Fréttasafn

Úrslit Lífshlaupsins 2020 Hrafnista í öðru sæti í flokki fyrirtækja með fleiri en 800 starfsmenn

Lesa meira...

 

GOTT SILFUR GULLI BETRA

Mjög góð stemmning myndaðist í febrúar meðal starfsfólks Hrafnistuheimilanna í tengslum við Lífshlaup ÍSÍ. Lífshlaupið er árlegt heilsu- og hvatningarverkefni vinnustaða þar sem landsmenn eru hvattir til þess að huga að sinni daglegri hreyfingu og auka hana eins og kostur er bæði í frítíma, vinnu og við val á ferðamáta. Í ráðleggingum Embætti landlæknis um hreyfingu er fullorðnum ráðlagt að hreyfa sig í minnst 30 mínútur á dag og í Lífshlaupinu skráði starfsfólk niður alla hreyfingu dagana 5. - 25. febrúar.

Það skiptir Hrafnistu miklu máli að starfsfólk hugi vel að heilsunni því þótt störfin séu skemmtileg og gefandi geta þau líka verið krefjandi og álag oft á tíðum mikið. Þátttaka í Lífshlaupinu og öðrum heilsueflingarverkefnum eru liður í að skapa heilsueflandi starfsanda og stuðla að hreysti og jákvæðni starfsfólks.

Þátttakan var frumraun Hrafnistu í Lífshlaupinu og markmiðin voru tvenns konar. Í fyrsta lagi að standa okkur vel í flokki fyrirtækja með fleiri en 800 starfsmenn og í öðru lagi að skapa hvetjandi stemmningu innan Hrafnistu með því m.a. að stofna lið og keppa innbyrðis, deila fræðslu og efla heilsuvitund starfsfólks. Skemmst er frá því að segja að Hrafnista lenti í 2. sæti sem er frábær árangur og þátttakendur eiga heiður skilið. Á meðfylgjandi er mynd sem tekin var á verðlaunahófi ÍSÍ en íþróttafræðingarnir Steinunn Leifsdóttir og Sigrún Skarphéðinsdóttir tóku við silfurverðlaunum fyrir hönd Hrafnistu.

Í innanhúskeppninni var hart barist og gríðarleg keppni var á milli margra liða. Að lokum fór lið sjúkra- og iðjuþjálfa í Boðaþingi með sigur af hólmi en þær Ester Gunnsteinsdóttir, María Skúladóttir og Svanborg Guðmundsdóttir, sem skipuðu liðið, hreyfðu sig mest og oftast. Þær stöllur hreyfðu sig allar alla daga átaksins (21 dagur) að meðaltali 68,5 mínútur daglega sem er frábær árangur og uppfyllir klárlega ráðleggingar Landlæknisembættisins. Að launum fékk hver þeirra aðgang í Baðstofu World Class Laugum fyrir tvo.

Heilsueflingarnefnd vann úr þeim gögnum sem fyrir lágu og fékk nokkur vel viljug fyrirtæki til að gefa vinninga auk þess sem Hrafnista gaf vegleg heilsuúr og farandbikar. Aðalmarkmið Hrafnistu var að fá sem flesta með og út frá því sjónarhorni var ákveðið að kaupa veglegan farandbikar sem það Hrafnistuheimili fær til varðveislu ár hvert sem nær hlutfallslega flestum starfsmönnum með í verkefnið.

Lífshlaupsmeistarar Hrafnistu 2020:

1. sæti Sléttuvegur

2. sæti Boðaþing

3. sæti Laugarás

Hrafnista ákvað að verðlauna einn þátttakanda á hverju heimili með veglegu heilsuúri. Dregið var af handahófi og allir þeir sem hreyfðu sig 10 sinnum eða oftar á Lífshlaupstímabilinu voru í pottinum.

