Fréttasafn

Hrafnista tekur við rekstri hjúkrunarheimilisins Skógarbæjar

Frá undirritun í Skógarbæ fyrr í dag.
Lesa meira...

 

Sjálfseignastofnunin Skógarbær, sem á og rekur samnefnt hjúkrunarheimili við Árskóga í Reykjavík, hefur undirritað samning við Sjómannadagsráð, eiganda Hrafnistu, um að Hrafnista taki formlega við rekstri hjúkrunarheimilisins þann 2. maí næstkomandi. Rekstur og skuldbindingar starfseminnar munu áfram hvíla hjá Skógarbæ, en Hrafnista tekur yfir að stjórna og reka hjúkrunarheimilið.

Í dag og á næstunni verða haldnir kynningarfundir fyrir starfsfólk, heimilisfólk og aðstandendur vegna breytinganna þar sem starfsemi og hugmyndafræði Hrafnistu verður kynnt. Mannauðsstefna Hrafnistu mun gilda í Skógarbæ líkt og á öðrum Hrafnistuheimilum og engin breyting verður á ráðningarsambandi við starfsfólk sem áfram verður við Skógarbæ. Starfseminni verður háttað í samræmi við hugmyndafræði Hrafnistu þar sem áhersla er lögð á andlega, líkamlega og félagslega vellíðan íbúanna.

Rebekka Ingadóttir, sem stýrt hefur málum Hrafnistu í Boðaþingi undanfarin ár, hefur verið ráðinn forstöðumaður Skógarbæjar frá 1. maí.

Á samningstímabilinu, sem er til að byrja með til ársloka 2020, verður Hrafnista Skógarbæ sjálfstæður hluti rekstrarsamstæðu Sjómannadagsráðs. Í samningnum felst einnig nýting og rekstur á hluta af húsnæði félagsmiðstöðvarinnar Árskóga sem samtengd er hjúkrunarheimilinu og rekin er af Reykjavíkurborg að hluta. Við lok núgildandi samningstíma endurnýjast samningurinn sjálfkrafa til tveggja ára í senn þar til nýr samningur hefur verið undirritaður eða honum sagt upp með samningsbundnum fyrirvara.

Skógarbær er hjúkrunarheimili skammt frá Mjódd í Reykjavík, stofnsett árið 1997 með 81 hjúkrunarrými. Þar er meðal annars sérstök þjónusta fyrir unga hjúkrunaríbúa. Aðilar og stofnendur að sjálfseignarstofnuninni eru Reykjavíkurborg, Rauði Krossinn í Reykjavík og Efling stéttarfélag.

Skógarbær verður sjöunda Hrafnistuheimilið.

 

Lesa meira...

Garðabær felur Hrafnistu rekstur dagdvalar á Ísafold

Samningur um rekstur dagdvalar á Ísafold undirritaður. F.v. Hálfdan Henrysson formaður Sjómannadagsráðs og Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar.
Lesa meira...

 

Á fundi bæjarráðs Garðabæjar í morgun, þann 26. mars 2019, var samþykkt að fela Sjómannadagsráði fyrir hönd Hrafnistu rekstur dagdvalar fyrir eldri borgara í þjónustumiðstöð hjúkrunarheimilisins Ísafoldar í Garðabæ. Hrafnista hefur rekið hjúkrunarheimilið Ísafold í Garðabæ frá 1. febrúar 2017. Hrafnista tekur formlega við rekstri dagdvalarinnar þann 1. apríl n.k. en skrifað var undir samning þess efnis í morgun.

Í dagdvöl Ísafoldar eru tuttugu rými, sextán almenn og fjögur fyrir einstaklinga með heilabilun. Markmiðið er að fjölga rýmum í áföngum í allt að þrjátíu á næstu misserum. Dagdvölin verður rekin samhliða starfsemi hjúkrunarheimilisins eins og verið hefur. Samningurinn gildir til 31. desember 2028.

Engar breytingar verða á starfsemi dagdvalarinnar við aðilaskiptin en stefnt er að því að með samlegðaráhrifum með rekstri hjúkrunarheimilisins skapist tækifæri til aukinnar hagræðingar og bættrar þjónustu.

Dagdvölin í Garðabæ verður fjórða dagdvölin sem við á Hrafnistu starfrækjum. Fyrir eru almennar dagdvalir í Hafnarfirði (26 rými) og í Boðaþingi (30 rými) auk dagþjálfunar í Laugarásnum (30 rými).

Í maí munum við svo opna í Laugarásnum nýja 30 rýma dagdvöl fyrir einstaklinga með heilabillun á deildinni Viðey sem hefur verið hjúkrunardeild hingað til.

 

Lesa meira...

Harpa Hrund Albertsdóttir ráðin tímabundið í starf gæðastjóra Hrafnistuheimilanna

Lesa meira...

Harpa Hrund Albertsdóttir hefur verið ráðin í tímabundið starf gæðastjóra Hrafnistuheimilanna, innan heilbrigðissviðs Hrafnistu, á meðan Nanna Guðný Sigurðardóttir fer í fæðingarorlof.

