Leit

svæði efst í haus hægra megin

 Hrafnista á Workplace FacebookHrafnista á Facebook

 

 
 

Topp slide - reykjavik

b_250_250_16777215_00_images_hrafnistareykjavik_hrafnista-reykjavik.jpeg

Hrafnista í Reykjavík tók til starfa árið 1957 og er næst stærsta öldrunarheimili landsins. Á heimilinu búa 210 heimilismenn á heimili og á hjúkrunardeildum. Á heimilinu getur fólk valið á milli hvíldar- og endurhæfingarinnlagnar og dagendurhæfingar sem er liður í að viðhalda lífsgæðum einstaklinga sem og stuðningur við aðstandendur aldraðra í heimahúsum.

Á lóð heimilisins er að finna 26 raðhús við Jökulgrunn og 39 íbúðir í fjölbýlishúsi við Kleppsveg. Íbúar í þessu húsnæði, sem er í einkaeigu, geta sótt ýmsa þjónustu til Hrafnistu og eru með neyðarhnappa tengda heimilinu. Við Brúnaveg eru leiguíbúðir í eigu Naustavarar.
Sérstök eining fyrir minnisskerta heimilismenn er á Hrafnistu í Reykjavík. Að auki eru í Reykjavík 5 rými fyrir heyrnarlausa eða heyrnarskerta heimilismenn, sem nota táknmál við tjáskipti.

Hugmyndafræði

Fullyrða má að Hrafnistuheimilin hafi breytt kjörum og lífsviðhorfum aldraðra í þjóðfélaginu og stuðlað að ánægjulegu ævikvöldi þeirra. Með hækkandi lífaldri og fjölgun aldraðra í þjóðfélaginu er mikilvægt að efla þjónustu Hrafnistu enn frekar. Enda er eitt af aðalmarkmiðum Hrafnistu að vera leiðandi aðili í þjónustu og umönnun aldraðra. Hrafnista hefur markvisst verið að byggja upp sem flesta þætti er lúta að þarfa- og þjónustustigi aldraðra. Lífsgæði þeirra eru í öndvegi og jákvæðni, ánægja og alúð eru atriði sem stjórnendur og starfsmenn vilja að einkenni þeirra þjónustu.

Aðstaðan

Mikil áhersla er lögð á að skapa heimilislegar aðstæður á Hrafnistu í Reykjavík og er það m.a. gert með því að opna sameiginleg rými fyrir heimilismönnum og aðstandendum allan daginn.

Kaffihús

Eins og frægt er orðið var opnað kaffihús á Hrafnistu árið 2012 með mikilli viðhöfn. Með breytingunni var skapað hlýlegt bókakaffisumhverfi í sambland við hefðbundinn matsal sem þjónar bæði heimilisfólki, starfsfólki og gestum Hrafnistu.

Kaffihúsið, sem fékk nafnið Skálafell, er opið til kl 19.00 á kvöldin. Þar er hægt að kaupa kaffidrykki og meðlæti eins og pönnukökur með rjóma og súkkulaðiköku. Heimilismönnum gefst þar tækifæri til að sækja kaffihús og bjóða vinum og ættingjum með sér. Líkt og á flestum kaffihúsum landsins er mögulegt að fá sér þar léttvín eða bjór.

Verkstjóri í Skálafelli og yfirmaður kaffihússins er Sigrún Kjærnested This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. sími 693 9535.

 

Frá opnun kaffihúss á Hrafnistu í Reykjavík

b_250_157_16777215_00_images_myndasafn_opnun-skalafells.jpeg Skoða myndaalbúm

 

Til baka takki

Fótur - rvk

Hrafnista Reykjavík ~ 640169-7539 ~ Aðalsími 585 9500 ~ Fax 585 9509 ~ Laugarási ~ 104 Reykjavik ~ hrafnista@hrafnista.is

Banners neðst á forsíðu 1

Happdrætti DAS 

 

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur