Fréttasafn

Aðalfundur Sjómannadagsráðs var haldinn þriðjudaginn 7. maí 2019 á Hrafnistu Laugarási.

Lesa meira...

 

Venju samkvæmt voru hefðbundin aðalfundarstörf á fundinum.

 
Í stjórn félagsins voru þeir Sigurður Ólafsson ritari og Oddur Magnússon varagjaldkeri endurkjörnir, en áfram sitja í stjórninni þeir Hálfdan Henrysson formaður, Guðjón Ármann Einarsson varaformaður og Jónas Garðarsson gjaldkeri.

Á fundinum var eftirfarandi ályktun samþykkt:

ÁLYKTUN
Aðalfundur Sjómannadagsráðs, haldinn að Hrafnistu Laugarási þriðjudaginn 7. maí 2019,

skorar á ríkisstjórn Íslands að uppfylla þegar í stað eigin áætlanir um að bæta rekstrarumhverfi hjúkrunarheimila á Íslandi.
Í stjórnarsáttmála núverandi ríkistjórnar segir orðrétt: „Einnig verður hugað að því að styrkja rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila...“
Hjúkrunarheimili skipa mikilvægan og stóran sess í heilbrigðisþjónustu landsins. Á þeim tveimur fjárlagaárum sem núverandi ríksstjórn hefur haldið um stjórnartaumana hefur rekstrargrunnur hjúkrunarheimila verið skertur bæði árin, en ekki styrktur eins og segir í stjórnarsáttmálanum.
Skerðing fjárframlaga á rekstrargrunni hjúkrunarheimila er ómakleg aðgerð enda eru þjónustuþegar hjúkrunarheimila í hópi þeirra íbúa landsins sem mesta þörf hafa fyrir hjúkrun og umönnun og hafa heilsu sinnar vegna litla burði til að berjast fyrir málstað sínum á opinberum vettvangi.


Ályktun stjórnar Sjómannadagsráðs samþykkt á aðalfundi 7. maí 2019.

Við lok fundarins var Birni Pálssyni, sem stýrt hefur aðalfundum Sjómannadagsráðs af mikilli röggsemi í fjölda ára, þökkuð góð störf, en hann tilkynnti stjórninni að þessi fundur yrði seinasti aðalfundurinn undir hans stjórn.

 

Lesa meira...

Hátíðarguðsþjónusta á sjómannadaginn Hrafnistu Hraunvangi

Lesa meira...

 

Í hátíðarguðsþjónustu á Hrafnistu Hraunvangi á sjómannadaginn söng Jökull Sindri Gunnarsson einsöng við góðar undirtekir.  Ræðumaður dagsins var Guðrún Helga Lárusdóttir.Guðrún Helga þekkir vel Hrafnistu, en eiginmaður hennar er Ágúst Guðmundur Sigurðsson. Þau hjónin stofnuðu Stálskip árið 1970 sem var útgerðafélag. Guðrún hefur einnig látið til sín taka í félagsmálum.  Hún fékk riddarakross fálkaorðunnar árið 1991. Hrafnistukórinn leiddi safnaðarsöng.

 

Lesa meira...

Nýr hjúkrunardeildarstjóri á Sól- og Mánateig Hrafnistu Laugarási

Lesa meira...

 

Maríanna Hansen hefur verið ráðin deildarstjóri hjúkrunar á Sólteig og Mánateig, Hrafnistu Laugarási frá 1. sept. n.k.

Maríanna  útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur B.Sc. frá Háskóla Íslands árið 2002. Hún hefur starfað m.a. sem deildarstjóri á Dvalarheimilinu Hlíð  og sem deildarstjóri á endurhæfingardeild á Landakoti.

 

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Nýr aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Vitatorgi Hrafnistu Laugarási

Lesa meira...

 

Hulda Björg Óladóttir hefur verið ráðin aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Vitatorgi á Hrafnistu Laugarási frá og með 1. september n.k. Hulda útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur B.Sc. frá HÍ 2006.

Hún hefur einnig stundað nám á meistarastigi í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum við Viðskiptafræðideild HÍ. Hulda Björg hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og nú síðast sem viðskiptastjóri hjá Parlogis.

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Biskup Íslands á Hrafnistu Laugarási

Lesa meira...

 

Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir vísiteraði Hrafnistu á hátíðisdegi sjómanna. Með henni í för voru sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur og biskupsritari sr. Þorvaldur Víðisson.

