Fréttasafn

Aðventustund á Hrafnistu Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Í dag var haldin aðventustund á Hrafnistu Hafnarfirði. Böðvar Magnússon sá um stundina, Hrafnistukórinn söng og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistuheimilanna var með hugvekju. Í hugvekju sinni velti hann m.a. upp hugleiðingum um jólahald fyrri tíma og dagsins í dag.

 

Lesa meira...

Tónlistarhátíð á Hrafnistu Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Í gær var svo sannarlega tónlistarhátið á Hrafnistu Hafnarfirði.

Í gærmorgun komu rúmlega 70 krakkar á aldrinum 6-9 ára í heimsókn frá Barnaskóla Hjallastefnunar í Hafnarfirði og sungu fyrir okkur nokkur jólalög sem glöddu alla viðstadda. Í lokin gáfu krakkarnir íbúum og öðrum gestum jólakort með kveðju sem þau höfðu útbúið sjálf og þökkum við þeim kærlega vel fyrir.
Eftir hádegi komu Jólahjón - Hátíð í bæ í heimsókn en kvartettinn Jólahjón skipa þau Jóhanna, Bjartur, Þóra og Örvar. Þau voru með einstaklega líflegan, flottan og skemmtilegan flutning á jólalögum sem náði vel til allra viðstaddra. Það var glens og gaman á milli laga sem og í flutningi sem kitluðu hláturtaugarnar hjá öllum viðstöddum í salnum. Við þökkum þeim hjartanlega fyrir komuna og vonumst til að sjá þau aftur að ári.

 

Lesa meira...

Edyta M. Torba 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Pétur, Edyta, Oddgeir, Ólafur og Kristján.
Lesa meira...

 

Edyta M. Torba, starfsmaður í eldhúsi Hrafnistu Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Edyta, Oddgeir Reynisson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, Ólafur Haukur Magnússon yfirmaður eldhúsa Hrafnistu og Kristján Björn Haraldsson martreiðslumaður.

 

Lesa meira...

Jólaball fyrir starfsfólk Hrafnistu Reykjavík og Kópavogi

Lesa meira...

 

Hrafnista bauð starfsfólki sínu á Hrafnistu Reykjavík og Kópavogi og fjölskyldum þeirra á jólaball í dag. Langleggur og Skjóða úr leikhópnum Lottu sáu um skemmtunina. Þau voru í banastuði ásamt jólasveinum sem mættu á svæðið og leiddu um 100 börn og fullorðna með dans og söng í kringum jólatréð. Börnin fengu góðgæti í poka og boðið var upp á heitt súkkulaði og smákökur. Virkilega notaleg samverustund og allir skemmtu sér vel.

 

Lesa meira...

Lionsklúbbarnir Ásbjörn og Kaldá stýra jólabingói á Hrafnistu Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Í gærkvöldi stóðu Lionsklúbbarnir Ásbjörn og Kaldá fyrir jólabingói á Hrafnistu Hafnarfirði.  Glæsilegir vinningar voru í boði og eftir bingóið var boðið uppá súkkulaðiköku með rjóma. Í lokin var öllum gestum gefinn kassi af súkkulaðirúsínum frá lionsklúbbunum.

Þátttaka var mjög góð eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Við þökkum Lionskúbbunum Ásbirni og Kaldá  kærlega fyrir að komuna og fyrir okkur. 

 

Lesa meira...

Jólasöngur á Hrafnistu Hafnarfirði

Lesa meira...

Það er nóg um að vera á Hrafnistuheimilinum í desember. Á Hrafnistu Hafnarfirði komu börn frá leikskólanum Víðivöllum í  heimsókn í vikunni og sungu fyrir íbúa og starfsfólk. Eftir hádegi kom svo Gaflarakórinn og söng, Hrafnistukórinn tók svo við af þeim og í lokin sungu allir saman, báðir kórarnir ásamt gestum í salnum. Fjölmennt var og notalegt að hlusta á jólalögin.

Í gær komu svo stelpur úr skólahljómsveit Víðistaðaskóla og spiluðu nokkur jólög. Böðvar tók svo við af þeim og spilaði jólalög á harmonikkuna.

 

Lesa meira...

Síða 6 af 100

Til baka takki