Fréttasafn

Nýr framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Hrafnistuheimilanna

Lesa meira...

Nýr framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Hrafnistuheimilanna

Oddgeir Reynisson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Hrafnistuheimilanna. Með skipulagsbreytingu sem varð á skipuriti Hrafnistu þann 1. október s.l. er rekstrarsvið eitt þriggja stoðsviða í starfsemi Hrafnistu en hin tvö sviðin eru heilbrigðissvið og fjármálasvið.

Oddgeir er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hann hefur víðtæka reynslu úr íslensku atvinnulífi en hann hefur meðal annars starfað fyrir Flögu/Medcare og sem fjármálastjóri Nesskipa. Hann var rekstrarstjóri hjá Nova á árunum 2007-2015 og síðan þá hefur hann verið útibússtjóri Arion banka í Fjallabyggð.

 

Lesa meira...

Nýr fjármálastjóri Hrafnistu og Sjómannadagsráðs

Lesa meira...

Nýr fjármálastjóri Hrafnistu og Sjómannadagsráðs

Kristján Björgvinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjámálasviðs (fjármálastjóri) Hrafnistuheimilanna og fjármálastjóri Sjómannadagsráðs, eiganda Hrafnistu. Með skipulagsbreytingu sem varð á skipuriti Hrafnistu þann 1. október s.l. er fjármálasvið eitt þriggja stoðsviða í starfsemi Hrafnistu en hin tvö sviðin eru heilbrigðissvið og rekstrarsvið. Jafnframt er hluti starfsins fjármálastjórastarf Sjómannadagsráðs en í því felst að hafa umsjón með fjármálastjórnun og fjármálaráðgjöf annarra fyrirtækja Sjómannadagsráðs.

Kristján er viðskiptafræðingur að mennt, með löggildingu í endurskoðun, meistarapróf í fjármálum fyrirtækja og próf í verðbréfamiðlun. Hann hefur gríðarlega mikla starfsreynslu og breiða þekkingu úr fjármálageira íslensks atvinnulífs. Kristján hefur undanfarin átta ár verið framkvæmdastjóri fjármálasviðs Mjólkursamsölunnar ehf. (MS) og Auðhumlu svf., aðaleiganda MS. Áður hafði hann gengt fjármálastjórastörfum og fjölbreyttum ráðgjafastörfum á fjármálasviði fyrirtækja um árabil.

 

Lesa meira...

Hrafnistuheimilin fá afhenta gjöf

Lesa meira...

 

Þorsteinn Marinósson, sem ættaður er frá Engihlíð á Árskógsströnd og búsettur er á Akureyri, færði á dögunum Hrafnistuheimilunum að gjöf íslenska fána á íslensku grjóti sem hann hefur tínt sl. 40 ár á ferðum sínum um Ísland.

Þorsteinn er 84 ára  hefur verið duglegur að búa til ýmislegt úr íslensku grjóti í gegnum árin, m.a. kertastjaka, servéttuhaldara, sett þunnar steinaflögur á borð, í glugga og skjólveggi. Hann býr heima ásamt vinkonu sinni Huldu Baldvinsdóttur sem einnig er 84 ára (en eiginkona hans Fjóla Kristín Jóhannsdóttir lést árið 1990 úr krabbameini aðeins 52 ára að aldri). Þorsteinn sér alfarið um heimilið, eldar, þrífur og hugsar um Huldu og dundar sér í bílskúrnum að föndra með grjót.

Hrafnistuheimilin þakka Þorsteini fyrir fallega gjöf og hlýhug og munu fánarnir svo sannarlega prýða matarborðin við hátíðleg tækifæri á Hrafnistu.

 

Það var Ingibjörg Þorsteinsdóttir dóttir Þorsteins sem fór á öll Hrafnistuheimilin og færði þeim þessa fallegu gjöf fyrir hönd föður síns.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á hverju heimili fyrir sig og eftirfarandi aðilar veittu gjöfinni viðtöku  (upptalning á heimilum eru í sömu röð og myndirnar hér fyrir neðan).

Hrafnista Reykjavík: Bjarney Sigurðardóttir verkefnastjóri Heilbrigðissviðs Hrafnistu (t.h.)

Hrafnista Kópavogi: Rebekka Ingadóttir deildarstjóri (t.v.)

Hrafnista Garðabær: Hrönn Ljótsdóttir forstöðumaður (lengst t.v.) og Valgerður Gylfadóttir systurdóttir Þorsteins (lengst t.h.)

Hrafnista Hafnarfirði: Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður (lengst t.v.) og Dagrún Njóla Magnúsdóttir sjúkraliði og mágkona Ingibjargar, dóttur Þorsteins (lengst t.h.)

Hrafnista Nesvellir Reykjanesbæ: Þuríður Elísdóttir forstöðumaður (t.v.)

Hrafnista Hlévangur Reykjanesbæ: Guðlaug Gunnarsdóttir og Kristín M. Hreinsdóttir deildarstjórar (t.v.)

Síðasta myndin er tekin á Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem Hrönn Önundardóttir, deildarstjóri (t.v.) veitti viðtöku viðbótarfánum sem Þorsteinn færði heimilinu. 

