Fréttasafn

Stórtónleikar á Hrafnistu Laugarási og Þjóðminjasafninu afhent eintak af merkilegri hópmynd

Lesa meira...

Fullt var út að dyrum í Skálafell á Hrafnistu Laugarási þegar baritónsöngvarinn Bergþór Pálsson og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikar héldu stórtónleika þar í gær við mikinn fögnuð viðstaddra.

Fyrir tónleikana fór fram afhending á merkilegri hópmynd sem tekin var sl. sumar á Hrafnistu Laugarási en þar átti sér stað einstakur viðburður í Íslandssögunni þann 19. júlí 2018 þegar Afmælisnefnd aldarafmælis fullveldis Íslands og Hrafnista buðu öllum Íslendingum, fæddum 1918 og fyrr, til hátíðarsamkomu í tilefni aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. 64 einstaklingar, búsettir um land allt, fengu boð í veisluna. Úr þessum hópi „fullveldisbarna“ mættu 22 einstaklingar til leiks ásamt gestum sínum og íbúum á Hrafnistu íLaugarási þar sem hátíðarsamkoman fór fram. Þetta er í fyrsta skipti í sögu þjóðarinnar þar sem öllum Íslendingum 100 ára og eldri hefur verið boðið sérstaklega að vera á sama stað á sama tíma. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson ávarpaði samkomuna og listamenn skemmtu gestum í anda fullveldisársins 1918. Í veislunni var meðal annars boðið upp á fullveldisköku sem Landssamband bakarameistara setti saman en hún var byggð á vinsælum uppskriftum frá 1918.

Margrét Hallgrímsdóttir Þjóminjavörður veitti myndinni viðtöku og Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir framkvæmdastjóri mætti fyrir hönd afmælisnefndar þar sem Hrafnista og afmælisnefndin afhentu Þjóðminjasafninu eintak af þessari merkilegu mynd.

 

Lesa meira...

Myndir frá þorrablóti Hrafnistu Ísafold

Lesa meira...

 

Þorrablót Hrafnistu Ísafoldar og dagdvalar Garðabæjar fór fram á bóndadaginn 25. janúar sl. Þrátt fyrir að hafa ekki fylgt þeim forna sið að karlmenn færu fyrstir á fætur allra manna á heimilinu á bóndadaginn, færu úr að ofan, væru bæði berlæraðir og berfættir, færu í aðra skálmina og létu hina lafa, drægu hana á eftir sér á öðrum fæti, gengu svo til dyra, luku upp bæjarhurðinni, hoppuðu á öðrum fæti í kringum bæinn dragandi eftir sér brókina á hinum og buðu þorra velkomin í garð eða til húsa, varð blótið hin besta skemmtun. Borðin svignuðu af kræsingum, salurinn var fallega skreyttur og starfsmenn gengu um beina í fallegum þjóðbúningasvuntum. Kartín Halldóra Sigurðardóttir söng- og leikkona flutti helstu lög Ellýjar Vilhjálmsdóttur við mikinn fögnuð viðstaddra. Minni karla og minni kvenna var flutt og allir karlmenn fengu blóm. Um 120 manns mættu í blótið þannig að það var þétt setinn bekkurinn. Þúsund þakkir til allra sem að þessum fallega degi stóðu.

 

Lesa meira...

Ásgerður Tryggvadóttir 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Pétur, Eygló, Ásgerður og Sigrún.
Lesa meira...

 

Ásgerður Tryggvadóttir, hjúkrunarfrærðingur á Lækjartorgi Hrafnistu Laugarási, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Eygló Tómasdóttir deildarstjóri á Lækjartorgi, Ásgerður og Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu Laugarási. 

 

 

Lesa meira...

Rebekkustúkan Eldey hjá Oddfellow hefur veitt Hlévangi styrki

Lesa meira...

 

Rebekkustúkan Eldey hjá Oddfellow hefur styrkt Hlévang síðastliðin tvö ár með 6 lazyboy stólum og verulegum fjárhæðum sem nýttar hafa verið í að lagfæra aðstöðu íbúa í setustofum á efri og neðri hæð heimilisins. Á dögunum kom Rebekkustúkan í heimsókn og skoðaði bæði Hlévang og Nesvelli. Þær ætla að halda áfram að styðja við bakið á Hlévangi og erum við þeim svo innilega þakklát.

 

Lesa meira...

Jolanta Slapikiene 20 ára starfsafmæli á Hrafnistu

Lesa meira...

