Fréttasafn

Gróa Guðrún Magnúsdóttir 20 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Pétur, Sigrún, Gróa Guðrún, Eygló og Birna María.
Lesa meira...

 

Gróa Guðrún Magnúsdóttir, sjúkraliði á Lækjartorgi Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 20 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík, Gróa Guðrún, Eygló Tómadóttir deildarstjóri á Lækjartorgi og Birna María Einarsdóttir aðstoðardeildarstjóri.

 

Lesa meira...

Gjöf til Hrafnistu í Garðabæ - Ísafold

Lesa meira...

 

Hjónin Sigurður Þórðarson og Sigrún Andrésdóttir afhentu í dag Hrafnistu í Garðabæ-Ísafold gjöf fyrir hönd sonar síns, Snorra Sigurðssonar.

Um er að ræða veggpjöld af íslensku kúalitunum sem hengd verða inn á allar sex heimiliseiningarnar, Heiðmörk, Þórsmörk, Ásbyrgi, Snæfell, Dynjanda og Arnarstapa.

Við þökkum Snorra hjartanlega fyrir gjöfina sem mun án efa vekja lukku hjá íbúum og gestum Ísafoldar.

 

Lesa meira...

Myndir frá haustfagnaði Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Föstudaginn 12. október sl. var hin árlega Hausthátíð haldin á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar sem hátíðin var haldin á Bleikum degi var allt húsið skreytt í bleiku og hátíðargestir og starfsfólk hvatt til að koma í einhverju bleiku. Kokkar Hrafnistu sáu um að elda dýrindis máltíð fyrir gestina, Svavar Knútur og Berta sáu um veislustjórnina, Böðvar Magnússon spilaði undir borðhaldi og DAS bandið spilaði á dansiballinu í lokin. Það er óhætt að segja að dagurinn hafi lukkast aldeilis vel.

Meðfylgjandi eru myndir frá haustfagnaðinum.

 

Lesa meira...

Sigríður Þ. Ingólfsdóttir 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Pétur, Sigrún, Sigríður og Sigurbjörg.
Lesa meira...

 

Sigríður Þ. Ingólfsdóttir, starfsmaður í iðjuþjálfun á Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík, Sigríður og Sigurbjörg Hannesdóttir deildarstjóri iðjuþjálfunar  Hrafnistu í Reykjavík.

 

 

Lesa meira...

Bleiki dagurinn á Hrafnistuheimilunum föstudaginn 12. október

Lesa meira...

 

Í dag föstudaginn 12. október höldum við, á öllum Hrafnistuheimilunum, Bleika daginn hátíðlegann líkt og undanfarin ár. Búið er að færa heimilin í bleikan búning með því að skreyta með ýmsu bleiku og er heimilisfólk og starfsfólk hvatt til að taka þátt og klæðast einhverju bleiku í dag.

Meðfylgjandi eru myndir sem starfsfólk hefur tekið hér og þar á Hrafnistuheimilunum okkar í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi, Garðabæ og Reykjanesbæ í dag.

 

Lesa meira...

Nýr deildarstjóri dagdvalar Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Alma Ýr Þorbergsdóttur hefur verið ráðin sem deildarstjóri yfir dagdvöl Hrafnistu í Hafnarfrði og tekur við starfinu 1. janúar n.k. en þá lætur Halldóra Hinriksdóttir af störfum sem deildarstjóri eftir farsælt starf.

Alma er menntaður sjúkraliði og félagsliði, hún hefur starfað á Hrafnistu s.l. 10 ár. Þar að auki hefur hún gengt formannsstöðu í starfsmannafélaginu síðustu ár.

 

Lesa meira...

Nýr framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Hrafnistuheimilanna

Lesa meira...

Nýr framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Hrafnistuheimilanna

Oddgeir Reynisson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Hrafnistuheimilanna. Með skipulagsbreytingu sem varð á skipuriti Hrafnistu þann 1. október s.l. er rekstrarsvið eitt þriggja stoðsviða í starfsemi Hrafnistu en hin tvö sviðin eru heilbrigðissvið og fjármálasvið.

Oddgeir er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hann hefur víðtæka reynslu úr íslensku atvinnulífi en hann hefur meðal annars starfað fyrir Flögu/Medcare og sem fjármálastjóri Nesskipa. Hann var rekstrarstjóri hjá Nova á árunum 2007-2015 og síðan þá hefur hann verið útibússtjóri Arion banka í Fjallabyggð.

 

Lesa meira...

Nýr fjármálastjóri Hrafnistu og Sjómannadagsráðs

Lesa meira...

Nýr fjármálastjóri Hrafnistu og Sjómannadagsráðs

Kristján Björgvinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjámálasviðs (fjármálastjóri) Hrafnistuheimilanna og fjármálastjóri Sjómannadagsráðs, eiganda Hrafnistu. Með skipulagsbreytingu sem varð á skipuriti Hrafnistu þann 1. október s.l. er fjármálasvið eitt þriggja stoðsviða í starfsemi Hrafnistu en hin tvö sviðin eru heilbrigðissvið og rekstrarsvið. Jafnframt er hluti starfsins fjármálastjórastarf Sjómannadagsráðs en í því felst að hafa umsjón með fjármálastjórnun og fjármálaráðgjöf annarra fyrirtækja Sjómannadagsráðs.

Kristján er viðskiptafræðingur að mennt, með löggildingu í endurskoðun, meistarapróf í fjármálum fyrirtækja og próf í verðbréfamiðlun. Hann hefur gríðarlega mikla starfsreynslu og breiða þekkingu úr fjármálageira íslensks atvinnulífs. Kristján hefur undanfarin átta ár verið framkvæmdastjóri fjármálasviðs Mjólkursamsölunnar ehf. (MS) og Auðhumlu svf., aðaleiganda MS. Áður hafði hann gengt fjármálastjórastörfum og fjölbreyttum ráðgjafastörfum á fjármálasviði fyrirtækja um árabil.

 

Lesa meira...

Síða 4 af 92

Til baka takki