Fréttasafn

Sumargrill á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

Hið árlega sumargrill var haldið í hádeginu þann 5. júlí fyrir íbúa og starfsfólk á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hátt í 400 manns gæddu sér á grillmat og nutu góða veðursins. Grillvagninn sá til þess að allir fengu ljúffengan mat og Hlynur Ben trúbador hélt uppi stemmingunni með ljúfum tónum.

 

Myndir: Hreinn Magnússon

Lesa meira...

Skipstjóri 27 ára og kallaður „kallinn“

Lesa meira...

Ægir Franzson var skipstjóri á togaranum Þerney RE 101. Hann fór í land er skipið var selt úr landi á síðasta ári. Ægir var aðeins fjórtán ára gamall þegar hann hóf sjómennsku og síðan er liðin rúm hálf öld. Reyndar má færa rök fyrir því að Ægir hafi stundað sjómennsku frá sjö ára aldri, því á æskuárum sínum í Flatey á Breiðafirði fór hann gjarnan á sjó með afa sínum, Sveini Jónssyni.

http://hrafnista.is/skjol/Sjomannadagsbladid2018/#8

 

Lesa meira...

Sumarhátíð á Hrafnistu Hlévangi Reykjanesbæ

Lesa meira...

Hrafnista hélt sína árlegu sumarhátíð á Hlévangi í hádeginu í gær. Boðið var upp á grillaðan kjúkling og lambakjöt ásamt meðlæti. Hjörleifur úr bandinu Heiður spilaði vel valin lög fyrir íbúa og starfsfólk. Þó að sólin skín ekki skært þessa dagana þá skín hún skært í hjörtum íbúa Hlévangs.

 

Lesa meira...

Sumarhátíð á Hrafnistu Nesvöllum Reykjanesbæ

Lesa meira...

Hrafnista hélt sína árlegu sumarhátíð á Nesvöllum í hádeginu í gær. Boðið var upp á grillaðan kjúkling og lambakjöt með öllu tilheyrandi. Þrátt fyrir sòlarleysið komu um 150 manns og nutu þess að borða góðan mat og hlusta á Hjörleif úr bandinu Heiður flytja nokkur vel valin íslensk lög.

 

Lesa meira...

Tiltektardagar á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

Dagana 20. - 22. júní fóru fram tiltektardagar á Hrafnistu í Hafnarfirði. Starfsfólk fór í gegnum skápa, skúffur, ganga, vaktherbergi og alrými.

Settur var upp skiptimarkaður þar sem hlutir og/eða skrautmunir sem starfsfólk deilda voru orðin leið á og vildu losna við í skiptum við annað dót á skiptimarkaðnum frá öðrum deildum sem var þá hægt að nýta sem „nýjan“ hlut á deildinni.

 

Lesa meira...

HÚH æft á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

26. júní 2018 er merkisdagur að mörgu leiti. Heimilsfólk og starfsfólk á Hrafnistu í Hafnarfirði fögnuðu því að Guðni forseti er fimmtugur í dag og víkingaklappið var æft í Menningarsalnum undir stjórn Helenu íþróttarkennara. Í Súðinni á 5.hæðinni stjórnuðu Íris sjúkraþjálfari og Harpa iðjuþjálfi leikfimi og virkni eftir hádegi. En það var ekki einungis haldið upp á afmæli forsetans heldur var boðið í pönnukökuveislu á 5. hæðinni vegna þess að í dag á Stefán Hilmarsson söngvari einnig afmæli. Heimilisfólkið okkar hafði mjög gaman að þessu uppátæki. Pönnukökurnar sem Skúlína bakaði slógu í gegn og gleðin skein úr öllum andlitum. Áfram Ísland!

 

https://www.facebook.com/1272543458/videos/10216355505101550/

 

Myndir tók  Hjördís Ósk deildarstjóri á Sjávar- og Ægishrauni.

 

Lesa meira...

Síða 8 af 90

Til baka takki