Fréttasafn

Myndir frá haustfagnaði á Hrafnistu Garðabæ - Ísafold

 

Haustfagnaður fór fram á  Hrafnistu Garðabæ – Ísafold fimmtudaginn 2. nóvember sl. Um veislustjórn sáu Sigga Beinteins og Jógvan Hansen. Stemmingin var gríðarlega góð og var það samdóma álit viðstaddra að virkilega vel hefði tekist til, en þetta er í fyrsta skipti sem slíkur kvöldfagnaður er haldinn á Ísafold.

 

Lesa meira...

Anna Ruth 25 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Pétur, Anna Ruth og Árdís Hulda.

 

Anna Ruth Antonsdóttir, sjúkraliði á Bylgjuhrauni Hrafnistu Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 25 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri:  Pétur Magnússon forstjóri, Anna Ruth og Árdís Hulda Eiríksdóttir, forstöðumaður Hrafnistu í Hafnarfirði.

 

 

Lesa meira...

Signe R. Skarsbö 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Pétur, Signe, Erla Gyða, Sigrún, Anna María og Josephine.

 

Signe R. Skarsbö, félagsliði á Vitatorgi Hrafnistu Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri, Signe, Erla Gyða Hermannsdóttir (sem átti nýlega stórafmæli og fékk afhenta afmælisgjöf frá Hrafnistu af því tilefni), Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík, Anna María Friðriksdóttir deildarstjóri á Vitatorgi og Josephine Ramos aðstoðardeildarstjóri. 

 

 

 

Lesa meira...

Árdís Hulda Eiríksdóttir 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

Árdís Hulda og Pétur.

 

Árdís Hulda Eiríksdóttir, forstöðumaður á Hrafnistu í Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Pétur Magnússon forstjóri afhenti Árdísi Huldu 10 ára starfsafmælisgjöf frá Hrafnistu.

 

 

 

Lesa meira...

Erla Ólafsdóttir ráðin deildarstjóri sjúkraþjálfunar á Hrafnistu Garðabæ - Ísafold.

Erla Ólafsdóttir

 

Erla Ólafsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri sjúkraþjálfunar á Hrafnistu Garðabæ - Ísafold. Erla er einnig deildarstjóri sjúkraþjálfunar á Hrafnistu í Kópavogi og mun áfram leiða sjúkraþjálfunina þar. Með þessu er von okkar að aukið samstarf á milli heimilanna munu skila okkur faglegri og betri þjónustu. Jafnframt verður ráðin almennur sjúkraþjáfi sem mun starfa með Erlu á báðum stöðum. Erla lauk Bs prófi í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands 2012 og hefur starfað á Hrafnistu í Kópavogi síðan.

 

Við bjóðum Erlu velkomna í stjórnendahóp Hrafnistu Garðabæ - Ísafold.

 

Lesa meira...

Steinunn Ósk Geirsdóttir ráðin aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Hrafnistu Garðabæ - Ísafold

 

Steinunn Ósk Geirsdóttir hefur verið ráðin sem aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Hrafnistu Garðabæ – Ísafold.

Steinunn er 35 ára gömul og er í sambúð með Friðriki Óskari Friðrikssyni. Saman eiga þau 4 börn á  aldrinum 2 – 14 ára og búa í Garðabæ.

Áður en Steinunn hóf nám í hjúkrunarfræði starfaði hún m.a við aðhlynningu á Sólvangi og Droplaugarstöðum. Síðar við lyfjaskömmtun og afgreiðslu hjá Lyfjavali og með námi hjá Sinnum heimaþjónustu og á hjúkrunarheimilinu Fellsenda.

Steinunn útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur 2014, en frá því í desember 2013 hefur hún starfað á Ísafold. Frá 1. júní – 1. desember sinnti hún starfi verkefnastjóra á Hrafnistu Garðabæ - Ísafold.

Steinunn tekur við stöðunni 1. nóvember næstkomandi og við bjóðum hana velkomna í stjórnendahóp Hrafnistu.

 

 

Lesa meira...

Myndir frá haustfagnaði á Hrafnistu Nesvöllum 19. október.

 

Haustfagnaður var haldinn á Hrafnistu Nesvöllum, fimmtudaginn 19. október. Um veislustjórn sá Selma Björnsdóttir ásamt Pétri Guðmundssyni. Eftir borðhaldið var slegið upp balli með Thelmu Byrd og hljómsveit.

 

Meðfylgjandi eru ljósmyndir frá kvöldinu sem Hreinn Magnússon tók.

 

Lesa meira...

Síða 5 af 75

Til baka takki