Leit

social link

 

Dagþjálfun með endurhæfingu á Hrafnistu í Reykjavík

Hrafnista í Reykjavík, febrúar 2016
 
Okkur langar til þess að minna á endurhæfingarúrræði fyrir eldri borgara á Hrafnistu í Reykjavík. Í byrjun árs 2015 voru lögð niður endurhæfingarrými á Hrafnistu í Reykjavík og þess misskilnings hefur gætt að dagendurhæfing hafi einnig verið lögð niður.

 
Dagþjálfun er endurhæfingardeild fyrir eldri borgara þar sem áhersla er lögð á líkamlega þjálfun og félagslega virkni. Dagþjálfun er tímabundið úrræði oftast 8-10 vikur í senn og einstaklingar geta verið 3-5 daga vikunnar í þjálfun. Einstaklingar eru sóttir heim í leigubíl að morgni og keyrðir aftur til baka síðdegis. Einstaklingar greiða kr. 1.020 fyrir daginn og Sjúkratryggingar Íslands greiða þjónustuna á móti. Nánar um úrræðið er hægt að lesa í meðfylgjandi bækling.
 
Hér fyrir neðan er hægt að sækja og prenta út umsóknareyðublað fyrir dagþjálfun. Með umsókninni þarf að fylgja læknabréf eða hjúkrunarbréf þar sem fram kemur þörf fyrir þjálfun.
 
Umsóknin skal send á: Hrafnista í Reykjavík Brúnavegur 13, 104 Reykjavík,
B.t. Guðbjörg María Árnadóttir, félagsráðgjafi.

 

Umsókn um dvöl í dagþjálfun með endurhæfingu á Hrafnistu í Reykjavík

>> Smelltu hér til að sækja PDF útgáfu af umsókninni sem þú getur vistað á þína tölvu, fyllt út og skilað inn sem viðhengi.

 

 

 

{nomultithumb}

Til baka takki

Banners neðst á forsíðu 1

Happdrætti DAS