Fréttasafn

Alli Rúts færir Hrafnistu ævisögu sína

Pétur og Allir Rúts.
Lesa meira...

 

Flestir hafa heyrt talað um Alla Rúts, siglfirska braskaran, skemmtikraftinn og prakkaran en eftir honum var meðal annars hin fræga bílasala „Bílasala Alla Rúts“ einmitt nefnd svo dæmi séu tekin.

Á dögunum færði hann Hrafnistuheimilunum nokkur eintök af ævisögu sinni sem Helgi Sigurðsson sagnfræðingur og dýralæknir tók saman en Alli Rúts hefur síðustu ár rekið hótel og veitingastað í Mosfellsbæ.

Eru Alla Rúts færðar kærar þakkir fyrir gjöfina.

 

Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Alli Rúts færði Pétri Magnússyni forstjóra Hrafnistuheimilanna eintök af ævisögu sinni.

Lesa meira...

Myndir frá þorrablóti Hrafnistu Boðaþingi

Lesa meira...

 

Íbúar, gestir og starfsfólk í Boðaþingi blótuðu þorra á bóndadaginn sl. föstudag að fornum sið. Dagurinn byrjaði á því að tveir íbúar á Hrafnistu í Boðaþingi fóru í heimsókn á leikskólann Austurkór, þar sem þeir fræddu börnin um gamla tíma. Það sem börnunum fannst merkilegast var að þeir skyldu ekki hafa getað farið í bíó og það hafi ekki verið hægt að ýta á takka til að kveikja ljós. Þetta var frábær heimsókn þar sem mikil vinátta myndaðist þó aldursmunurinn væri þó nokkur.

Í hádeginu mætti Svenni með harmonikkuna og fór á milli deilda ásamt Pétri forstjóra og fríðu föruneyti. Hópurinn tók lagið yfir borðhaldinu sem var með hefðbundnu sniði. Íbúar og gestir tóku vel undir og skemmtu sér vel.

 

Lesa meira...

Myndir frá þorrablóti Hrafnistu Laugarási

Lesa meira...

 

Þorrablót Hrafnistu Laugarási var haldið á bóndadaginn, föstudaginn 25.janúar sl., við mikinn fjölda íbúa og þeirra gesta. Þorrablótið hófst kl. 17:00 þar sem veislustjóri kvöldsins Guðrún Árný Karlsdóttir hélt uppi stuðinu með söng og gamni. Minni kvenna var í höndum Oddgeirs Reynissonar framkvæmdarstjóra rekstrarsviðs og minni karla tók Guðrún Árný að sér. Eftir skemmtunina gæddu allir sér  á gómsætum þorramat og Bragi Fannar harmonikkuleikari spilaði undir borðhaldi. Skemmtuninni var sjónvarpað á Hrafnisturásinni svo þeir íbúar sem treystu sér ekki til að koma í Skálafell gátu fylgst með í setustofum ásamt því að borða þorramat á deildum.

Morgunblaðið var með skemmtilega umfjöllun um þorrablótið inn á mbl.is 

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/01/25/thorranum_fagnad_med_thjodlegum_rettum/?fbclid=IwAR1VtrJDOfSvHmusumwQyoPG4gEMQIV4Od76UPe_FakK7abkxuyUDzM7wjk

 

Mjög vel heppnað og ánægjulegt kvöld á Hrafnistu eins og myndir sýna.

 

Lesa meira...

Stórtónleikar á Hrafnistu Laugarási og Þjóðminjasafninu afhent eintak af merkilegri hópmynd

Lesa meira...

Fullt var út að dyrum í Skálafell á Hrafnistu Laugarási þegar baritónsöngvarinn Bergþór Pálsson og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikar héldu stórtónleika þar í gær við mikinn fögnuð viðstaddra.

Fyrir tónleikana fór fram afhending á merkilegri hópmynd sem tekin var sl. sumar á Hrafnistu Laugarási en þar átti sér stað einstakur viðburður í Íslandssögunni þann 19. júlí 2018 þegar Afmælisnefnd aldarafmælis fullveldis Íslands og Hrafnista buðu öllum Íslendingum, fæddum 1918 og fyrr, til hátíðarsamkomu í tilefni aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. 64 einstaklingar, búsettir um land allt, fengu boð í veisluna. Úr þessum hópi „fullveldisbarna“ mættu 22 einstaklingar til leiks ásamt gestum sínum og íbúum á Hrafnistu íLaugarási þar sem hátíðarsamkoman fór fram. Þetta er í fyrsta skipti í sögu þjóðarinnar þar sem öllum Íslendingum 100 ára og eldri hefur verið boðið sérstaklega að vera á sama stað á sama tíma. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson ávarpaði samkomuna og listamenn skemmtu gestum í anda fullveldisársins 1918. Í veislunni var meðal annars boðið upp á fullveldisköku sem Landssamband bakarameistara setti saman en hún var byggð á vinsælum uppskriftum frá 1918.

Margrét Hallgrímsdóttir Þjóminjavörður veitti myndinni viðtöku og Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir framkvæmdastjóri mætti fyrir hönd afmælisnefndar þar sem Hrafnista og afmælisnefndin afhentu Þjóðminjasafninu eintak af þessari merkilegu mynd.

 

Lesa meira...

Myndir frá þorrablóti Hrafnistu Ísafold

Lesa meira...

 

Þorrablót Hrafnistu Ísafoldar og dagdvalar Garðabæjar fór fram á bóndadaginn 25. janúar sl. Þrátt fyrir að hafa ekki fylgt þeim forna sið að karlmenn færu fyrstir á fætur allra manna á heimilinu á bóndadaginn, færu úr að ofan, væru bæði berlæraðir og berfættir, færu í aðra skálmina og létu hina lafa, drægu hana á eftir sér á öðrum fæti, gengu svo til dyra, luku upp bæjarhurðinni, hoppuðu á öðrum fæti í kringum bæinn dragandi eftir sér brókina á hinum og buðu þorra velkomin í garð eða til húsa, varð blótið hin besta skemmtun. Borðin svignuðu af kræsingum, salurinn var fallega skreyttur og starfsmenn gengu um beina í fallegum þjóðbúningasvuntum. Kartín Halldóra Sigurðardóttir söng- og leikkona flutti helstu lög Ellýjar Vilhjálmsdóttur við mikinn fögnuð viðstaddra. Minni karla og minni kvenna var flutt og allir karlmenn fengu blóm. Um 120 manns mættu í blótið þannig að það var þétt setinn bekkurinn. Þúsund þakkir til allra sem að þessum fallega degi stóðu.

 

Lesa meira...

Ásgerður Tryggvadóttir 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Pétur, Eygló, Ásgerður og Sigrún.
Lesa meira...

 

Ásgerður Tryggvadóttir, hjúkrunarfrærðingur á Lækjartorgi Hrafnistu Laugarási, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Eygló Tómasdóttir deildarstjóri á Lækjartorgi, Ásgerður og Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu Laugarási. 

 

 

Lesa meira...

Síða 7 af 105

Til baka takki