Fréttasafn

Pétur Magnússon 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Pétur og Hálfdan.
Lesa meira...

 

 

Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistuheimilanna, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum honum til hamingju með áfangann er honum þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hann hefur sýnt heimilinu.

 

Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Hálfdan Henrysson, stjórnarformaður Sjómannadagsráðs, afhenti Pétri gjöf í tilefni af 10 ára starfsafmælinu.  

 

 

Lesa meira...

Lucia Lund 30 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Pétur, Lucia. Hálfdan og Harpa.
Lesa meira...

 

Lucia Lund, mannauðsstjóri Hrafnistuheimilanna, hefur starfað á Hrafnistu í 30 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri, Lucia, Hálfdan Henrysson stjórnarformaður Sjómannadagsráðs og Harpa Gunnarsdóttir fjármálastjóri Hrafnistuheimilanna. 

 

 

 

Lesa meira...

Hrafnista í Garðabæ fagnaði 1. árs afmæli í gær

Lesa meira...

 

Hrafnista Garðabæ Ísafold fagnaði 1 árs afmæli sínu í gær, miðvikudaginn 1. febrúar, með hádegismat að hætti langömmu. Allar einingar elduðu lambahrygg með brúnuðum kartöflum, grænum baunum og rauðkáli. Það var yndislegt að finna ilminn leggja um húsið og ekki skemmdi fyrir að fá þau harmonikkusnillinga systkinin Svein og Hólmfríði til að spila og syngja um húsið. Takk kærlega fyrir okkur.

 

Lesa meira...

Hrafnistukonur í Fréttablaðinu í gær

Lesa meira...

 

Í gær, miðvikudaginn 1. febrúar, fylgdi fylgirit með Fréttablaðinu með umfjöllun um konur í atvinnulífinu. Í því má finna umfjöllun um Hrafnistu og viðtöl við konurnar okkar sem sitja í Framkvæmdaráði Hrafnistu.

 

Viðtölin má lesa með því að smella hér

 

 

 

Lesa meira...

Anna María Bjarnadóttir ráðin tímabundið í stöðu aðstoðardeildarstjóra á Miklatorgi Hrafnistu Reykjavík

Lesa meira...

 

Anna María Bjarndóttir, hjúkrunarfræðingur, hefur verið ráðin tímabundið í stöðu aðstoðardeildarstjóra á Miklatorgi Hrafnistu í Reykjavík í fjarveru Jónu Óskar Ásgeirsdóttur aðstoðardeildarstjóra.

Anna María hefur starfað hjá okkur á Hrafnistu í Reykjavík frá árinu 2009. Hún útskrifaðist úr hjúkrunarfræði frá HÍ árið 2012.  

Lesa meira...

Skipulagsbreytingar á Rekstrarsviði Hrafnistu

Lesa meira...

 

Frá og með 1. febrúar næstkomandi verða þær breytingar á skipulagi rekstrarsviðs Hrafnistu að ný starfseining: Fræðsla og ráðgjöf, tekur til starfa.

Fræðslumál færast þá frá mannauðsdeildinni í þessa nýju starfseiningu, sem auk fræðslunnar mun sinna ráðgjöf til starfsmanna, stjórnenda, heimilismanna og aðstandenda. 

Með því móti verður settur aukinn kraftur í fræðslumálin og þróun þeirra innan Hrafnistuheimilanna.  Einnig verður aukin áhersla á ráðgjöf varðandi starfsþróunarmál og önnur málefni sem snúa að eflingu starfsmannahópsins, fræðslu til aðstandenda og heimilismanna.

 

Starfsmenn Fræðslu og ráðgjafar verða Lucia Lund og Soffía Egilsdóttir:

Lucia Lund:   Mun sjá um fræðslumál í samstarfi við Soffíu, sjá um ráðgjöf varðandi starfsþróunarmál og önnur verkefni sem snúa að eflingu starfsmannahópsins.  Þess má geta að Lucia lauk á síðasta ári námi í Markþjálfun.

