Fréttasafn

Arion banki færir Hrafnistu stórt málverk eftir Svein Björnsson

Lesa meira...

Hildur Markúsdóttir, útibússtjóri Arion banka í Hafnarfirði, afhenti í gær Hrafnistu í Hafnarfirði glæsilega gjöf fyrir hönd bankans. Gjöfin er stórt málverk eftir hafnfirska listamanninn og rannsóknarlögreglumanninn Svein Björnsson, sem gerði sjósókn góð skil í verkum sínum.

Hálfdan Henrysson, stjórnarformaður Sjómannadagsráðs tók við gjöfinni og þakkaði Arion banka fyrir þessa höfðinglegu gjöf.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Hálfdan Henrysson stjórnarformaður Sjómannadagsráðs, Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Hafnarfirði, Hildur Markúsdóttir frá Arion banka og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu. 

 

Fjarðarfréttir voru á staðnum og tók skemmtilegar myndir frá afhendingunni. Þær má skoða með því að smella á linkinn hér fyrir neðan.

http://www.fjardarfrettir.is/frettir/mannlif/gaf-hrafnistu-stort-malverk-eftir-svein-bjornsson  

 

Lesa meira...

Irena Breiviene 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Hrönn, Irena og Pétur.
Lesa meira...

 

Irena Breiviene, starfsmaður í býtibúri á Ölduhrauni Hrafnistu í Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Hrönn Önundardóttir deildarstjóri á Ölduhrauni, Irena og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Elínborg Jóhannsdóttir 35 ára afmæli á Hrafnistu

F.v. Elínborg og Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu
Lesa meira...

 

Elínborg Jóhannsdóttir, sjúkraliði á Bylgjuhrauni Hrafnistu í Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 35 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Lesa meira...

Sinfóníuhljómsveit Íslands með tónleika á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Það var mikið um dýrðir á Hrafnistu í Hafnarfirði í gær þegar meðlimir úr Sinfóníuhljómsveit Íslands​ héldu tónleika fyrir heimilisfólk. Sjónvarpað var upp á hjúkrunardeildar frá tónleikunum í gegnum Hrafnisturásina svo að allir gætu notið. Dagskráin samanstóð af klassískum jólaperlum sem kom öllum svo sannarlega i jólaskapið og heimilisfólkið naut afskaplega vel.

Við þökkum kærlega fyrir þessa góðu heimsókn.

 

Með því að smella á slóðirnar hér fyrir neðan er hægt að hlýða á nokkra tóna sem spilaðir voru í gær.

https://www.facebook.com/handverksheimili/videos/1947059008891309/

https://www.facebook.com/handverksheimili/videos/1947060235557853/

 

Lesa meira...

Kveikt á jólatrénu á Hrafnistu Garðabæ - Ísafold

Lesa meira...

 

Meðfylgjandi myndir voru teknar í byrjun desember þegar kveikt var á jólatrénu á Hrafnistu Garðabæ - Ísafold að viðstöddu fjölmenni. Árnesingakórinn söng við athöfnina og að henni lokinni var íbúum og aðstandendum boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur.

 

Lesa meira...

Síða 10 af 76

Til baka takki