rúmlega þrjú þúsund vatnsdeigsbollur fyrir bolludaginn í gær. Virtust allir njóta veitinganna þegar blaðamaður leit inn á Hrafnistu við Brúnaveg í Reykjavík. Kristín Guðrún Sigurðardóttir, Anna Regína Pálsdóttir og Inga Jóhannesdóttir sátu saman í kaffistofunni en sú síðastnefnda varð 100 ára í fyrra. Anna sagðist aðspurð muna vel eftir bolludeginum sem barn. „Þá var maður með bolluvönd og flengdi alla á bolludagsmorgun áður en maður fór í skólann,“ segir hún og hlær. „Maður flýtti sér á morgnana að vekja pabba og mömmu til þess að fá bollu,“ bætir Kristín við. „Þá voru vatnsdeigsbollur ekki komnar, það voru bara bakaðar gerbollur.“

„Þetta er mjög gott með kaffinu, allur viðurgjörningur er mjög góður,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, sem sat á næsta borði, spurður hvernig honum líkuðu bollurnar með kaffinu. Hann segist hafa borðað mikið af bollum í æsku og muni vel eftir bollunum sem voru bakaðar heima. 

 

Meðfylgjandi eru einnig myndir frá bolludeginum á heimilinum okkar í Reykjanesbæ - Nesvöllum og Hlévangi.

Lesa meira...

Borgarstjóri heimsótti Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

 

Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson, var í hverfaheimsókn í hverfi Laugardals í gær, miðvikudaginn 7. febrúar. Hann kíkti við á Hrafnistu í Laugarásnum og fékk sér kaffibolla með íbúum þar sem borgarmál og heimsmálin voru rædd.

Með borgarstjóra í för var Heiðar Ingi Sveinsson, formaður Hverfisráðs Laugardals.

Við þökkum þeim félögum kærlega fyrir innlitið en meðfylgjandi myndir voru teknar í heimsókninni í gær.

 

Lesa meira...

Þorrablót Hrafnistu í Hafnarfirði föstudaginn 2. febrúar

Lesa meira...

 

Þorrablót Hrafnistu í Hafnarfirði var haldið föstudagskvöldið 2. febrúar s.l. Blótið tókst í alla staði mjög vel og skemmtu gestir sér konunglega. Hrafnistukokkarnir mættu á svæðið með full trog af þorramat svo allir fengu nóg að borða og drekka. Með hákarlinum var svo að sjálfsögðu boðið uppá Brennivín fyrir þá sem vildu. Dagskrá kvöldsins var hefðbundin og tókst með eindæmum vel.
Veislustjóri kvöldsins var Hera Björk og Böðvar Magnússon spilaði undir borðhaldi og í fjöldasöng með Heru Björk. 
Sigurður Garðarsson, framkvæmdastjóri Naustavarar fór með minni kvenna og Hera Björk fór með minni karla. Hálfdan Henrysson, stjórnarformaður Sjómannadagssráðs var ræðumaður kvöldsins og hjómsveit Ingvars Hólmgeirs ásamt söngvurunum Valda og Rúnu spiluðu undir dansi fram eftir kvöldi.
Til að svona stór skemmtun geti orðið að veruleika leggjast allir á eitt til að skemmtunin lukkist sem best og viljum við þakka öllum sem lögðu hönd á plóg kærlega fyrir góða samvinnu.

 

Lesa meira...

Þorrablót Hrafnistu í Kópavogi föstudaginn 2. febrúar

Lesa meira...

Föstudaginn 2. febrúar sl.  var Þorrablót haldið á Hrafnistu Kópavogi.

Á meðan á borðhaldi stóð sungu og spiluðu Hjördís Geirsdóttir og Sveinn Sigurjónsson íslensk þorralög í bland við gömul lög sem allir gátu sungið með.

Matnum skoluðum við niður með íslensku brennivíni og malti og appelsíni. Pétur Magnússon forstjóri mætti í þjóðbúningnum sínum, sem er sérsaumaður á hann, og gladdi það íbúa Hrafnistu Kópavogi að sjá hann í háum sokkum og með skotthúfu.

 

Lesa meira...

Pétur Magnússon 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Pétur og Hálfdan.
Lesa meira...

 

 

Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistuheimilanna, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum honum til hamingju með áfangann er honum þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hann hefur sýnt heimilinu.

 

Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Hálfdan Henrysson, stjórnarformaður Sjómannadagsráðs, afhenti Pétri gjöf í tilefni af 10 ára starfsafmælinu.  

 

 

Lesa meira...

Síða 9 af 78

Til baka takki