Fréttasafn

Hrafnista Reykjanesbæ gerir samning við sameinað sveitarfélag Sandgerðis og Garðs um matarsölu til eldri borgara

Lesa meira...

 

Þann 12. nóvember sl. gerði eldhús Hrafnistu í Reykjanesbæ samning við  sameinað sveitarfélag Sandgerðis og Garðs um matarsölu  til eldri borgara í sveitarfélaginu alla virka daga. Er þetta viðbót að meðaltali upp á 30 matarskammta. Sveitarfélagið sér sjálft um að skammta á bakka og um alla útkeyrslu. Við í Reykjanesbæ fögnum þessari samvinnu við nágrannasveitarfélagið.

 

 

Lesa meira...

Heilsunuddari hefur störf á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Sigmar Svanhólm Magnússon, heilsunuddari, hefur hafið störf á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hann útskrifaðist sem heilsunuddari frá Fjölbrautarskólanum við Ármúla árið 2015. Sigmar býður m.a. upp á svæðanudd og þrýstipunktanudd en þau meðferðarform eru einkar áhrifarík sem verkjameðferðir til að losa um spennur og bólgur í líkamanum.

Sigmar er með aðstöðu í sjúkraþjálfun Hrafnistu í Hafnarfirði og viðvera hans er á miðvikudögum kl. 14:00-19:30.

Boðið er upp á tvennar tímalengdir: 30 og 60 mínútur.

Tímapantanir eru í síma 862-0397.

 

 

Lesa meira...

Perlað af Krafti á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Í dag var Perlað af krafti á Hrafnistu í Hafnarfirði til stuðnings Krafti, félags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein. Armböndin eru eingöngu framleidd af sjálfboðaliðum og ágóði af sölu armbandanna rennur beint til Krafts sem aðstoðar og styður ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. 

Heilmikil framleiðsla af armböndum fór fram hjá íbúum og starfsfólki í dag sem áttu virkilega skemmtilega samverustund á meðan þau lögðu sína vinnu á vogaskálarnir til styrktar Krafti.

 

Lesa meira...

Jensína Andrésdóttir fagnar 109 ára afmæli sínu á Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

Þann 10. nóvember sl. fagnaði Jensína Andrésdóttir íbúi á Hrafnistu í Reykjavík, 109 ára afmæli sínu. Hún er jafnframt elsti núlifandi Íslendingurinn og fimmti Íslendingurinn í sögunni sem nær þessum aldri. Pétur Magnússon forstjóri og Anna María Bjarnadóttir aðstoðardeildarstjóri á Miklatorgi á Hrafnistu í Reykjavík, færðu Jensínu blómvönd frá Hrafnistu á afmælisdaginn í tilefni af þessum merku tímamótum.

 

Með því að smella á linkinn hér fyrir neðan má sjá skemmtilega frétt Stöðvar 2 frá afmælinu.

http://www.visir.is/k/100e4993-859a-4c8a-9f40-586157113cc9-1541877243070?fbclid=IwAR03JfwFjVAGt_jwWX9j65MuiY1TUWxhiUbGdr63F2DYdzSu-mZCI-Sb9Dw

 

Lesa meira...

Hrekkjavökuball á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Hrekkjavökuball var haldið á dögunum á Hrafnistu í Hafnarfirði. Salurinn var skreyttur í hrekkjavökustíl og boðið var upp á nammi. Fjöldi fólks mætti með hatta, höfuðskraut eða í búning og allir skemmtu sér vel eins og meðfylgjandi myndir sýna. 

 

Lesa meira...

Myndir frá vetrarhátíð Hrafnistu Reykjavík

Lesa meira...

 

Vetrarhátíð Hrafnistu í Reykjavík var haldin í gærkvöldi, fimmtudaginn 8. nóvember. Í gleðinni tóku þátt íbúar, aðstandendur og starfsmenn eða alls um 150 manns. Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistuheimilanna setti hátíðina og flutti ávarp og síðan tóku Svavar Knútur og Berta við veislustjórninni. Borinn var fram þjóðarréttur Hrafnistu lambakótilettur í raspi með öllu tilheyrandi, sem kokkar Hrafnistu reiddu fram af sinni alkunnu snilld. Undir borðhaldi lék Bragi Fannar og skemmtu allir sér hið besta á hátíðinni.

 

Meðfylgjandi myndir voru teknar á vetarhátíðinni í gærkvöldi. 

 

Lesa meira...

Sigrún Stefánsdóttir 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu

Sigrún og Pétur.
Lesa meira...

 

Sigrún Stefánsdóttir, forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Pétur Magnússon forstjóri afhenti Sigrúnu 15 ára starfsafmælisgjöf frá Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Síða 2 af 94

Til baka takki