Fréttasafn

Poppmessa á Hrafnistu Hraunvangi

Lesa meira...

 

Í gær var brugðið út af vananum og í stað hefðbundinnar helgistundar var haldin poppmessa  þar sem hljómsveitin Silfursveiflan spilaði að einskærri snilld. Séra Svanhildur sá um helgihaldið. Þetta var einstaklega vel lukkuð stund og heimilisfólkið ánægt með framtakið. 

 

Lesa meira...

Sigurbjörg Hannesdóttir 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu

Sigurbjörg og Pétur, forstjóri Hrafnistuheimilanna.
Lesa meira...

 

Sigurbjörg Hannesdóttir, deildarstjóri iðjuþjálfunar á Hrafnistu Laugarási, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Lesa meira...

Forsetahjónin í opinberri heimsókn í Reykjanesbæ í dag og litu við í þjónustumiðstöð Nesvalla

Lesa meira...

 

Forsetahjónin voru í opinberri heimsókn í Reykjanesbæ í dag. Þau heiðruðu eldri borgara í Reykjanesbæ með nærveru sinni á vegum félags eldri borgara og mættu á léttan föstudag í þjónustumiðstöð Nesvalla.Um 200 eldri borgarar mættu í gleðina þar sem allir sungu saman undir dynjandi harmonikkuspili þeirra félaga úr harmonikkufélagi Suðurnesja. Forsetahjónin gengu svo um og heilsuðu upp á eldri borgarana.

Íbúum Hrafnistu á Nesvöllum og Hlévangi var boðið í gleðskapinn og voru þau sem gátu þegið boðið alsæl eftir samverustundina.

 

Lesa meira...

Hjúkrunarheimilið Skógarbær orðið sjöunda Hrafnistuheimilið

Lesa meira...

Í dag, fimmtudaginn 2. maí, tók Hrafnista formlega við rekstri hjúkrunarheimilisins Skógarbæjar sem staðsett er við Árskóga í Reykjavík. Rekstur og skuldbindingar starfseminnar munu áfram hvíla hjá Skógarbæ, en Hrafnista tekur yfir að stjórna og reka hjúkrunarheimilið.

Rebekka Ingadóttir, sem stýrt hefur málum Hrafnistu Boðaþingi í Kópavogi undanfarin ár, hefur verið ráðin forstöðumaður Skógarbæjar frá og með deginum í dag.

Mannauðsstefna Hrafnistu mun gilda í Skógarbæ líkt og á öðrum Hrafnistuheimilum og engin breyting verður á ráðningarsambandi við starfsfólk sem áfram verður við Skógarbæ. Starfseminni verður háttað í samræmi við hugmyndafræði Hrafnistu þar sem áhersla er lögð á andlega, líkamlega og félagslega vellíðan íbúanna.

Á samningstímabilinu, sem er til að byrja með til ársloka 2020, verður Hrafnista Skógarbæ sjálfstæður hluti rekstrarsamstæðu Sjómannadagsráðs. Í samningnum felst einnig nýting og rekstur á hluta af húsnæði félagsmiðstöðvarinnar Árskóga sem samtengd er hjúkrunarheimilinu og rekin er af Reykjavíkurborg að hluta. Skógarbær er hjúkrunarheimili skammt frá Mjódd í Reykjavík, stofnsett árið 1997 með 81 hjúkrunarrými. Þar er meðal annars sérstök þjónusta fyrir unga hjúkrunaríbúa. Aðilar og stofnendur að sjálfseignarstofnuninni eru Reykjavíkurborg, Rauði Krossinn í Reykjavík og Efling stéttarfélag.

Skógarbær er sjöunda Hrafnistuheimilið og var það Rebekka forstöðumaður sem tók formlega við lyklavöldunum í morgun úr höndum Arnar Þórðarsonar stjórnarmanns Skógarbæjar. 

 

 

Lesa meira...

Nýr deildarstjóri hjúkrunar Hrafnistu Boðaþingi

Sigríður Jóhanna Sigurðardóttir hefur verið ráðin deildarstjóri hjúkrunar á Hrafnistu Boðaþingi frá og með 1. maí n.k. Sigríður útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands 1999 og hóf þá störf hjá hjúkrunarheimilinu Skjóli. Árið 2009 lauk hún diplómanámi í öldrunarhjúkrun við HÍ. Í apríl 2018 tók hún við sem aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar við Hrafnistu Boðaþingi.
 

Nýr aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar Hrafnistu Boðaþingi

Anna Björk Sigurjónsdóttir hefur verið ráðin aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar við Hrafnistu Boðaþingi. Anna Björk hefur starfað á Hrafnistu Hraunvangi frá árinu 2015 en hún hefur einnig starfað á Landspítala. Hún útskrifast í vor sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands og mun taka við starfi aðstoðardeildarstjóra Boðaþings þann 10. ágúst n.k.
 

Lionsklúbbur Hafnarfjarðar veitir deild sjúkraþjálfunar Hrafnistu Hraunvangi veglegar gjafir

Lesa meira...

 

Félagar í Lionsklúbbi Hafnarfjarðar hafa  undanfarin ár styrkt Hrafnistu Hraunvangi myndarlega með veglegum gjöfum, sérstaklega deild sjúkraþjálfunar.

Lionshreyfingin sinnir góðgerðarmálum af miklum metnaði og mikilvægt að kynna vel fyrir almenningi það mikilvæga starf sem þeir inna af hendi.

Þann 12. apríl s.l. afhentu þeir með formlegum hætti sjúkraþjálfun Hrafnistu Hraunvangi enn einn fjölþjálfa, en áður höfðu þessir heiðursmenn gefið  deildinni tvo sömu gerðar.

Þetta er ekki það eina sem Lionsklúbbur Hafnarfjarðar hefur gefið sjúkraþjálfun á  Hrafnistu Hraunvangi. Klúbburinn hefur að stórum hluta tækjavætt tækjasal deildarinnar og án þeirra mikilvæga stuðnings gæti starfsfólk hennar alls ekki veitt eins góða og uppbyggilega þjónustu  og raun ber vitni.

Auk fjölþjálfanna þriggja hafa þeir m.a. gefið laser, fullkominn meðferðarbekk, Sarítu, vinnustóla og hulsu á bjúgpumpu deildarinnar. Verðmæti allra þessara tækja  hleypur á milljónum.

Þessum heiðursmönnum eru færðar alúðarþakkir fyrir þeirra frábæra starf.

 

F.h. sjúkraþjálfunardeildar Hrafnistu Hraunvangi

Bryndís F. Guðmundsdóttir sjúkraþjálfari og deildarstjóri.

 

Lesa meira...

Nýr hjúkrunardeildarstjóri Miklatorgs-Engeyjar á Hrafnistu Laugarási

Lesa meira...

 

Margrét Malena Magnúsdóttir sem  gegnt hefur verkefnastjórastöðu á Engey - Viðey hefur verið ráðin hjúkrunardeildarstjóri á Miklatorgi – Engey frá 2. maí n.k.

Margrét útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur B.Sc árið 2010 frá HÍ. Hún lauk diplomanámi í öldrunarhjúkrun frá HÍ 2017 og diploma í opinberri stjórnsýslu fyrir stjórnendur í heilbrigðisþjónustu frá HÍ 2018. Hún hóf störf á Hrafnistu 2007 og hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur frá 2010.

 

Lesa meira...

Síða 71 af 175

Til baka takki