Fréttasafn

Lionsklúbburinn Ásbjörn færði Hrafnistu í Hafnarfirði súrefnissíur að gjöf

Lesa meira...

Lionsklúbburinn Ásbjörn færði Hrafnistu í Hafnarfirði þrjár súrefnissíur að gjöf á dögunum. Gjöfin mun koma sér mjög vel þar sem margir heimilismenn okkar eru háðir súrefnisnotkun allan sólarhringinn og munu súrefnissíurnar koma til með að auka lífsgæði þeirra til muna.

 

Meðfylgjandi mynd var tekin við afhendingu gjafarinnar en Hálfdan Henrysson, stjórnarformaður Sjómannadagsráðs veitti henni viðtöku.

 

Lesa meira...

Samstarfsverkefni 6. bekkjar Víðistaðaskóla og Hrafnistu í Hafnarfirði hlaut Hvatningaverðlaun Foreldraráðs Hafnarfjarðar

Lesa meira...

 

Samstarfsverkefni 6.bekkjar Víðistaðarskóla og Hrafnistu í Hafnarfirði „Lestrarvinir" hlaut Hvatningarverðlaun Foreldraráðs Hafnarfjarðar í gærkvöldi. Samstarfsverkefnið hefur staðið yfir síðustu 4 árin og hafa þrír bekkir tekið þátt í verkefninu í senn og kemur hver hópur á 3ja vikna fresti til sinna lestrarvina á Hrafnistu.

Við erum ótrúlega stolt af þessu flotta samstarfsverkefni og óskum Víðistaðaskóla til hamingju með verðlaunin.

 

Lesa meira...

Málþing iðjuþjálfa í öldrun á Hrafnistu í Hafnarfirði - Listin að lifa, fimmtudaginn 5. apríl 2018

Lesa meira...

Fimmtudaginn 5. apríl var haldið málþing iðjuþjálfa í öldrun sem bar nafnið "Listin að lifa." Framkvæmdaráð Hrafnistu ákvað að halda málþing um iðjuþjálfun og óskaði eftir samstarfi við fagráð iðjuþjálfunar á Hrafnistu. Talin var ástæða til að setja iðjuþjálfun fram í sviðsljósið í því skyni að fá innsýn inn í störf iðjuþjálfa sem og að fræðast um það góða starf sem verið er að gera bæði á Hrafnistu og annars staðar. Einnig var þetta hugsaður sem vettvangur fyrir iðjuþálfara í öldrun til að koma saman og ræða málin.

Málþingið var vel sótt, en yfir 80 manns voru skráðir. Fagráð iðjuþjálfa á Hrafnistu, Sigurbjörg Hannesdóttir, Harpa Björgvinsdóttir, Sara Pálmadóttir, Erla Durr Magnúsdóttir og Svanborg Guðmundsdóttir auk Nönnu Guðnýjar Sigurðardóttur gæðastjóra, Soffíu Egilsdóttur fræðslufulltrúa, Huldu S. Helgadóttur starfsmanns á skrifstofu Hrafnistu og Maríu Fjólu Harðardóttur framkvæmdastjóra heilbrigðissviðs, skipuðu undirbúningsnefnd.

Málþingið heppnaðist vel og komu gestir að frá hinum ýmsu landshornum, auk höfuðborgarsvæðisins og var þetta ánægjulegur og fróðlegur dagur.

Hrafnista þakkar undirbúningsnefnd fyrir vel unnið og metnaðarfullt starf auk þess sem við þökkum stjórn Hrafnistu fyrir að styðja við þetta frábæra framtak. Við gerum ráð fyrir að þetta sé byrjun á því sem koma skal og aðrar fagstéttir Hrafnistu verði í sviðsljósinu í framtíðinni.

 

María Fjóla Harðardóttir,

Framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistuheimilanna.

 

Lesa meira...

Páskapíla á Hrafnistu í Kópavogi

Lesa meira...

Íbúar hjúkrunarheimilis og gestir dagdvalar Hrafnistu Kópavogi tóku þátt í páska pílu sem haldin var miðvikudaginn fyrir páska og var keppnin æsispennandi.

Álfhildur starfsmaður í dagdvöl hefur séð um píluna í vetur og er mikill áhugi fyrir æfingum.

Í vinning voru páskaegg og á meðfylgjandi myndum má sjá sigurvegara páskapílunnar 2018.

 

Lesa meira...

Málþing um Iðjuþjálfun í öldrun fimmtudaginn 5. apríl

Lesa meira...

 

Málþing um iðjuþjálfun í öldrun verður haldið fimmtudaginn 5. apríl nk. kl. 13:00 - 16:00 á Hrafnistu í Hafnarfirði.

Skráning er hafin á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Nánari dagskrá á finna með því að smella hér.

 

Lesa meira...

Nýr aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar ráðin tímabundið á Hrafnistu Garðabæ Ísafold

Rannveig Hafsteinsdóttir
Lesa meira...

Rannveig Hafsteinsdóttir hefur verið ráðin tímabundið sem aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Hrafnistu Garðabæ Ísafold.

Rannveig er 30 ára gömul og er í sambúð með Guðna Stefánssyni. Saman eiga þau eina 2 ára dóttur. Áður en hún hóf nám í hjúkrunarfræði starfaði hún m.a við aðhlynningu á Roðasölum og Hrafnistu í Hafnarfirði, samhliða afgreiðslustarfi í gullsmiðju.

Rannveig útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskólanum í Molde, Noregi 2013.

 

Lesa meira...

Síða 10 af 85

Til baka takki