Leit

svæði efst í haus hægra megin

 Hrafnista á Workplace FacebookHrafnista á Facebook

 

 
 

Topp slide - reykjavik

 

Sagan

Sjómannadagsráð rekur Hrafnistuheimili í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi og tvö heimili í Reykjanesbæ. Sjómannadagsráð var stofnað í Reykjavík 25. nóvember árið 1937. Ráðið  er skipað 34 manna ráði sem kýs sér 5 manna stjórn. Sjómannadagsráð hefur annast árleg hátíðahöld Sjómannadagsins í Reykjavík frá árinu 1938. Árið 1939 var ákveðið að  beita sér fyrir byggingu Dvalarheimilis fyrir aldraða sjómenn (DAS).

b_212_141_16777215_00_images_myndasafn_gamlar-myndir.jpegSjá myndaalbúm

 
Dvalarheimili aldraðra sjómanna, Hrafnista tók til starfa í Reykjavík á Sjómannadaginn 2. júní 1957. Tveimur áratugum síðar, á Sjómannadaginn 5. júní 1977, hóf Hrafnista í Hafnarfirði sína starfsemi. Heimilin eru bæði í eigu Sjómannadagsráðs. Hinn 19. mars 2010 hóf Hrafnista starfsemi í Kópavogi. Hrafnista á Nesvöllum í Reykjanesbæ er nýjasta Hrafnistuheimilið en það var vígt 14. mars 2014. Á sama tíma tók Hrafnista við starfsemi eldra heimilis, Hrafnistu á Hlévangi. 
 
Sjómannadagsráð stofnaði Happdrætti DAS árið 1954 til fjáröflunar og hefur rekið það æ síðan. Ráðið stofnaði einnig Laugarásbíó árið 1960 til fjáröflunar og rekur húsnæði þess í dag. Árið 1964 keypti Sjómannadagsráð jörðina Hraunkot í Grímsnesi þar sem rekin er frístundabyggð. Einnig stóð ráðið fyrir stofnun Naustavarar árið 2001 en Naustavör byggir og rekur 200 leiguíbúðir fyrir aldraða í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi. 
 
 

Stjórn

Stjórn Hrafnistu er kosin af Sjómannadagsráði Höfuðborgarsvæðisins.  Í Sjómannadagsráði  sitja 34 fulltrúar sem tilnefndir eru af stéttarfélögum sjómanna á höfuðborgarsvæðinu.
 
 
Stjórn Sjómannadagsráðs skipa eftirfarandi:

Stjórnarformaður Sjómannadagsráðs: Hálfdan Henrysson.

Varaformaður: Guðjón Ármann Einarsson.

Gjaldkeri: Jónas Garðarsson.

Varagjaldkeri: Oddur Magnússon.

Ritari: Sigurður Ólafsson.

 

Varamenn      

1. varamaður: Jón Rósant Þórarinsson

2. varamaður: Árni Sverrisson

3. varamaður: Bergur Þorkelsson               
 
 
 
 

Framkvæmdaráð

b_150_173_16777215_00_images_umhrafnistu_petur.jpeg
Pétur Magnússon, forstjóri 
 
Pétur Magnússon hefur verið forstjóri Hrafnistuheimilanna frá 2008. Pétur starfaði lengi hér á landi að markaðs- og kynningamálum fyrir alþjóðleg lyfjafyrirtæki. Á árunum fyrir Hrafnistu starfaði hann sem æðsti maður lyfjafyrirtækisins Merck Sharp & Dohme á Íslandi. Pétur lauk lyfjafræðinámi með meistaragráðu frá Háskóla Íslands árið 1998 og MBA námi frá Háskóla Reykjavíkur með sérstakri áherslu á mannauðsstjórnun árið 2004.
b_150_173_16777215_00_images_umhrafnistu_harpa5.jpeg
Harpa Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs
 
Harpa Gunnarsdóttir hefur verið framkvæmdastjóri rekstrarsviðs frá árinu 2009, er hún hóf störf hjá Hrafnistu. Áður starfaði hún sem mannauðsstjóri og framkvæmdastjóri hjá SPRON. Harpa er menntuð úr Viðskipta- og rekstrarnámi frá endurmenntun Háskóla Íslands og lauk MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2004. 

 
b_150_173_16777215_00_images_umhrafnistu_Maria2.jpeg
María Fjóla Harðardóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs
 
