Fréttasafn

Samningur við Já-verk undirritaður í dag í tengslum við framkvæmdir á Sléttuvegi

Lesa meira...

Í dag var undirritaður verksamningur við Já-verk um uppsteypu og utanhússfrágang þjónustumiðstöðvar og leiguíbúða við Sléttuveg. Í þessum áfanga er um að ræða 60 leiguíbúðir og 1700m² þjónustumiðstöð sem mun tengja saman hjúkrunarheimilið og íbúðarblokkina.

Samkvæmt samningi þessum á uppsteypu þjónustumiðstöðvarinnar að vera lokið um miðjan febrúar 2019 og íbúðanna í lok júlí 2019. Frágangi utanhúss við þjónustumiðstöðina á að vera lokið um miðjan maí 2019 og íbúða í janúar 2020.

Samningurinn var undirritaður í fundarsal Sjómannadagsráðs og ritaði Gylfi Gíslason undir samninginn fh. Já-verks og Hálfdan Henrysson fh. Sjómannadagsráðs.

 

Viðstaddir undirritunina í dag voru þeir Gylfi Gíslason, Guðmundur Gunnarsson og Heimir Rafn Bjarkason frá Já-verki, Hálfdan Henrysson og Sigurður Garðarsson frá Sjómannadagsráði ásamt Jóni Grétari Magnússyni frá Ölduvör.

 

 

 

Lesa meira...

4.200 kótilettur snæddar á Hrafnistuheimilunum í gær

Lesa meira...

 

Alþingismaðurinn Ólafur Þór Gunnarsson kótilettumeistarinn 2018

Kótilettukeppnin sem fram fór á Hrafnistu í Reykjavík í hádeginu í dag varð æsispennandi þegar alþingismaðurinn Ólafur Þór Gunnarsson bar sigur úr bítum um það hver gæti sporðrennt flestum kótilettum, en alls torgaði Ólafur 15 lettum og er hann því „Kótilettumeistari Hrafnistu 2018“. Eins og spáð hafði verið myndi erfitt reynast að slá Hrafnistumet Birgis Viðarssonar, rafvirkja á Hrafnistu, sem gæddi sér á 19 kótilettum um árið, enda fór það svo að Birgir á enn metið. Þingmaðurinn Guðjón Brjánsson sem boðað hafði komu sína var enn veðurtepptur á Akranesi og komst hann því ekki í keppnina eins og til stóð. Í hans stað hljóp Gústaf Egilsson, pípari á Hrafnistu, í skarðið og endaði hann í 3. - 4. sæti því hann og Birgir hættu eftir 10 kótilettur. Sá sem atti mestu kappi við sigurvegara dagsins var Kiwanismaðurinn Sighvatur Halldórsson sem lauk keppni eftir 14 kótilettur og munaði því aðeins hársbreidd á honum og Ólafi Þór. Stjórnandi keppninnar var Hjalti „Úrsus“ Árnason.

 

Þjóðarréttur Hrafnistu

Kótiletturnar á Hrafnistu eru löngu þjóðþekktar enda reglulega bornar fram á helstu hátíðum heimilanna en einnig þegar góða gesti ber að garði. Til dæmis hefur lengi verið til siðs að nýr heilbrigðisráðherra hverju sinni komi í heimsókn og snæði kótilettur á Hrafnistu fljótlega eftir embættistöku. Hafa t.d. bæði Svandís Svavarsdóttir og Ásmundur Daði Einarsson, ráðherrar öldrunarmála, litið við í hádegisverð auk Ölmu Möller, sem sl. vor tók fyrst kvenna hér á landi við embætti landlæknis. Fleiri mætti nefna, svo sem Jón Kristjánsson, Ögmund Jónasson og Kristján Þór Júlíusson, fyrrum ráðherra heilbrigðismála, og Dag B. Eggertsson borgarstjóra, en allir eiga gestirnir það sammerkt að minnast heimboðanna og kótilettanna með ánægju þegar endurfundir verða með starfsliði eða íbúum Hrafnistu.

 

Alls 4.200 kótilettur

Að þessu sinni var blásið til veislunnar í tilefni afmælis Sjóamnnadagsráðs, eiganda Hrafnistuheimilanna, og voru hinar sígildu kótilettur í raspi með tilheyrandi meðlæti á boðstólum í hádeginu á öllum Hrafnistuheimilunum sex. Matreiðslumeistarar Hrafnistu höfðu fyrirfram gert ráð fyrir að í kringum eitt þúsund matarskammtar yrðu reiddir fram á Hrafnistuheimilunum. Talan reyndist mjög nærri lagi en alls voru um 4.200 kótilettur snæddar.

