Fréttasafn

Eyrún Pétursdóttir 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Pétur, Eyrún og Árdís Hulda.
Lesa meira...

 

Eyrún Pétursdóttir, deildarstjóri á Bylgjuhrauni Hrafnistu Hraunvangi Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri:  Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Eyrún og Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu Hraunvangi.

 

Lesa meira...

Alzheimer samtökin með alzheimer kaffi fimmtudaginn 7. mars í Hæðargarði 31

Lesa meira...

Alzheimer samtökin verða með alzheimer kaffi fimmtudaginn 7. mars nk. kl. 17:00 að Hæðargarði 31 í Reykjavík.

Bergþór Pálsson, söngvari flytur erindi og leikur með fjöldasöng.

Alzheimerkaffi er fyrir fólk með alzheimer eða aðra minnissjúkdóma og aðstandendur þeirra. Markmiðið er að gefa fólki tækifæri til að koma saman, opna umræðuna um erfiðleika fólks með alzheimersjúkdóminn og gefa þeim og aðstandendum kost á að hitta aðra sem glíma við svipaðan vanda. Einnig að veita ráðgjöf, fræðslu, spjalla, syngja, gleðjast og eiga gæðastundir. 

Kaffigjald er kr. 500.-

Allir velkomnir!

 

Lesa meira...

Nýtt Hrafnistuheimili Sjómannadagsráðs rís hægt og bítandi

Lesa meira...

Framkvæmdir verktaka á vegum Sjómannadagsráð við byggingu nýs Hrafnistuheimilis og þjónustumiðstöðvar ganga sinn gang eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi þar sem byggingarnar rísa óðum í átt til himins. Gert er ráð fyrir að hjúkrunarheimilið verði tekið í notkun fljótlega á nýju ári og þjónustumiðstöðin fljótlega í kjölfarið. Einnig munu fjölbýli með öryggis- og þjónustuíbúðum Naustavarar rísa í næsta nágrenni.

Sjómannadagsráð mun byggja, eiga og reka fyrirhugaða þjónustumiðstöð sem samtengd verður Hrafnistuheimilinu og þremur nýjum fjölbýlishúsum með 140 íbúðum Naustavarar sem leigðar verða á almennum markaði fyrir eldra fólk. Áhersla verður lögð á að skapa nokkurskonar miðstöð heilbrigðs lífs, þar sem boðið verður upp á aðgang að fjölbreyttri dagskrá og þjónustu bæði fyrir þá sem vilja auka eigin færni og þá sem vilja bregðast við minnkandi færi eða heilsu.

Reykjavíkurborg mun leigja hluta þjónustumiðstöðvarinnar auk þess sem aðrir sem veita þar sérhæfða þjónustu, svo sem á sviði veitinga, fræðslu, sjúkraþjálfunar, heilsueflingar, afþreyingar og menningar, verða þar einnig með aðstöðu.

Í fjölbýlishúsum Naustavarar verða leigðar íbúðir í nokkrum stærðarflokkum. Algengustu stærðir verða 50 til 70 fm2 íbúðir en einnig 70-85 fm2 hjónaíbúðir auk nokkurra enn stærri íbúða. Leiguíbúðirnar verða sérhannaðar fyrir eldra fólki sem vill búa sjálfstætt en njóta nálægðar og aðgangs að þeirri þjónustu sem veitt verður á svæðinu.

 

Framkvæmdir við Sléttuveg: https://www.facebook.com/Sjomannadagsrad/videos/591086611364647/

 

Lesa meira...

Nýárstónleikar á Hrafnistu Boðaþingi Kópavogi

Lesa meira...

Hrafnista í Boðaþingi Kópavogi bauð íbúum sínum á nýjárstónleika í lok janúar. Katrín Halldóra Sigurðardóttir söngkona ásamt undirleikara flutti helstu lög okkar ástsælu söngkonu Ellý Vilhjálms. Katrín Halldóra hefur verið áberandi í listalífi landsins undanfarið en þó algerlega slegið í gegn í sýningunni Ellý í Borgarleikhúsinu sem sýnd hefur verið hátt í 200 sinnum. Mikil ánægja var með frammistöðu Katrínar Halldóru og hefur mikið Ellý æði gripið um sig. Lögin sungin í söngstundum og morgunfjöri á deildum og umræður um lífsferil Ellý verið víða í húsinu. Sérstaklega ánægjulegt var hversu vel mætt var af íbúum og má segja að þar hafi nýtt met verið slegið þar sem meginþorri þeirra kom að hlýða á sönginn. Hrafnista Boðaþingi þakkar öllum fyrir komuna. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem voru teknar á viðburðinum.

 

Lesa meira...

Guðrún Zoéga 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Pétur, Guðrún, Eyrún og Árdís Hulda.
Lesa meira...

 

Guðrún Zoéga, hjúkrunarfræðingur og aðstoðardeildarstjóri á Bylgjuhrauni Hrafnistu Hraunvangi Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri:  Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Guðrún, Eyrún Pétursdóttir deildarstjóri og Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu Hraunvangi.

 

Lesa meira...

Soffía Egilsdóttir og Þóra Geirsdóttir 20 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. María Fjóla, Þóra, Soffía og Pétur.
Lesa meira...

 

Soffía Egilsdóttir, félagsráðgjafi og umboðsmaður íbúa og aðstandenda, og Þóra Geirsdóttir hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri á heilbrigðissviði, hafa starfað á Hrafnistu í 20 ár. Um leið og við óskum þeim til hamingju með áfangann er þeim þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem þær hafa sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: María Fjóla Harðardóttir framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistu, Þóra, Soffía og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Myndir frá þorrablóti Hrafnistu Nesvöllum

Lesa meira...

 

Þorrablót Hrafnistu Nesvöllum var haldið í hádeginu föstudaginn 1. febrúar sl. Bragi Fannar harmonikkuleikari og Harmonikkufélag Suðurnesja spiluðu undir borðhaldi á meðan heimilisfólk gæddi sér á dýrindis þorramat með öllu tilheyrandi.

 

Lesa meira...

Myndir frá þorrablóti Hrafnistu Hlévangi

Lesa meira...

 

Þorrablót Hrafnistu Hlévangi var haldið í hádeginu fimmtudaginn 31. janúar sl. Bragi Fannar harmonikkuleikari spilaði undir borðhaldi á meðan heimilisfólk gæddi sér á pungum, hákarli og tilheyrandi. Að sjálfsögðu var þorramatnum svo skolað niður með ísköldu íslensku brennivíni.

 

Lesa meira...

Myndir frá þorrablóti Hrafnistu Hraunvangi

Lesa meira...

 

Þorrablót Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði var haldið fimmtudaginn 31. janúar s.l. Kokkar Hrafnistu báru fram hinn sígilda þorramat, Guðrún Árný söngkona sá um veislustjórn, Böðvar Magnússon spilaði á flygilinn undir borðhaldi og á harmonikkuna í hópsöng.
Heimilisiðnaðarfélagið var með kynningu og sýndi  glæsilega þjóðbúninga, Soffía Egilsdóttir félagsráðgjafi fór með minni karla og Oddgeir rekstrarstjóri Hrafnistu fór með minni kvenna. Harmonikkufélag Suðurnesja spilaði svo fyrir dansi á dansiballi sem fram fór eftir borðhaldið. Það er óhætt að segja að kvöldið hafi heppnast einstaklega vel og skemmti fólk sér vel.

 

Lesa meira...

Síða 6 af 105

Til baka takki