 

Jolanta Slapikiene, félagsliði á Bylgjuhrauni Hrafnistu Hraunvangi, hefur starfað á Hrafnistu í 20 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu Hraunvangi, Eyrún Pétursdóttir deildarstjóri á Bylgjuhrauni, Jolanta og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Rannsóknarsjóður Hrafnistu styrkir þrjú verkefni í þágu málefna aldraðra

Lesa meira...

Úthlutað var nýlega einni milljón króna úr Rannsóknarsjóði Hrafnistu þegar þrjú verkefni hlutu styrki úr sjóðnum. Markmið sjóðsins, sem er í eigu Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins, eiganda Hrafnistuheimilanna, er að stuðla að nýjungum og þróun í málefnum aldraða.Sjóðurinn er opinn öllum, einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum, sem að stunda rannsóknir, formlegt nám eða annað sem stuðlað getur að jákvæðri þróun í málaflokknum.

 

Næringarástand og leiðir til bóta

Berglind Soffía Blöndal næringarfræðingur og doktorsnemi í næringarfræði hlaut styrk að upphæð 500.000 krónur. Rannsóknarverkefni hennar ber heitið Næringarmeðferð aldraðra einstaklinga eftir útskrift af Landspítala Háskóla Sjúkrahúsi. Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvort útskrift aldraðra einstaklinga samkvæmt Nutrition Care Process meðferðaráætlun ásamt heimsendum mat, sérstaklega samsettum með þarfir aldraðra í huga, hafi áhrif á næringarástand, vöðvastyrk, hreyfifærni, lífsgæði og endurinnlögn á sjúkrahús eða dauða eftir útskrift af öldrunardeild, samanborið við viðmiðunarhóp sem er útskrifaður á hefðbundinn hátt, og viðmiðunarhóp sem væri byggður á sögulegum gögnum frá því áður en útskriftar verkferillinn sem nú er farið eftir var tekin í notkun 2016. Rannsóknin mun gefa upplýsingar um vannæringu aldraðra í heimahúsum og hvaða aðferðum er best að beita til að sporna gegn versandi næringarástandi þeirra. Niðurstöður munu breyta verkferlum hvað varðar útskrift aldraðra einstaklinga og opinberum ráðleggingum um þjónustu við þennan viðkvæma hóp ásamt því að finna leiðir til þess að auka lífsgæði aldraðra.

 

Bætt lífsgæði með Nemaste

Elfa Þöll Grétarsdóttir hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur í hjúkrun aldraðra hlaut styrk að upphæð 300.000 krónur. Verkefni hennar ber heitið Þýðing og forprófun á lífsgæðamælikvarðanum: The quality of life in late-stage dementia (QUALID). Markmið verkefnisins er að leggja grunn að markvissum leiðum til að meta árangur af breyttu verklagi eins og Namaste nálgun felur í sér. Namaste umönnun hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi sem ný nálgun í umönnun einstaklinga með heilabilun. Markmið þessarar nálgunar er að bæta lífsgæði einstaklinga með langt genga heilabilun með persónumiðaðri vellíðunarmeðferð. Lífsgæðamælikvarðinn mun nýtast öllum þeim sem starfa við umönnun og þjónustu við einstaklinga með heilabilun.

 

Lestrarþjálfun barna með öldruðum

Hjúkrunarheimilin Hulduhlíð og Uppsalir í Fjarðarbyggð hlutu styrk að upphæð 200.000 krónur. Heiti vekefnisins er Ungur nemur gamall temur. Markmið verkefnisins er að fá grunnskólabörn í heimsókn á hjúkrunarheimilin og taka þar þátt í lestrarátaki. Börnin æfa sig í lestri með því að lesa fyrir íbúa sem veita þeim leiðsögn á meðan á lestrinum stendur. Margvíslegur ávinningur verður af verkefninu; börnin eflast í lestri, íbúar fá heimsóknir grunnskólabarna sem dregur úr einveru auk þess sem þeir taka þátt í uppbyggingarverkefni með börnum. Með verkefninu er verið að tengja saman kynslóðir, skapa notalegan vettvang til eflingar á yngstu og elstu kynslóðum samfélagsins og fá ungviðið í reglulegar heimsóknir.

 

Reykjavík 21. janúar 2019.

Nánari upplýsingar veitir Sigurður Garðarsson, framkvæmdastjóri Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins, í síma 892 1771, netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

 

Á meðfylgjandi mynd eru verðlaunahafarnir þrír f.v.; Ragnar Sigurðsson f.h. Fjarðabyggðar, Berglind Soffía og Elfa Þöll, ásamt fulltrúum Sjómannadagsráðs og Hrafnistu í stjórn úthlutunarnefndar rannsóknasjóðsins.

 

Lesa meira...

Síða 4 af 102

Til baka takki