Fréttasafn

Helga Hjaltadóttir 25 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Pétur, Helga, Hjördís og Sveindís.
Lesa meira...

 

Helga Halldórsdóttir, starfsmaður í aðhlynningu á Sjávar-/Ægishrauni Hrafnistu Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 25 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Helga, Hjördís Ósk Hjartardóttir deildarstjóri og Sveindís Skúladóttir aðstoðardeildarstjóri. 

 

Lesa meira...

Halldóra Hinriksdóttir 25 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Árdís Hulda, Halldóra og Pétur.
Lesa meira...

 

Halldóra Hinriksdóttir, deildarstjóri dagdvalar Hrafnistu Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 25 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Hafnarfirði, Halldóra og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Bergþóra Vigdís Ingimarsdóttir 25 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Pétur, Bergþóra, Árdís Hulda og Eyrún.
Lesa meira...

 

Bergþóra Vigdís Ingimarsdóttir, félagsliði á Bylgjuhrauni Hrafnistu Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 25 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Bergþóra, Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Hafnarfirði, Eyrún Pétursdóttir deildarstjóri.

 

 

Lesa meira...

Siriluk Gunnarsson 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Árdís Hulda, Eyrún, Siriluk og Pétur.
Lesa meira...

 

Siriluk Gunnarsson, starfsmaður í aðhlynningu og býtibúri á Bylgjuhrauni Hrafnistu Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Hafnarfirði, Eyrún Pétursdóttir deildarstjóri, Siriluk og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Hrafnista Nesvöllum fær rafmagnspíanó að gjöf frá Lionsklúbbum

Lesa meira...

 

Íbúum Hrafnistu á Nesvöllum hefur borist höfðingleg gjöf, nýtt rafmagnspíanó sem nýtast mun vel við athafnir á heimilinu. Að gjöfinni standa Lionsklúbburinn Garður, Lionsklúbbur Keflavíkur, Lionessuklúbbur Keflavíkur, Lionsklúbbur Njarðvíkur, Lionsklúbbur Sandgerðis og Lionsklúbburinn Æsa. Píanóið er komið í notkun öllum til mikillar ánægju. Við þökkum Lionsklúbbunum innilega fyrir þann hlýhug sem þeir sýna íbúum hjúkrunarheimilisins.  

 

Lesa meira...

Hrafnista Nesvöllum fær afhent sjöl og trefla að gjöf

Lesa meira...

 

Yndislegar gjafir bárust Hrafnistu Nesvöllum frá konunum í Njarðvíkurkirkju sem komu færandi hendi með sjöl og trefla handa íbúum hjúkrunarheimilisins. Enginn fer í jólaköttinn þar á bæ. Við þökkum þeim innilega fyrir þann hlýhug sem þær sýna íbúum hjúkrunarheimilisins með þessum fallegu gjöfum.  

 

Lesa meira...

Samvinnuverkefni Alþjóðaskólans og Hrafnistu Garðabæ-Ísafold

Lesa meira...

Krakkar frá Alþjóðaskólanum hafa komið vikulega í heimsókn til íbúa á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu Garðabæ-Ísafold til að lesa og vinna verkefni.

Markmiðið með samstarfinu er að íbúar á hjúkrunarheimilinu myndi vinatengsl við börnin frá Alþjóðaskólanum og viðhaldi eða rifji upp fyrri hlutverk. Flestir sem búa á heimilinu hafa reynslu af barnauppeldi og því fylgir að leiðbeina og kenna börnum t.d. að lesa. Þau veita börnunum stuðning við að lesa, gefa þeim endurgjöf og svo skapast líka umræður um námsefnið þar sem þau fá tækifæri til að miðla sinni reynslu og visku til barnanna. Í einni heimsókninni hafði eitt barnið týnt vettling á leiðinni til okkar á Ísafold. Til að hughreysta barnið þá sagði íbúinn að líklega hefðu álfarnir bara fengið hann lánaðan og að hann kæmi í leitirnar um leið og þeir myndu skila honum, þetta hafði barnið aldrei heyrt fyrr. Fræðslan er því á báða bóga, börnin fræða um nýjar venjur og þau eldri um gamla siði, hefðir og trú (eins og dæmið um álfatrúna).

Það er óhætt að segja að allir sem hafa tekið þátt í verkefninu hafa haft gaman af því og hlakka til að fá börnin í heimsókn. Eins og haft er eftir einum þátttakanda: „ Það er gleði að fá hann/hana og lífsreynsla fyrir mig. Ég hef svo gaman af börnum og ég nýt þess alveg. Börn eru yndisleg“.

Við þökkum Alþjóðaskólanum fyrir farsælt samstarf og hlökkum til næstu annar.

Fjallað var um samstarfið í Garðapóstinum í síðustu viku. 

 

Lesa meira...

Breski sendiherrann í heimsókn á Hrafnistu Ísafold

Lesa meira...

 

Breski sendiherrann heimsótti Hrafnistu Garðabæ-Ísafold sl. fimmtudag. Breska sendiráðið gaf íbúum og gestum köku í tilefni fullveldis Íslands þann 1.desember sl. Sendiherrann Michael Nevin afhenti kökuna og hélt ræðu við tilefnið. Börn og unglingar frá tónlistarskóla Álftaness spiluðu á píanó og sungu fyrir alla í menningarsalnum.

 

Lesa meira...

Síða 10 af 105

Til baka takki