Fréttasafn

Gjöf til Hrafnistu í Garðabæ - Ísafold

Lesa meira...

 

Hjónin Sigurður Þórðarson og Sigrún Andrésdóttir afhentu í dag Hrafnistu í Garðabæ-Ísafold gjöf fyrir hönd sonar síns, Snorra Sigurðssonar.

Um er að ræða veggpjöld af íslensku kúalitunum sem hengd verða inn á allar sex heimiliseiningarnar, Heiðmörk, Þórsmörk, Ásbyrgi, Snæfell, Dynjanda og Arnarstapa.

Við þökkum Snorra hjartanlega fyrir gjöfina sem mun án efa vekja lukku hjá íbúum og gestum Ísafoldar.

 

Lesa meira...

Myndir frá haustfagnaði Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Föstudaginn 12. október sl. var hin árlega Hausthátíð haldin á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar sem hátíðin var haldin á Bleikum degi var allt húsið skreytt í bleiku og hátíðargestir og starfsfólk hvatt til að koma í einhverju bleiku. Kokkar Hrafnistu sáu um að elda dýrindis máltíð fyrir gestina, Svavar Knútur og Berta sáu um veislustjórnina, Böðvar Magnússon spilaði undir borðhaldi og DAS bandið spilaði á dansiballinu í lokin. Það er óhætt að segja að dagurinn hafi lukkast aldeilis vel.

Meðfylgjandi eru myndir frá haustfagnaðinum.

 

Lesa meira...

Sigríður Þ. Ingólfsdóttir 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Pétur, Sigrún, Sigríður og Sigurbjörg.
Lesa meira...

 

Sigríður Þ. Ingólfsdóttir, starfsmaður í iðjuþjálfun á Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík, Sigríður og Sigurbjörg Hannesdóttir deildarstjóri iðjuþjálfunar  Hrafnistu í Reykjavík.

 

 

Lesa meira...

Bleiki dagurinn á Hrafnistuheimilunum föstudaginn 12. október

Lesa meira...

 

Í dag föstudaginn 12. október höldum við, á öllum Hrafnistuheimilunum, Bleika daginn hátíðlegann líkt og undanfarin ár. Búið er að færa heimilin í bleikan búning með því að skreyta með ýmsu bleiku og er heimilisfólk og starfsfólk hvatt til að taka þátt og klæðast einhverju bleiku í dag.

Meðfylgjandi eru myndir sem starfsfólk hefur tekið hér og þar á Hrafnistuheimilunum okkar í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi, Garðabæ og Reykjanesbæ í dag.

 

Lesa meira...

Nýr deildarstjóri dagdvalar Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Alma Ýr Þorbergsdóttur hefur verið ráðin sem deildarstjóri yfir dagdvöl Hrafnistu í Hafnarfrði og tekur við starfinu 1. janúar n.k. en þá lætur Halldóra Hinriksdóttir af störfum sem deildarstjóri eftir farsælt starf.

Alma er menntaður sjúkraliði og félagsliði, hún hefur starfað á Hrafnistu s.l. 10 ár. Þar að auki hefur hún gengt formannsstöðu í starfsmannafélaginu síðustu ár.

 

Lesa meira...

Nýr framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Hrafnistuheimilanna

Lesa meira...

Nýr framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Hrafnistuheimilanna

Oddgeir Reynisson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Hrafnistuheimilanna. Með skipulagsbreytingu sem varð á skipuriti Hrafnistu þann 1. október s.l. er rekstrarsvið eitt þriggja stoðsviða í starfsemi Hrafnistu en hin tvö sviðin eru heilbrigðissvið og fjármálasvið.

Oddgeir er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hann hefur víðtæka reynslu úr íslensku atvinnulífi en hann hefur meðal annars starfað fyrir Flögu/Medcare og sem fjármálastjóri Nesskipa. Hann var rekstrarstjóri hjá Nova á árunum 2007-2015 og síðan þá hefur hann verið útibússtjóri Arion banka í Fjallabyggð.

 

Lesa meira...

Nýr fjármálastjóri Hrafnistu og Sjómannadagsráðs

Lesa meira...

