Fréttasafn

Sumarhátíð á Hrafnistu Hlévangi Reykjanesbæ

Lesa meira...

Hrafnista hélt sína árlegu sumarhátíð á Hlévangi í hádeginu í gær. Boðið var upp á grillaðan kjúkling og lambakjöt ásamt meðlæti. Hjörleifur úr bandinu Heiður spilaði vel valin lög fyrir íbúa og starfsfólk. Þó að sólin skín ekki skært þessa dagana þá skín hún skært í hjörtum íbúa Hlévangs.

 

Lesa meira...

Sumarhátíð á Hrafnistu Nesvöllum Reykjanesbæ

Lesa meira...

Hrafnista hélt sína árlegu sumarhátíð á Nesvöllum í hádeginu í gær. Boðið var upp á grillaðan kjúkling og lambakjöt með öllu tilheyrandi. Þrátt fyrir sòlarleysið komu um 150 manns og nutu þess að borða góðan mat og hlusta á Hjörleif úr bandinu Heiður flytja nokkur vel valin íslensk lög.

 

Lesa meira...

Tiltektardagar á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

Dagana 20. - 22. júní fóru fram tiltektardagar á Hrafnistu í Hafnarfirði. Starfsfólk fór í gegnum skápa, skúffur, ganga, vaktherbergi og alrými.

Settur var upp skiptimarkaður þar sem hlutir og/eða skrautmunir sem starfsfólk deilda voru orðin leið á og vildu losna við í skiptum við annað dót á skiptimarkaðnum frá öðrum deildum sem var þá hægt að nýta sem „nýjan“ hlut á deildinni.

 

Lesa meira...

HÚH æft á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

26. júní 2018 er merkisdagur að mörgu leiti. Heimilsfólk og starfsfólk á Hrafnistu í Hafnarfirði fögnuðu því að Guðni forseti er fimmtugur í dag og víkingaklappið var æft í Menningarsalnum undir stjórn Helenu íþróttarkennara. Í Súðinni á 5.hæðinni stjórnuðu Íris sjúkraþjálfari og Harpa iðjuþjálfi leikfimi og virkni eftir hádegi. En það var ekki einungis haldið upp á afmæli forsetans heldur var boðið í pönnukökuveislu á 5. hæðinni vegna þess að í dag á Stefán Hilmarsson söngvari einnig afmæli. Heimilisfólkið okkar hafði mjög gaman að þessu uppátæki. Pönnukökurnar sem Skúlína bakaði slógu í gegn og gleðin skein úr öllum andlitum. Áfram Ísland!

 

https://www.facebook.com/1272543458/videos/10216355505101550/

 

Myndir tók  Hjördís Ósk deildarstjóri á Sjávar- og Ægishrauni.

 

Lesa meira...

Upphitun á Hrafnistu fyrir HM 2018

Lesa meira...

Það var mikil stemning í morgun á Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem upphitun fór fram fyrir leik Íslands og Nígeríu. 

 

https://www.facebook.com/handverksheimili/videos/2037581233172419/

https://www.facebook.com/handverksheimili/videos/2037583939838815/

 

Hrafnistuheimilin í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi, Reykjanesbæ og Garðabæ eru öll skreytt á ýmsan hátt með íslensku fánalitunum og fólk fylgist með HM af miklum áhuga. Í dag klæðast margir af  heimilis- og starfsfólki Hrafnistu íslensku landsliðsteyjunni eða einhverju bláu. 😊

Lesa meira...

Síða 4 af 86

Til baka takki