Fréttasafn

Sumargrill á Hrafnistu í Reykjavík

Í hádeginu í gær þann 3. ágúst var haldin útigrillveisla fyrir um 400 íbúa og starfsfólk Hrafnistu í Reykjavík. Snæddur var dýrindis grillmatur með öllu tilheyrandi meðlæti sem starfsfólk og íbúar nutu í blíðskapar veðri.

 

Lesa meira...

Útimessa á Hrafnistu í Garðabæ - Ísafold

Á Hrafnistu í Garðabæ eru allir góðviðrisdagar nýttir og í gær naut heimilisfólk guðsþjónustunnar úti við. Friðrik Hjartar prestur messaði og Bjartur Logi Guðnason var organisti. Við lok guðsþjónustunnar voru svo dregin mannakorn sem eru vísanir í biblíuvers  sem voru lesin upp fyrir hvern og einn sem það vildi.

 

Lesa meira...

Sumargrill á Hrafnistu í Kópavogi

 

Í dag nutu íbúar, starfsfólk og gestir dagdvalar Hrafnistu í Kópavogi ásamt íbúum Boðaþings 22 og 24, sumargrills fyrir utan anddyri heimilisins. Dagurinn var einstaklega hlýr og sólríkur enda besti dagur sumarsins í höfuðborginni. Matreiðslumeistarar Hrafnistu töfruðu fram dýrindis grillmat sem rúmlega 160 gestir nutu í veðurblíðunni undir harmonikkuleik Sveins Sigurjónssonar. Var það mál manna að aldrei hafi tekist eins vel til með sumargrillið. Búið er að leggja inn gott orð til veðurguðanna fyrir næsta sumar.

 

Lesa meira...

Sumargrill á Hrafnistu Garðabæ - Ísafold

Slegið var upp grillveislu í hádeginu í gær á Hrafnistu Garðabæ - Ísafold.  Íbúar og starfsfólk nutu sín úti í góða veðrinu og snæddu dýrindis grillmat og tilheyrandi kræsingar með harmonikku undirleik.

 

Lesa meira...

Lelet M. Estrada 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Hafnarfirði

F.v. Anný Lára, Lelet, Embla Mjöll og Pétur.

 

Lelet M. Estrada, starfsmaður í aðhlynningu á Báruhrauni Hrafnistu í Hafnarfirði,  hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Lelet fékk afhenta starfsafmælisgjöf á dögunum og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri. 

Á myndinni er einnig Embla Mjöll Elíasdóttir, starfsmaður í aðhlynningu á Báruhrauni, sem átti 3 ára starfsafmæli og fékk hún afhenta viðeigandi starfsafmælisgjöf af því tilefni. Gaman er að geta þess að Embla Mjöll var að ljúka sínu fyrsta ári í hjúkrunarfræði. 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Anný Lára Emilsdóttir deildarstjóri á Báruhrauni, Lelet, Embla Mjöll og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Ásta María Traustadóttir 30 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Hafnarfirði

F.v. Pétur, Ásta María, Árdís Hulda og Hrönn.

 

Ásta María Traustadóttir, starfsmaður í borðsal Hrafnistu í Hafnarfirði, hefur um þessar mundir starfað í 30 ár á Hrafnistu. Þessum tímamótum var að sjálfsögðu fagnað með veislu með viðeigandi hætti á dögunum. Hrafnista óskar Ástu Maríu til hamingju með áfangann og þakkar fyrir tryggð og góð störf í þágu Hrafnistu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Ásta María, Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Hafnarfirði og Hrönn Benediktsdóttir deildarstjóri í borðsal/eldhúsi.

 

 

Lesa meira...

Sumargrill á Hrafnistu Nesvöllum Reykjanesbæ

Um 130 – 140 manns mættu í sumargrillveislu sem haldin var á Nesvöllum í hádeginu í dag. Auk íbúa Nesvalla og gesta í dagdvöl Reykjanesbæjar voru margir sem komu utan úr bæ og nutu dýrindis kræsinga og hlýddu á ljúfa harmonikkutóna.

 

Lesa meira...

Síða 12 af 77

Til baka takki