Harpa mun í samvinnu við framkvæmdastjóra heilbrigðissviðs bera ábyrgð á samræmingu og samþættingu á heilbrigðisþjónustu innan Hrafnistuheimilanna, ásamt innleiðingu og framkvæmd á samræmdri stefnu Hrafnistu. Hún mun einnig taka þátt í stefnumótun, markmiðasetningu og áætlanagerð sem snýr að Heilbrigðissviði Hrafnistu.

Nokkur af mörgum verkefnum Hörpu mun verða að halda utan um verklagsreglur Hrafnistu og þar með Gæðahandbók heimilanna, hafa umsjón ásamt öðrum starfsmönnum sviðsins með innra og ytra eftirliti og fylgja eftir úrbótum þar sem við á.

Harpa er hjúkrunarfræðingur að mennt og kemur frá Hrafnistu Ísafold, auk þess sem hún er fyrrum lögreglumaður. Hún hefur því viðtæka reynslu  á eftir að efla heilbrigðissvið Hrafnistu í þjónustu við deildir og aðra starfsemi Hrafnistuheimilanna.

Við bjóðum Hörpu velkomna inn á Heilbrigðissvið Hrafnistu.

 

Lesa meira...

5 ár frá opnun Hrafnistu Nesvöllum í Reykjanesbæ

Lesa meira...

 

Föstudaginn 15. mars sl. voru 5 ár frá því að Hrafnista Nesvellir í Reykjanesbæ opnuðu með pomp og prakt. Því var að sjálfsögðu fagnað og strax á föstudagsmorgun var lambahryggur settur í ofninn á öllum deildum svo að ilmurinn var ansi lokkandi í öllu húsinu. Í hádeginu var spiluð ljúf tónlist, dúkað upp og sparistellið lagt á borð og blásið til veislu. Lambahryggur með öllu tilheyrandi og ís í eftirrétt. Yndisleg samverustund sem allir nutu vel.

 

Lesa meira...

Þema í föstudagsleikfimi á Hrafnistu Hraunvangi

Lesa meira...

 

Það var heldur betur fjölmennt í leikfiminni á Hrafnistu Hraunvangi sl. föstudag. Í föstudags tímunum er svokallað ,,bland í poka’’ þar sem dregið er hvaða þema verður hverju sinni og eru tímarnir öðruvísi en vanalega. Á föstudaginn var spánarþema þar sem fólk var ýmist sumarklædd eða með sumarskraut. Það var svakalegt stuð, bæði sungið og dansað.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í föstudagsleikfiminni. 

 

Lesa meira...

Börn í heimsókn og opnun málverkasýningar á Hrafnistu Hraunvangi

Lesa meira...

 

Þann 12. mars sl. kom Suðurhlíðarskóli í heimsókn á Hrafnistu Hraunvangi Hafnarfirði. Krakkarnir skiptust á að syngja og spila á píanóið. Þetta var mjög skemmtileg heimsókn og þökkum við þeim kærlega fyrir komuna.

Eftir hádegið var svo opnunarsýning á málverkum eftir Sævar og Söru, en þau eru bæði í dagdvöl á heimilinu. Skálað var í bleikum drykk og barnabarn Sævars söng fyrir gesti. Að lokum tók Guðmundur heimilismaður lag í lokin.

 

Lesa meira...

Málfríður Arna Arnórsdóttir 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Hjördís, Lilja, Málfríður, Pétur og Árdís Hulda.
Lesa meira...

 

Málfríður Arna Arnórsdóttir, sjúkraliði á Sjávar- og Ægishrauni Hrafnistu Hraunvangi, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri:  Hjördís Ósk Hjartardóttir, Lilja Björgvinsdóttir sem átti 5 ára  starfsafmæli, Málfríður, Pétur Magnússon forstjóri og Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu Hraunvangi.

 

Lesa meira...

Thomas Meuser forstjóri Center for Excellence in Aging and Health með fyrirlestur á Hrafnistu Laugarási

Lesa meira...

 

Thomas Meuser forstjóri „Center for Excellence in Aging and Health at the University of New England in Portland, Maine, USA“ hélt fyrirlestur fyrir starfsfólk Hrafnistu í dag. Thomas er sálfræðingur að mennt og hefur sérhæft sig í öldrunarfræðum. Fyrirlestur hans var um arfleifð og kynslóðir: „Legacy Beliefs across Generations: Perspectives on Family Sharing.“

Það var góð mæting og frábærar umræður, hér eru nokkrar myndir og einnig skilgreining Toms um arfleifð (legacies): 
„All people have meaningful impacts on the lives of others and the world around them. Some of these impacts live on after death; these are called legacies.“

 

Lesa meira...

Sonja Sigríður Gylfadóttir 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Árdís Hulda, Hrönn, Sonja og Pétur.
Lesa meira...

Sonja Sigríður Gylfadóttir, starfsmaður í borðsal og eldhúsi Hrafnistu Hraunvangi Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri:  Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu Hraunvangi, Hrönn Benediktsdóttir deildarstjóri í borðsal og eldhúsi, Sonja Sigríður og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Síða 74 af 175

Til baka takki