María Fjóla Harðardóttir var ráðin framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistuheimilanna í byrjun ársins 2015. María hefur fjölbreytta reynslu af starfsemi hjúkrunarheimila en hún hefur verið deildarstjóri bæði á Hlévangi í Reykjanesbæ og Sunnuhlíð í Kópavogi. Jafnframt hefur hún starfað hjá hjúkrunarheimilunum Mörk og Eir. María Fjóla er hjúkrunarfræðingur að mennt og með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM) frá Háskólanum í Reykjavík.
 
b_150_173_16777215_00_images_umhrafnistu_Ardis.jpeg
Árdís Hulda Eiríksdóttir, forstöðumaður í Hafnarfirði 
 
Árdís Hulda Eiríksdóttir er forstöðumaður Hrafnistu í Hafnarfirði. Árdís hóf störf sem gæða- og fræðslustjóri Hrafnistuheimilanna árið 2008 og sinnti því starfi þar til hún tók við starfi forstöðumanns í Hafnarfirði árið 2013. Áður var hún hjúkrunarforstjóri á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Uppsölum í 9 ár.  Árdís  hefur tekið þátt í ýmsum verkefnum á vegum Hrafnistu og á sæti í Framkvæmdaráði Hrafnistuheimilanna. Árdís lauk BSc. prófi í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands árið 1998 og diplóma námi í opinberri stjórnsýslu fyrir heilbrigðisstjórnendur árið 2016.
 
 
 
b_150_173_16777215_00_images_starfsfolk_hronn.jpeg
Hrönn Ljótsdóttir, forstöðumaður í Garðabæ
 
Hrönn Ljótsdóttir er  forstöðumaður Hrafnistu í Garðabæ.  Hrönn hefur starfað á Hrafnistu  frá árinu 1986 fyrst sem sjúkraliði. Frá árinu 2007  starfaði hún sem félagsráðgjafi Hrafnistuheimilanna, en hún lauk BA prófi í félagsráðgjöf  með starfsréttindum frá Háskóla Íslands það ár. Hún  hefur tekið þátt í ýmsum verkefnum á vegum Hrafnistu og á sæti í Framkvæmdaráði Hrafnistuheimilanna. Hún lauk prófi frá Sjúkraliðaskóla Íslands árið 1985 og diplóma námi í opinberri stjórnsýslu fyrir heilbrigðisstjórnendur árið 2016.
 
b_150_173_16777215_00_images_umhrafnistu_sigrun2.jpeg
Sigrún Stefánsdóttir, forstöðumaður í Reykjavík. 
 
Sigrún Stefánsdóttir er forstöðumaður  Hrafnistu í Reykjavík. Sigrún hóf störf á Hrafnistu í Reykjavík sem deildarstjóri árið 2003. Hún tók síðan við starfi forstöðumanns á Hrafnistu í Hafnarfirði árið 2011 og sinnti því þar til hún tók við núverandi stöðu árið 2013. Sigrún útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur B.Sc. frá HÍ árið 1991 og lauk diplóma námi í stjórnun frá HÍ árið 2007. Áður starfaði hún sem hjúkrunarfræðingur á LSH. Hún hefur tekið þátt í ýmsum verkefnum á vegum Hrafnistu og situr í Framkvæmdaráði Hrafnistuheimilanna.   
 
b_150_173_16777215_00_images_umhrafnistu_thuridur.jpeg

Þuríður Ingibjörg Elísdóttir, forstöðurmaður í Reykjanesbæ.

Þuríður Ingibjörg Elísdóttir er forstöðumaður Hrafnistu í Reykjanesbæ Nesvalla og Hlévangs. Þuríður var hjúkrunardeildarstjóri frá opnun Hrafnistu í Reykjanesbæ á Nesvöllum frá mars 2014 áður en hún tók við stöðu forstöðumanns þann 1. janúar 2017. Hún starfaði sem hjúkrunardeildarstjóri Dvalarheimila aldraðra á Suðurnesjum á Garðvangi frá árinu 2004. Þuríður á tæpa tveggja áratuga reynslu á sviði öldrunarþjónustu. Þuríður lauk BSc. prófi í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands árið 2001. Hún á sæti í Framkvæmdaráði Hrafnistuheimilanna. 

 
 
 
 
 
 
 

Til baka takki

Banners neðst á forsíðu 1

Happdrætti DAS 

 

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur