Fréttasafn

Kartöflur settar niður á Hrafnistu í Kópavogi í dag

Lesa meira...

Þrátt fyrir kulda voru settar niður kartöflur í Boðaþinginu í dag. Það kom í ljós að nær allir höfðu verið með kartöflugarða á árum áður og kunnu þau því vel handtökin. Mikið var hlegið og skrafað og í lokin fengum við okkur að sjálfsögðu heitan sopa með smá súkkulaði, ánægð með verkið.

 

Lesa meira...

Nemendur úr tónlistarskóla Hafnarfjarðar í heimsókn á Hrafnistu

Lesa meira...

Krakkarnir í tónlistarskóla Hafnarfjarðar komu til okkar á Hrafnistu í Hafnarfirði á dögunum ásamt kennurum sínum. Þau spiluðu fyrir okkur á gítar, ukulele og þverflautu og var það ótrúlega flott hjá þeim. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna.

Hægt er að hlýða á hljóðfæraleikinn hjá krökkunum með því að smella á linkana hér fyrir neðan:

https://www.facebook.com/handverksheimili/videos/2020147204915822/

https://www.facebook.com/handverksheimili/videos/2020147294915813/

https://www.facebook.com/handverksheimili/videos/2020147091582500/

 

Lesa meira...

Léttir föstudagar í salnum Hrafnistu Nesvöllum Reykjanesbæ

Lesa meira...

Föstudagar eru léttir föstudagar í salnum á Hrafnistu Nesvöllum. Síðasta föstudag kom Garðar Sigurðsson í heimsókn og sagði frá upphafi björgunarsveitarinnar Stakks á einstaklega skemmtilegan hátt. Hann sýndi einnig gamlar myndir úr Reykjanesbæ, sagði gamansögur og skemmtileg ljóð. Að lokum var boðið upp á dýrindis rjómatertu með kaffinu.

 

Lesa meira...

Kristín Hrund Andrésdóttir 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Pétur, Kristín Hrund, Valgerður, Anna María og Sigrún.
Lesa meira...

 

Kristín Hrund Andrésdóttir, starfsmaður í aðhlynningu á Miklatorgi Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Kristín Hrund, Valgerður Guðbjörnsdóttir deildarstjóri á Miklatorgi, Anna María Bjarnadóttir aðstoðardeildarstjóri og Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík.

 

 

Lesa meira...

Juliette Marjorie Marion 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Pétur, Sigrún, Juliette og Arna.
Lesa meira...

 

Juliette Marjorie Marion, starfsmaður í aðhlynningu á Sól-/Mánateig Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík, Juliette og Arna Garðarsdóttir aðstoðardeildarstjóri á Sólteig.

 

 

 

Lesa meira...

Happdrætti DAS

Lesa meira...

 

Búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld.


Þegar þú kaupir miða í Happdrætti DAS rennur þitt framlag til uppbyggingar íbúða og þjónustumiðstöðvar fyrir aldraðra. 

Þinn stuðningur skiptir máli. Tryggðu þér miða í Happdrætti DAS.

 

Lesa meira...

Særún Ingvadóttir 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Jóna Ósk, Særún, Sigrún og Pétur.
Lesa meira...

Særún Ingvadóttir, félagsliði á Miklatorgi Hrafnistu Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Jóna Ósk Ásgeirsdóttir aðstoðardeildarstjóri á Miklatorgi, Særún, Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Síða 4 af 82

Til baka takki