Biskup fundaði með forstjóra Hrafnistuheimilanna Pétri Magnússyni, Sigrúnu Stefánsdóttur forstöðukonu og sr. Svanhildi Blöndal þar sem starfið á Hrafnistu var kynnt ásamt prestþjónustunni sem þar fer fram. Hátíðarguðsþjónusta fór síðan fram kl. 14:00 í samkomusalnum. Frú Agnes prédikaði og sagði meðal annars frá því þegar hún vann sem ung stúlka á Hrafnistu og kynnist þar mörgu góðu fólki.  Biskup sló á létta strengi og höfðu viðstaddir augljóslega ánægju af að hlýða á orð hennar.  Messan var vel sótt bæði af heimilisfólki og aðstandendum þeirra.  Prófastur og biskupsritari tóku þátt í messunni og lásu ritningarlestra. Sr. Svanhildur þjónaði fyrir altari.  Í messunni var sannkölluð tónlistarveisla. Einsöngvari var Örvar Már Kristinsson sem söng meðal annars fallega lagið Friðarins Guð við góðar undirtektir. Kór Áskirkju söng við hátíðarmessuna.

Það er sérstakt gleðiefni að hafa fengið svo góða gesti í heimsókn á þessum helsta hátíðisdegi sjómanna. 

 

Lesa meira...

Hátíðardagskrá á öllum Hrafnistuheimilunum í tilefni sjómannadagsins

Lesa meira...

 

Það var mikið um dýrðir á Hrafnistuheimilunum á sjómannadaginn og á öllum heimilunum fór fram sérstök hátíðardagskrá í tilefni dagsins. Meðfylgjandi myndir voru teknar á Hrafnistuheimilunum á sjómannadaginn.

Fjöldi gesta lagði leið sína á heimilin og þáðu kaffisopa í tilefni dagsins og veðurguðirnir skörtuðu sínu fegusta.

 

Lesa meira...

Sjómannadagurinn 2019

Lesa meira...

 

Í lögum Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins kveður á um að halda skuli upp á Sjómannadaginn til stuðla að því að hann skipi verðugan sess í íslensku þjóðlífi, efla samhug meðal sjómanna og auka samstarf milli hinna ýmsu starfsgreina sjómannastéttarinnar.

Heiðra skuli minningu látinna sjómanna og minnast sérstaklega þeirra sem látist hafa við störf sín en einnig heiðra fyrir björgun mannslífa og farsæl félags og sjómannsstörf.

Seinast en ekki síst er haldið upp á Sjómannadaginn til að kynna þjóðinni áhættusöm störf sjómanna og mikilvægi starfanna í þágu þjóðfélagsins.

Sjómannadagurinn 2019 ber upp á sunnudaginn 2. júní. Hefðbundin dagskrá hefst kl. 10:00 við minningaröldur Sjómannadagsins við Fossvogskirkju þar sem flutt verða minningarorð og bæn. Heiðursvörð standa starfsmenn Landhelgisgæslunnar. Kl. 11:00 verður haldin Sjómannadagsguðsþjónusta í Dómkirkjunni.

Hátíðardagskrá sjómannadagsins verður að venju haldin kl. 14:00  á Grandagarði og send út í beinni útsendingu á Rás 1. Heiðrun sjómanna, ávörp og tónlistaratriði frá Karlakór Kjalnesinga. Kynnir er Gerður G. Bjarklind.

 

Nánari upplýsingar um dagskrá á sjómannadaginn má finna með því að smella á linkinn hér fyrir neðan

https://hatidhafsins.is/

 

Lesa meira...

Biskup Íslands prédikar í hátíðarguðsþjónustu á Hrafnistu Laugarási 2. júní

Lesa meira...

 

Á sjómannadaginn, þann 2. júní nk. visiterar biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir Hrafnistu í Laugarási, ásamt prófasti sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur og biskupsritara sr. Þorvaldi Víðissyni.  Vísitasía ein og sér er sannarlega hátíð í söfnuði og henni fylgir tilhlökkun og gleði. 

Hátíðarguðsþjónusta fer fram kl. 14:00  í samkomusalnum Helgafelli 4. hæð. Frú Agnes biskup prédikar. Félagar úr kór Áskirkju syngja. Einsöngur Örvar Már Kristinsson. Organisti Bjartur Logi Guðnason. Sr. Svanhildur Blöndal þjónar fyrir altari.

 

Lesa meira...

Síða 69 af 175

Til baka takki