Fréttasafn

Nýr yfirmaður eldhúsa Hrafnistuheimilanna

Ólafur Haukur Magnússon
Lesa meira...

Nú um mánaðarmótin urðu þær breytingar í yfirstjórn eldúsa Hrafnistuheimilanna að Ólafur Haukur Magnússon tekur við stjórnartaumunum af Magnúsi Margeirssyni.

Ólafur Haukur hefur starfað sem staðgengill yfirmanns eldhúsa frá apríl 2016 en hann hefur verið viðloðandi eldhús Hrafnistuheimilanna allt frá árinu 1996.

Ólafur Haukur lauk meistaraprófi í matreiðslu frá Menntaskólanum í Kópavogi nú í vor og útskrifaðist sem matreiðslumaður 2005.  Hann hefur víðtæka reynslu frá veitingastöðum bæði hérlendis og erlendis.

Við óskum Ólafi Hauki velfarnaðar í nýju ábyrgðarhlutverki innan Hrafnistu.

Magnús hefur starfað í eldhúsum Hrafnistu í 40 ár og lengst af sem yfirmaður eldhúsa Hrafnistu.  Magnús hefur mótað og þróað matarþjónustu Hrafnistuheimilanna í gegnum árin og unnið ötullega að þessum mikilvæga þætti í þjónustu Hrafnistu.  Á þessum árum hefur margt breyst og umfang í þjónustu Hrafnistuheimilanna vaxið umtalsvert.  Magnús skilar góðu búi til nýs yfirmanns eldhúsa Hrafnistu.

Magnús um starfa áfram í eldhúsinu á Hrafnistu í Reykjavík sem matreiðslumaður í 49 % starfi.

 

Lesa meira...

Kartöflur settar niður á Hrafnistu í Kópavogi í dag

Lesa meira...

Þrátt fyrir kulda voru settar niður kartöflur í Boðaþinginu í dag. Það kom í ljós að nær allir höfðu verið með kartöflugarða á árum áður og kunnu þau því vel handtökin. Mikið var hlegið og skrafað og í lokin fengum við okkur að sjálfsögðu heitan sopa með smá súkkulaði, ánægð með verkið.

 

Lesa meira...

Nemendur úr tónlistarskóla Hafnarfjarðar í heimsókn á Hrafnistu

Lesa meira...

Krakkarnir í tónlistarskóla Hafnarfjarðar komu til okkar á Hrafnistu í Hafnarfirði á dögunum ásamt kennurum sínum. Þau spiluðu fyrir okkur á gítar, ukulele og þverflautu og var það ótrúlega flott hjá þeim. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna.

Hægt er að hlýða á hljóðfæraleikinn hjá krökkunum með því að smella á linkana hér fyrir neðan:

https://www.facebook.com/handverksheimili/videos/2020147204915822/

https://www.facebook.com/handverksheimili/videos/2020147294915813/

https://www.facebook.com/handverksheimili/videos/2020147091582500/

 

Lesa meira...

Léttir föstudagar í salnum Hrafnistu Nesvöllum Reykjanesbæ

Lesa meira...

Föstudagar eru léttir föstudagar í salnum á Hrafnistu Nesvöllum. Síðasta föstudag kom Garðar Sigurðsson í heimsókn og sagði frá upphafi björgunarsveitarinnar Stakks á einstaklega skemmtilegan hátt. Hann sýndi einnig gamlar myndir úr Reykjanesbæ, sagði gamansögur og skemmtileg ljóð. Að lokum var boðið upp á dýrindis rjómatertu með kaffinu.

 

Lesa meira...

Kristín Hrund Andrésdóttir 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Pétur, Kristín Hrund, Valgerður, Anna María og Sigrún.
Lesa meira...

 

Kristín Hrund Andrésdóttir, starfsmaður í aðhlynningu á Miklatorgi Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Kristín Hrund, Valgerður Guðbjörnsdóttir deildarstjóri á Miklatorgi, Anna María Bjarnadóttir aðstoðardeildarstjóri og Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík.

 

 

Lesa meira...

Síða 7 af 85

Til baka takki