Nýr fjármálastjóri Hrafnistu og Sjómannadagsráðs

Kristján Björgvinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjámálasviðs (fjármálastjóri) Hrafnistuheimilanna og fjármálastjóri Sjómannadagsráðs, eiganda Hrafnistu. Með skipulagsbreytingu sem varð á skipuriti Hrafnistu þann 1. október s.l. er fjármálasvið eitt þriggja stoðsviða í starfsemi Hrafnistu en hin tvö sviðin eru heilbrigðissvið og rekstrarsvið. Jafnframt er hluti starfsins fjármálastjórastarf Sjómannadagsráðs en í því felst að hafa umsjón með fjármálastjórnun og fjármálaráðgjöf annarra fyrirtækja Sjómannadagsráðs.

Kristján er viðskiptafræðingur að mennt, með löggildingu í endurskoðun, meistarapróf í fjármálum fyrirtækja og próf í verðbréfamiðlun. Hann hefur gríðarlega mikla starfsreynslu og breiða þekkingu úr fjármálageira íslensks atvinnulífs. Kristján hefur undanfarin átta ár verið framkvæmdastjóri fjármálasviðs Mjólkursamsölunnar ehf. (MS) og Auðhumlu svf., aðaleiganda MS. Áður hafði hann gengt fjármálastjórastörfum og fjölbreyttum ráðgjafastörfum á fjármálasviði fyrirtækja um árabil.

 

Lesa meira...

Hrafnistuheimilin fá afhenta gjöf

Lesa meira...

 

Þorsteinn Marinósson, sem ættaður er frá Engihlíð á Árskógsströnd og búsettur er á Akureyri, færði á dögunum Hrafnistuheimilunum að gjöf íslenska fána á íslensku grjóti sem hann hefur tínt sl. 40 ár á ferðum sínum um Ísland.

Þorsteinn er 84 ára  hefur verið duglegur að búa til ýmislegt úr íslensku grjóti í gegnum árin, m.a. kertastjaka, servéttuhaldara, sett þunnar steinaflögur á borð, í glugga og skjólveggi. Hann býr heima ásamt vinkonu sinni Huldu Baldvinsdóttur sem einnig er 84 ára (en eiginkona hans Fjóla Kristín Jóhannsdóttir lést árið 1990 úr krabbameini aðeins 52 ára að aldri). Þorsteinn sér alfarið um heimilið, eldar, þrífur og hugsar um Huldu og dundar sér í bílskúrnum að föndra með grjót.

Hrafnistuheimilin þakka Þorsteini fyrir fallega gjöf og hlýhug og munu fánarnir svo sannarlega prýða matarborðin við hátíðleg tækifæri á Hrafnistu.

 

Það var Ingibjörg Þorsteinsdóttir dóttir Þorsteins sem fór á öll Hrafnistuheimilin og færði þeim þessa fallegu gjöf fyrir hönd föður síns.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á hverju heimili fyrir sig og eftirfarandi aðilar veittu gjöfinni viðtöku  (upptalning á heimilum eru í sömu röð og myndirnar hér fyrir neðan).

Hrafnista Reykjavík: Bjarney Sigurðardóttir verkefnastjóri Heilbrigðissviðs Hrafnistu (t.h.)

Hrafnista Kópavogi: Rebekka Ingadóttir deildarstjóri (t.v.)

Hrafnista Garðabær: Hrönn Ljótsdóttir forstöðumaður (lengst t.v.) og Valgerður Gylfadóttir systurdóttir Þorsteins (lengst t.h.)

Hrafnista Hafnarfirði: Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður (lengst t.v.) og Dagrún Njóla Magnúsdóttir sjúkraliði og mágkona Ingibjargar, dóttur Þorsteins (lengst t.h.)

Hrafnista Nesvellir Reykjanesbæ: Þuríður Elísdóttir forstöðumaður (t.v.)

Hrafnista Hlévangur Reykjanesbæ: Guðlaug Gunnarsdóttir og Kristín M. Hreinsdóttir deildarstjórar (t.v.)

Síðasta myndin er tekin á Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem Hrönn Önundardóttir, deildarstjóri (t.v.) veitti viðtöku viðbótarfánum sem Þorsteinn færði heimilinu. 

 

Einnig má sjá myndir af Þorsteini þar sem hann er annars vegar við leiði konu sinnar Fjólu Kristínar á 80 ára afmælisdegi hennar fyrir ári síðan. Krossinn á myndinni er gerður af Þorsteini frá grunni. Hins vegar má sjá mynd af Þorsteini með börnum sínum sem tekin var við sama tilefni. Elst er Sigrún Jóhanna, svo Marinó Steinn, þá Ingibjörg, svo Svanlaugur og yngst er Ása Valgerður. 

 

Lesa meira...

Síða 2 af 90

Til baka takki