 

Harpa Gunnarsdóttir fjármálastjóri Hrafnistuheimilanna lætur af störfum

Hörpu Gunnarsdóttur var færður blómvöndur ásamt kveðjugjöf frá samstarfsfólki um leið og Pétur Magnússon forstjóri þakkaði henni fyrir vel unnin störf í þágu Hrafnistu, en Harpa lætur nú af störfum eftir níu ára farsælt og gott starf á Hrafnistu sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og fjármálastjóri Hrafnistu.  Samstarfsfólk óskar Hörpu velfarnaðar á  nýjum vettvangi og þakkar fyrir ánægjuleg og einstaklega góð kynni.

 

Meðfylgjandi myndir eru frá kótilettukeppninni.

 

Lesa meira...

Hrönn Ljótsdóttir 30 ára starfsafmæli á Hrafnistu

Pétur og Hrönn.
Lesa meira...

 

Hrönn Ljótsdóttir, forstöðumaður Hrafnistu Garðabæ-Ísafold, hefur starfað á Hrafnistu í 30 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Pétur Magnússon forstjóri afhenti Hrönn 30 ára starfsafmælisgjöf frá Hrafnistu.

 

 

Lesa meira...

Kótilettudagur Hrafnistu haldinn á öllum Hrafnistuheimilunum fimmtudaginn 29. nóvember

Lesa meira...

 

Í tilefni af stofndegi Sjómannadagsráðs, eiganda Hrafnistuheimilanna þann 25. nóvember, hefur verið ákveðið að koma á fót árlegum Kótilettudegi Hrafnistu sem næst þeim degi.

Fyrsti kótilettudagurinn verður haldinn fimmtudaginn 29. nóvember nk.  en þá verður blásið til kótilettuveislu í hádeginu á öllum Hrafnistuheimilunum sex.

Sérstök dagskrá verður haldin á Hrafnistu í Reykjavík að þessu sinni en kl. 12:15 mun fara fram keppni í kótilettuáti sem kraftajötuninn Hjalti Úrsus Árnason mun stýra og kl. 14:00 ætlar Valgerður Guðnadóttir söngkona og Helgi Hannesson píanóleikari að flytja nokkur vel valin lög.

 

Sjá auglýsingu Hrafnistu í Reykjavík hér

 

Auglýsingar varðandi fyrirkomulag kótilettudagsins á hinum Hrafnistuheimilunum hanga uppi á hverju heimili fyrir sig.

 

 

Lesa meira...

Hrafnista Reykjanesbæ gerir samning við sameinað sveitarfélag Sandgerðis og Garðs um matarsölu til eldri borgara

Lesa meira...

 

Þann 12. nóvember sl. gerði eldhús Hrafnistu í Reykjanesbæ samning við  sameinað sveitarfélag Sandgerðis og Garðs um matarsölu  til eldri borgara í sveitarfélaginu alla virka daga. Er þetta viðbót að meðaltali upp á 30 matarskammta. Sveitarfélagið sér sjálft um að skammta á bakka og um alla útkeyrslu. Við í Reykjanesbæ fögnum þessari samvinnu við nágrannasveitarfélagið.

 

 

Lesa meira...

Heilsunuddari hefur störf á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Sigmar Svanhólm Magnússon, heilsunuddari, hefur hafið störf á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hann útskrifaðist sem heilsunuddari frá Fjölbrautarskólanum við Ármúla árið 2015. Sigmar býður m.a. upp á svæðanudd og þrýstipunktanudd en þau meðferðarform eru einkar áhrifarík sem verkjameðferðir til að losa um spennur og bólgur í líkamanum.

Sigmar er með aðstöðu í sjúkraþjálfun Hrafnistu í Hafnarfirði og viðvera hans er á miðvikudögum kl. 14:00-19:30.

Boðið er upp á tvennar tímalengdir: 30 og 60 mínútur.

Tímapantanir eru í síma 862-0397.

 

 

Lesa meira...

Perlað af Krafti á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Í dag var Perlað af krafti á Hrafnistu í Hafnarfirði til stuðnings Krafti, félags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein. Armböndin eru eingöngu framleidd af sjálfboðaliðum og ágóði af sölu armbandanna rennur beint til Krafts sem aðstoðar og styður ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. 

Heilmikil framleiðsla af armböndum fór fram hjá íbúum og starfsfólki í dag sem áttu virkilega skemmtilega samverustund á meðan þau lögðu sína vinnu á vogaskálarnir til styrktar Krafti.

 

Lesa meira...

Síða 2 af 95

Til baka takki