Fréttasafn

Jólabingó Hrafnistu í Hafnarfirði miðvikudaginn 7. desember

Lesa meira...

 

Jólabingó Hrafnistu í Hafnarfirði verður haldið miðvikudaginn 7. desember kl. 13:30 í Menningarsalnum 1. hæð.

Eftirtöldum aðilum þökkum við kærlega fyrir veittan stuðning:

Bónus, Eirberg, Fastus, Fjarðarkaup, Góu, Freyju, Logy, Pennanum og Stoð.

 

Félagsstarfið Hrafnistu í Hafnarfirði.

 

 

Lesa meira...

Hrafnista í Hafnarfirði - aðventan gengur í garð

Lesa meira...

Aðventan gengur í garð

Undirbúningur jólanna er að komast í fullan gang hér á Hrafnistu í Hafnarfirði og á stóru heimili er í mörg horn að líta. Jólaskreytingar eru komnar upp á mörgum deildum og jólalögin hljóma. Fjölbreytt og öflugt starf fer fram á heimilinu á aðventunni, fjölmargir sjálfboðaliðar koma í heimsókn og gleðja heimilismenn með ýmsum viðburðum má þar til dæmis nefna tónlistaratriði og upplestur. 

Aðstandendum er bent á hægt er að fylgjast með viðburðum heimilins á viðburðardagatali á heimasíðu Hrafnistu. 

 

Lesa meira...

Cherry Gaviola Malana 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

 

Cherry Gaviola Malana, starfsmaður í aðhlynningu á Sólteigi Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Arna Garðarsdóttir aðstoðardeildarstjóri á Sólteigi, Cherry og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

 

 

Lesa meira...

Viðtal í Fréttatímanum við Helenu Björk Jónasdóttur, íþróttakennara á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Í Fréttatímanum í dag er skemmtilegt viðtal við Helenu Björk Jónasdóttur íþróttakennara undir fyrirsögninni Engin „geymsla“ fyrir eldra fólk  þar sem hún m.a. lýsir því fjólbreytta íþróttastarfi sem fram fer á Hrafnistu í Hafnarfirði.  Helena hefur starfað sem íþróttakennari á Hrafnistu í Hafnarfirði í 15 ár.

 

 

Hægt er að lesa greinina í heild sinni með því að smella á linkinn hér fyrir neðan

http://www.frettatiminn.is/engin-geymsla-fyrir-eldra-folk/

 

 

Lesa meira...

Jólakortasamkeppni Hrafnistuheimilanna 2016

Lesa meira...

Þriðjudaginn 22. nóvember sl. voru veitt verðlaun í jólakortasamkeppni Hrafnistuheimilanna.

Þetta er í 11 skipti sem valin er jólamynd frá íbúum eða þjónustuþegum Hrafnistu. Fjölmargar tillögur bárust og voru þær frá Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði. Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt kærlega fyrir þátttökuna.

Það var erfitt val hjá dómnefndinni í ár en í henni sitja Leifur Breiðfjörð myndlistarmaður, Sigríður G. Jóhannsdóttir vefnaðarkennari og Guðný M. Magnúsdóttir myndlistarmaður. Okkar innilegustu þakkir til dómnefndar fyrir vel unnin störf og þess má geta að þau eru okkar fasta dómnefnd. Leifur og Sigríður hafa verið frá upphafi í dómnefndinni og Guðný kom svo inn sem gestadómari og búin að vera síðastliðin 3 ár.

Jólakort Hrafnistuheimilanna 2016 er eftir Elínbjörgu Kristjánsdóttur f. 28. júlí 1933 sem búsett í þjónustuíbúð við Hrafnistu í  Hafnarfirði. Við óskum henni innilega til hamingju með þessa fallegu og hugljúfu jólamynd.

Kortið er prentað í yfir 4000 eintökum og  sent til allra íbúa og starfsmanna Hrafnistu sem og annarra sem tengjast heimilunum.

Við höfum fengið óskir um það síðastliðin ár að jólakortið sé haft til sölu. Það er nú til sölu í kaupfélögum Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði og kostar kortið 200,- kr. stykkið.

Ágóðinn af jólakortinu rennur til iðjuþjálfunar á Hrafnistuheimilunum og nýtist t.d.  í félagsstarf, námskeið eða fræðslu fyrir íbúa heimilanna.

Meðfylgjandi eru myndir frá verðlaunaafhendingunni.

 

Lesa meira...

Síða 71 af 108

Til baka takki