Soffía Egilsdóttir:  Mun sjá um fræðslumál í samstarfi við Luciu og sinna ráðgjöf  varðandi samskipti við heimilisfólk og aðstandendur þeirra. Soffía sinnir stuðningi við forstöðumenn og stjórnendur í einstökum málum sem félagsráðgjafi.

Sameiginlega munu þær Lucia og Soffía vinna að stefnumótun og uppbyggingu fræðslustarfsins og ráðgjafar, ásamt því að taka þátt í gæðastarfi, móta verklagsreglur og vinna með þverfaglegum teymum innan Hrafnistu.  

Um leið og við þökkum Luciu fyrir sín góðu störf sem mannauðsstjóri Hrafnistu , óskum við henni og Soffíu góðs gengis við að efla enn frekar fræðslu og ráðgjöf innan Hrafnistuheimilanna.

 

Lesa meira...

Berglind Björk Hreinsdóttir ráðin mannauðsstjóri Hrafnistuheimilanna

Lesa meira...

 

Berglind Björk lauk  BA gráðu í sálfræði- og félagsráðgjöf frá HÍ 1999, Diplómagráðu í mannauðsstjórnun 2004 og MPM gráðu í verkefnastjórnun frá HÍ 2007.  
Berglind Björk hefur einnig sótt ýmis stjórnunar- og mannauðsstjórnunarnámskeið undanfarin ár m.a. um starfsánægju og liðsheild, straumlínustjórnun, vottun jafnlaunakerfa, ofl. 

Berglind Björk hefur starfað sem ráðgjafi fyrir Attentus - mannauður og ráðgjöf, frá árinu 2015.  Þar sinnti hún ráðgjafastörfum í tengslum við stjórnun og mannauðsmál, vann að verkefnum m.a. í stefnumótun, verkefnastjórnun, straumlínustjórnun, launagreiningum og innleiðingu jafnlaunavottunar. 
Á árunum 2005-2014 starfaði hún hjá Hagstofu Íslands, lengst af sem deildarstjóri gagnasöfnunar.  

Berglind Björk mun hefja störf hjá Hrafnistu í lok febrúar. 

Við bjóðum Berglindi Björk velkomna í hópinn. 

 

Lesa meira...

Þorrablót Hrafnistu Nesvöllum Reykjanesbæ föstudaginn 26. janúar

Lesa meira...

 

Þorrinn var haldinn hátíðlegur á Hrafnistu Nesvöllum föstudaginn 26. janúar sl. Mættu þar prúðbúnir íbúar, aðstandendur og starfsfólk til að gæða sér á dýrindis þorramat sem var skolað niður með íslensku brennivíni eða bara okkar góða malt og appelsíni.  Dói, félagi úr harmonikkufélagi Suðurnesja, sá um að spila íslensk þjóðlög á harmonikkuna. 

 

Lesa meira...

Nýr mannauðsfulltrúi Hrafnistuheimilanna

Lesa meira...

 

Kristín Hrund Whitehead hefur verið ráðin mannauðsfulltrúi hjá Hrafnistuheimilunum.

Kristín Hrund lauk M.S. prófi í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands 2011, M.A. prófi í uppeldis- og kennslufræðum, með áherslu á fullorðinsfræðslu, endurmenntun og tölfræðilegri úrvinnslu gagna, frá  Albert – Ludwigs háskólanum í Freiburg í Þýskalandi. 

Kristín starfaði sem sérfræðingur á mannauðssviði Olís 2013-2017.  Í störfum sínum þar vann Kristín að fjölbreyttum verkefnum á sviði mannauðsmála og kom einnig að launavinnslu og fræðslumálum.    Áður vann Kristín meðal annars sem háskólakennari um 3ja ára skeið í Þýskalandi.

 

 

Lesa meira...

Síða 8 af 76

Til baka takki