Vinningshafar voru eftirfarandi starfsmenn:

Ástríður Hannesdóttir – Boðaþing

Sigríður Inga Eysteinsdóttir – Hlévangur

Jónína Gísladóttir – Hraunvangur

Svanhvít Guðmundsdóttir – Ísafold

Valgeir Elísasson – Laugarás

Sveindís Guðmundsdóttir – Nesvellir

Heiðrún Kristín Guðvarðardóttir – Skógarbær

Sigrún Ósk Jónsdóttir - Sléttuvegur

 

Að auki voru dregnir út af handahófi 25 vinningar og að þessu sinni áttu allir starfsmenn Hrafnistu sem skráðu sig í Lífshlaupið möguleika.

Vinningshafar voru eftirfarandi starfsmenn:

 Jóhanna Marta Kristensen – Boðaþing

Katrín Heiða Jónsdóttir – Ísafold

Jóhanna Jónasdóttir – Viðey dagþjálfun Laugarási

Þóra Geirsdóttir – Heilbrigðissvið

Halldóra Hinriksdóttir – Hraunvangi

Harpa Björgvinsdóttir – Hraunvangi

Guðný Björk Stefánsdóttir – Hraunvangi

Jóna Petra Guðmundsdóttir – Laugarási

Birna Guðbjörg – Laugarási

Sigríður Rós Jónatansdóttir – Nesvellir

Elínborg Samúelsdóttir – Skógarbær

Anna Steina Finnsdóttir – Sléttuvegi

Rakel Ösp – Boðaþingi

Guðrún Snæbjört Þóroddsdóttir – Hlévangur

Lilja Björgvinsdóttir – Hraunvangi

Erla Írena Hallmarsdóttir – Hraunvangi

Berglind Rós Bergsdóttir – Hraunvangi

Alexandra Holmsted Madsen – Hraunvangi

Íris María Mortensen – Ísafold

Valgerður Gunnarsdóttir – Laugarási

Lilja Ásgeirsdóttir – Heilbrigðissvið

Jóhanna Björk Viktorsdóttir – Laugarási

Salvicon – Nesvellir

Hulda Ragnarsdóttir – Skógarbær

Elsa Björg Árnadóttir - Sléttuvegi

Það verður spennandi að sjá hvert farandbikarinn fer í Lífshlaupinu 2021!

Við viljum þakka Sport 24, Altis, Hress , Hreyfingu og  World Class fyrir veitta vinninga.

 

Lesa meira...

Lífið á Hrafnistuheimilunum í skugga kórónuveiru

Lesa meira...

 

Dag hvern leggur starfsfólk Hrafnistuheimilanna sitt af mörkum til að  lífga upp á daginn hjá íbúum heimilanna.

Á Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði var létt og góð stemning í vikunni. Á vinnustofunni voru starfræktir tveir karlahópar og skynörvunarhópur. Öflug hreyfisöngstund var haldin á þriðju hæð og leikfimi fór fram í Menningarsalnum. Þá fór fram messa og söngstund og skálað var í sherry og baileys og boðið upp á kakó með rjóma. Bíódagur var haldinn og kvikmyndin Stella í orlofi sýnd við góðar undirtektir. Með bíómyndinni var boðið upp á Prins Póló og gos. Hefðbundin dagskrá var á sínum stað og má þar nefna pílukastkeppni, leikfimi, minningarhópar og listahópur.  Í dag var vinnustund, leikfimi, útivera, söngstund, boccia, kaffispjall yfir dásamlegum vöfflum, brandaraupplestur og mikið meira til.

Í Skógarbæ fengu íbúar glaðning í vikunni frá ættingja sem kom færandi hendi með súkkulaði og konfekt handa öllum. Sagafilm kom einnig færandi hendi og færði heimilinu DVD diska. Ýmislegt hefur verið brallað eins og teikning, bingó, prjónaskapur og spjall. Veðrið hefur leikið við þá sem vilja fara út í göngutúr og margir hafa verið duglegir að nýta sér það. Starfsfólk hefur aðstoðað íbúa við að kynnast tækninni og áhugasvið íbúa liggur víða. Í sjúkraþjálfuninni er hægt að stytta sér stundir á hjólinu og horfa á það sem áhugi er fyrir hverju sinni á meðan hjólað er.

Íbúar Nesvalla hafa einnig ýmislegt fyrir stafni þessa dagana. Öflug sjúkraþjálfun er í gangi og iðjuþjálfun stendur fyrir ýmsum iðju og samverustundum.

Tæknin er nýtt  mikið þessa dagana til samskipta við aðstandendur. Aðstandendur eru hvattir til að halda áfram að nýta tæknina og hringja t.a.m. í sitt fólk í gegnum myndsímtal.

 

Hér fyrir neðan má skoða myndir sem teknar hafa verið undanfarna daga af lífinu á Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Nýr aðstoðardeildarstjóri í borðsal og ræstingu á Hrafnistu Sléttuvegi

Marianne Olsen
Lesa meira...

Marianne Olsen hefur verið ráðin sem aðstoðardeildarstjóri í borðsal og ræstingu á Hrafnistu Sléttuvegi.

Marianne er lærð smurbrauðsjómfrú frá Danmörku og starfaði í aðaleldhúsi Sct. Hans spítala í Danmörku. Hún starfaði sem smurbrauðsdama hjá Veitingamanninum á Bíldshöfða og rak eigin veisluþjónustu í 11 ár. Marianne hefur starfað í eldhúsinu á Hrafnistu í Skógarbæ frá árinu 2011, þar af síðustu tvö árin í afleysingu yfirmanns eldhúss.

Við bjóðum Marianne hjartanlega velkomna til liðs við okkur á Hrafnistu Sléttuvegi og í stjórnendahóp Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Landsþekktir söngvarar og listamenn gleðja íbúa á Hrafnistu Ísafold

Lesa meira...

 

Það var heldur betur stórkostleg stund á Hrafnistu Ísafold í dag þegar landsþekktir söngvarar og listamenn glöddu íbúa og starfsfólk með söng undir berum himni. Hugmyndina að þessum viðburði átti Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir sem gleðja vildi föður sinn en hann býr á Hrafnistu Ísafold. Eins og flestir vita ríkir heimsóknarbann á Hrafnistuheimilunum og því vildi Ingunn gleðja íbúana með þessu móti.

Hrafnista þakkar af heilum hug öllum þeim er lögðu hönd á plóg við að gera þessa stund í dag ógleymanlega fyrir íbúa okkar og starfsfólk á Hrafnistu Ísafold. Þið eigið heiður skilið fyrir ykkar frábæra framlag á þessum fordæmalausu tímum.

Upptöku af þessari skemmtilegu uppákomu í dag má sjá með því að smella HÉR

 

Lesa meira...

Nesvellir héldu upp á 6 ára rekstrarafmæli Hrafnistu

Lesa meira...

 

Föstudaginn 13. mars sl. fögnuðu íbúar og starfsfólk Nesvalla 6 ára rekstrarafmæli Hrafnistu á Nesvöllum. Borð voru dúkuð upp og skreytt var með blöðrum. Boðið var upp á dásamlegan lambahrygg með öllu tilheyrandi ásamt köku í eftirrétt. Ljúfir tónar voru settir „á fóninn“ og allir gleymdu sér í gleðinni enda nauðsynlegt að lyfta sér upp á þessum sérstöku tímum í lífi okkar allra. Íbúar og starfsfólk Nesvalla senda kærleikskveðjur út til allra.

 

Lesa meira...

Orðsending til íbúa og aðstandenda Hrafnistu

Lesa meira...

 

Kæru íbúar og aðstandendur Hrafnistu

Dags. 13. mars 2020

Fyrir hönd Hrafnistuheimilanna viljum við byrja á að þakka ykkur fyrir þann skilning sem þið hafið sýnt þeirri erfiðu ákvörðun sem Neyðarstjórn Hrafnistu tók fyrir síðustu helgi um að loka Hrafnistuheimilunum.

Heilsa og velferð íbúa okkar er ávallt í forgangi og allar aðgerðir miðast að því að vernda íbúa okkar, sem flestir eru aldraðir og/eða með ýmsa undirliggjandi sjúkdóma Þeir eru því í sérstökum áhættuhóp um að veikjast alvarlega. Neyðarstjórn Hrafnistu hefur því ákveðið að stíga varlega til jarðar og taka einn dag í einu.

Íbúar og starfsfólk Hrafnistu tekur ástandinu almennt með mikilli ró. Það hefur enn sem komið enginn greinst með Kórónuveiru á Hrafnistuheimilunum. Við teljum að hluta af þeim góðu fréttum megi þakka lokun heimilanna þar sem ferðir fólks inn á heimilin eru takmarkaðar. Slíkt dregur úr hættu á smiti. Við erum að sjálfsögðu raunsæ og gerum okkur grein fyrir að líklega verður ekki hægt að koma í veg fyrir að veiran komi upp á Hrafnistu.

Dagdvalir, dagendurhæfing og dagþjálfanir Hrafnistuheimilanna eru opnar. Sýkingavarnir voru efldar og þessi úrræði einangruð frá íbúum heimilanna. Það verklag hefur gengið vel og er vert að þakka öflugu starfsfólki heimilanna og hugmyndaauðgi fyrir að finna lausn á vandamálum um leið og þau hafa komið upp.

Eins og áður hefur komið fram þá fundar Neyðarstjórn Hrafnistuheimilanna daglega og staðan metin hverju sinni. Enn er óvíst hvenær heimilin verða opnuð aftur, en vel er fylgst með leiðbeiningum Almannavarna ásamt því að vera í góðu sambandi við sóttvarnarsvið Embætti landlæknis.

Enn og aftur viljum við þakka ykkur íbúum og aðstandendum kærlega fyrir þá hjálp sem þið hafið þegar veitt, bæði með því að virða heimsóknarbannið, finna aðrar lausnir til að heyra í ykkar nánustu og koma með hugmyndir að lausnum.

Eigið góða helgi.

Kær kveðja, Neyðarstjórn Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Heimsóknarbann og lífið á Hrafnistuheimilunum

Lesa meira...

Íbúar og starfsfólk á Hrafnistuheimilinum finna sér ýmislegt að gera þessa dagana. Í Menningarsalnum á Hraunvangi í Hafnarfirði í gær spilaði Bragi Fannar á nikkuna í fyrir gesti í dagdvölinni. Því var sjónvarpað upp á hjúkrunardeildar svo allir gátu fylgst með og sungið, hver með sínu nefi. Starfsmenn prófuðu sig áfram í að aðstoða heimilismenn við að hringja myndsímtöl í ættingja sína og verður því haldið áfram næstu daga. Vöfflukaffi var á öllum deildum og runnu vöfflurnar ljúflega niður með ilmandi kaffinu. Í dag var boðið upp á hressa og skemmtilega stólaleikfimi í Menningarsalnum. Kaffi- og spjallhópar voru í gangi á nokkrum stöðum í húsinu, auk spilahópa, boccia og söngstunda. Með kaffinu var svo boðið upp á sjúss sem rann ljúflega niður með dýrindis gulrótarköku.

Þeir sem eiga bókaðan tíma í hárgreiðslu eða klippingu skella sér að sjálfsögðu í þau erindi á hárgreiðslustofum Hrafnistu og húslestur og bíó eiga sér fastan sess.

Sjúkra- og iðjuþjálfar eru með sína hefðbundnu dagskrá og þjálfanir á öllum deildum Hrafnistuheimilanna og má þar nefna t.d. stólaleikfimi, hjól og listsköpun af ýmsu tagi. 

Þessa dagana er áhersla ekki síst lögð á að eiga samverustundir með íbúunum okkar sem fá ekki heimsóknir þessa dagana vegna heimsóknarbanns sem tók gildi þann 7. mars sl. vegna Kórónaveirunnar (COVID-19).

 

Lesa meira...

Síða 3 af 127

Til baka takki