 

Einnig má sjá myndir af Þorsteini þar sem hann er annars vegar við leiði konu sinnar Fjólu Kristínar á 80 ára afmælisdegi hennar fyrir ári síðan. Krossinn á myndinni er gerður af Þorsteini frá grunni. Hins vegar má sjá mynd af Þorsteini með börnum sínum sem tekin var við sama tilefni. Elst er Sigrún Jóhanna, svo Marinó Steinn, þá Ingibjörg, svo Svanlaugur og yngst er Ása Valgerður. 

 

Lesa meira...

Dolores R. Magdaraog 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Árdís Hulda, Dolores, Kristín og Pétur.
Lesa meira...

Dolores R. Magdaraog, starfsmaður í ræstingu á Hrafnistu í Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Hafnarfirði, Dolores R. Magdaraog, Kristín Benediktsdóttir ræstingastjóri Hrafnistu í Hafnarfirði og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Haustfagnaður Hrafnistu Hafnarfirði verður haldinn föstudaginn 12. október

Lesa meira...

 

Haustfagnaður Hrafnistu í Hafnarfirði verður haldinn föstudaginn 12. október og hefst hann með fordrykk kl. 11:30.

Íbúar geta boðið með sér einum gest. Verð fyrir gesti er kr. 4.500.- (nánari upplýsingar veitir starfsfólk á Hrafnistu Hafnarfirði).

Miðasala fer fram í verslun á 1. hæð og lýkur á hádegi þriðjudaginn 9. október.

 

Haustfagnaðurinn er haldinn á Bleika deginum og eru gestir hvattir til að klæðast einhverju bleiku þennan dag.

Dagskráin verður send út á Hrafnisturásinni upp á deildar.

 

Sjá auglýsingu hér. 

 

Lesa meira...

Haustfagnaður Hrafnistu Nesvöllum verður haldinn miðvikudaginn 10. október

Lesa meira...

 

Haustfagnaður Hrafnistu Nesvöllum Reykjanesbæ verður haldinn miðvikudaginn 10. október og hefst hann með fordrykk kl. 17:30.

Miðar eru til sölu á þjónustuborði Nesvalla og hjá hjúkrunarfræðingi á vakt frá 1. - 10. október. 

Íbúar geta boðið með sér tveimur gestum. Verð fyrir gesti er kr. 4.500.- (nánari upplýsingar veitir starfsfólk á Hrafnistu Nesvöllum).

 

Sjá auglýsingu hér.

 

 

Lesa meira...

Elínborg Jóna Ólafsdóttir ráðin deildarstjóri dagþjálfunar fyrir einstaklinga með heilabilun á Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

 

Elínborg Jóna Ólafsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri dagþjálfunar fyrir einstaklinga með heilabilun á Hrafnistu í Reykjavík en fyrirhugað er að opna dagþjálfunardeild fyrir 30 einstaklinga með heilabilun í febrúar á næsta ári.

Elínborg lauk BS prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2003 og lauk diploma í gjörgæsluhjúkrun frá sama skóla árið 2017 og hefur víðtæka starfsreynslu sem hjúkrunarfræðingur og stjórnandi. Hún hefur meðal annars starfað sem hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum og á heilsugæslunni. Einnig hefur hún starfað sem deildarstjóri á hjúkrunarheimilunum Hlévangi og Mörk.

 

Lesa meira...

Bleiki dagurinn á Hrafnistu - föstudaginn 12. október

Lesa meira...

 

Bleiki dagurinn verður haldinn hátíðlegur föstudaginn 12. október og Hrafnistuheimilin munu svo sannarlega leggja sitt af mörkum til að gera daginn sem hátíðlegastan líkt og undafarin ár. Þessa dagana er verið að færa heimilin í bleikan búning með því að skreyta með ýmsu bleiku. Að sjálfsögðu höldum við svo upp á Bleika daginn með formlegum hætti með því að hvetja heimilisfólk og starfsfólk á Hrafnistu til að taka þátt og klæðast einhverju bleiku þennan dag. 

 

Lesa meira...

Rannsóknarsjóður Hrafnistu óskar eftir umsóknum um styrki á sviði öldrunarmála

Lesa meira...

 

Eitt af meginmarkmiðum sjóðsins er að stuðla að nýjungum og þróun í málefnum aldraðra. Sjóðurinn er opinn öllum þeim sem að stunda rannsóknir, formlegt nám eða hvað annað sem mun efla þennan málaflokk hér á landi.

Umsóknarfrestur er til 3. nóvember 2018 og skulu umsóknir sendar á netfangið  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Umsókn skal fylgja:

a)        Stutt lýsing á verkefninu

b)        Tíma- og kostnaðaráætlun

c)         Aðrir styrkir sem sótt er um fyrir sama verkefni

Sú kvöð fylgir styrkveitingu að niðurstöður verkefnisins séu kynntar á Hrafnistu í ræðu og riti auk þess að rannsóknarsjóðurinn áskilur sér rétt til að krefjast endurgreiðslu innan 3 ára ef hætt hefur verið við verkefnið.

 

Nánari upplýsingar fást hjá gæðastjóra Hrafnistu, Nönnu G. Sigurðardóttur í síma 585-9402.

 

 

Lesa meira...

Síða 6 af 93

Til baka takki