Fréttasafn

Breytingar hjá forstjóra Hrafnistu

Lesa meira...

 

Ágæta samstarfsfólk á Hrafnistuheimilunum,

 

Ég vildi upplýsa ykkur um að í gær, sagði ég starfi mínu lausu sem forstjóri Hrafnistuheimilanna. Ég hóf störf sem forstjóri Hrafnistu í febrúar 2008 og hef því gegnt starfinu í rúm 12 ár. Hrafnista hefur því verið og verður alltaf stór og merkilegur hluti af lífi mínu. Ákvörðunin er alfarið mín og ekki tekin vegna óánægju á neinn hátt. Niðurstaða mín er mér erfið - en rétt - og hún er einfaldlega sú að minn tími er kominn.

Ég hef þessi 12 ár notið þeirra forréttinda að vera í þessu starfi, sem fyrir mig er eitt það skemmtilegasta sem hægt er að hugsa sér. Varla man ég eftir leiðinlegum degi en auðvitað hafa komið misskemmtileg tímabil. Eftir situr þó urmull minninga um fjöldan allan af skemmtilegu fólki sem ég hef fengið að kynnast, starfa með, læra af en einnig náð að gefa af mér og gefa öðrum tækifæri til að njóta sín. Á þessum árum hefur Hrafnista vaxið og dafnað og að mínu mati náð að blómstra sem eitt merkilegasta og áhugaverðasta fyrirtæki landsins. Sem leiðandi aðili í öldrunarþjónustu hefur Hrafnista verið í fararbroddi hér á landi og hefur verið hreint frábært að fylgjast með mögnuðum hópi stjórnenda og starfsmanna gera þetta allt að veruleika.

Ekki er ljóst hvaða dag ég hætti störfum en það mun skýrast á næstunni og vonandi næ ég að kasta kveðju á ykkur sem flest áður en ég fer. Nýr vinnustaður minn er Reykjalundur þar sem bíða mín spennandi verkefni.

Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka stjórnendum, starfsfólki, stjórnarmönnum, íbúum og velunnurum öllum auk fulltrúa Sjómannadagsráðs fyrir ánægjulegt og árangursríkt samstarf. Jafnframt vil ég þakka fyrir það tækifæri sem mér var gefið að fá að sinna þessu frábæra starfi öll þessi ár.

Ég kveð Hrafnistu með mikilum söknuði en stundum er gott að hætta leik þá hæst hann stendur.

Óska ég ykkur öllum, sem og allri starfsemi Hrafnistu og fyrirtækja Sjómannadagsráðs, allra heilla!

 

Bestu kveðjur,

Pétur

 

Lesa meira...

Hrafnistuheimilin fá þorsklifur að gjöf

Lesa meira...

 

Á dögunum fékk Hrafnista gefins þorsklifur frá Guðmundi Davíðssyni og Ægi Sjávarfangi. Boðið var upp á þorsklifrina í hádeginu í vikunni ásamt soðnum þorsk, rófum, kartöflum og smörbræðing og rann það ljúft niður í heimilisfólk Hrafnistuheimilanna. Við þökkum kærlega fyrir okkur.

 

 

Lesa meira...

Nýr starfsmaður á heilbrigðissviði Hrafnistu

Lesa meira...

 

Karen Harpa Harðardóttir, félagsráðgjafi, hefur verið ráðin á heilbrigðissvið Hrafnistu í starf umboðsmanns íbúa og aðstandenda og mun hún hefja störf 18. maí nk.

Karen er með MS gráðu í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað í átta ár sem almennur starfsmaður á Hrafnistu í Boðaþingi og þekkir því vel starfsemina. Við höfum verið svo heppin að fá að sjá hana vaxa í starfi og fá hana svo inn í annað starf á Hrafnistu eftir að hafa lokið námi.

Við bjóðum Karen velkomna á heilbrigðissvið Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Brekkusöngur á Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Vikulegir þemadagar hafa heldur betur slegið í gegn á Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði. Í dag var útileguþema og brekkusöngur. Ingó veðurguð mætti á svæðið og var að sjálfsögðu með gítarinn við hönd.

Umfjöllun á visir.is - Heimilisfólkið ljómaði þegar Ingó stóð fyrir brekkusöng á Hrafnistu

Heimilisfólkið ljómaði þegar Ingó stóð fyrir brekkusöng á Hrafnistu

Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, stóð fyrir brekkusöng á Hrafnistu í Hafnarfirði klukkan tvö í dag.  Ingó hefur í nokkur ár stýrt brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og því mikill reynslubolti á því sviði. Komið var fyrir útilegubúnaði á sviðinu og voru starfsmenn Hrafnistu sumir hverjir í útilegufatnaði til að búa til sem best andrúmsloft.

 

Umfjöllun á fjardarfrettir.is - Heimilisfólk Hrafnistu söng af gleði með Ingó verðurguði

Vistfólk Hrafnistu söng af gleði með Ingó verðurguði

Það var kátt í höllinni á Hrafnistu í Hafnarfirði þegar Ingó veðurguð mætti með gítarinn í hönd og söng og stjórnaði brekkusöng að hætti Eyjamanna í menningarsalnum.

Auk þeirra fáu áhorfenda sem leyfi fengu til að dreifa sér með góðu millibili um menningarsalinn, þar sem tónleikarnir voru haldnir, var söngsstemningunni streymt til allra deilda heimilisins svo söngurinn ómaði um allt hús og fólk fylgdist með á sjónvarpsskjám. En áætlað var að það hafi verið um 330 manns í húsinu.

Reyndar gátu allir fylgst með því söngnum var streymt á  Facebooksíðu heimilisins (Handverksheimilið Hrafnista Hraunvangi, Hafnarfirði).

Þemað var í stíl með lopapeysu, ullarvetlingum, sokkum og gúmmítúttum ásamt örlíitlu ölglöggi og kakói á eftir.

Árdís Hulda Eiríksdóttir, forstöðumaður Hrafnistu í Hafnarfarði var hæst ánægð með stemmninguna en aðspurð sagði hún að andrúmsloftið hafi verið mjög gott á heimilinu undanfarið þrátt fyrir allar takmarkanir. Heimilinu hafi verið skipt upp í 9 svæði og kappkostað hafi verið að vera með fjölbreyttar uppákomur og hljóðkerfi hússins hafi verið vel notað.

 

Lesa meira...

Hrafnista auglýsir eftir mannauðsstjóra

Lesa meira...

 

Hrafnista óskar eftir að ráða öflugan og jákvæðan mannauðsstjóra til að stýra og taka þátt í áframhaldandi eflingu mannauðs Hrafnistuheimilanna.

Mannauðsstjóri stýrir mannauðsdeild og ber ábyrgð á þróun og framkvæmd mannauðsstefnu Hrafnistu, stuðningi við stjórnendur varðandi mannauðsmál og eftirfylgni mannauðsverkefna.

Mannauðsdeild er stoðdeild innan Hrafnistu sem vinnur náið með stjórnendum og starfsmönnum Hrafnistuheimilanna. Mannauðsdeild heyrir beint undir forstjóra og á mannauðsstjóri sæti í framkvæmdaráði Hrafnistu sem er teymi lykilstjórnenda heimilanna.

Allar nánari upplýsingar má finna í atvinnuauglýsingunni hér fyrir neðan:

Atvinnuauglýsing – Mannauðsstjóri - starfssvið, menntunar- og hæfniskröfur

 

 

Lesa meira...

Nýr aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Hrafnistu Laugarási

Lesa meira...

 

Inga Bergdís Gunnarsdóttir hefur verið ráðin aðstoðardeildarstjóri á Sólteig/Mánateig. Um er að ræða afleysingastöðu fram á haust. Inga Bergdís mun útskrifast sem hjúkrunarfræðingur frá HÍ í vor en hún hefur starfað með skóla á Hrafnistu undanfarin 4 ár.

Við bjóðum Ingu Bergdísi velkomin í stjórnendahóp Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Dagmara Adamsdóttir nýr starfsmaður á mannauðsdeild

Lesa meira...

 

Dagmara Adamsdóttir hefur verið ráðin í starf sérfræðings í mannauðsmálum með áherslu á  ráðningar og sýnileika. Hún hefur störf í byrjun maí.

Dagmara er með B.S. í viðskiptafræði með áherslu á markaðssamskipti og er að ljúka mastersgráðu í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun.

Dagmara hefur víðtæka reynslu að mannauðsmálum og þá sérstaklega í ráðningamálum þar sem hún vann síðustu 4 ár sem hópstjóri mannauðsfulltrúa í ráðningateymi hjá Elju. Áður vann hún hjá Arion banka bæði sem fyrirtækja- og þjónusturáðgjafi.

Við bjóðum Dagmara velkomna í mannauðsteymi Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Auður Böðvarsdóttir nýr starfsmaður á mannauðsdeild

Lesa meira...

 

Auður Böðvarsdóttir hefur verið ráðin í starf sérfræðings í fræðslumálum og mun hún hefja störf 4.maí.

Auður er með MS gráðu í mannauðsstjórnun og B.Ed í faggreinakennslu frá Háskóla Íslands. Auður vann áður hjá Vinnumálastofnun sem þjónusturáðgjafi en að auki hefur hún unnið hjá WOW Air, á fyrirtækjasviði Kaffitárs og hjá Tryggingamiðlun Íslands.

Við bjóðum Auði velkomna í mannauðsteymi Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Síða 4 af 132

Til baka takki