Fréttasafn

Nýr hjúkrunardeildarstjóri á Hrafnistu Sléttuvegi

Lesa meira...

 

Anna María Bjarndóttir hefur verið ráðin sem deildarstjóri hjúkrunar á Hrafnistu Sléttuvegi frá 1. september nk.

Anna María útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur B.Sc. frá Háskóla Íslands árið 2012. Hún lauk diplóma í opinberri stjórnsýslu fyrir stjórnendur í heilbrigðisþjónustu frá HÍ árið 2018. Anna María hefur starfað á Hrafnistu í Laugarási frá árinu 2009 á hinum ýmsu deildum og nú síðast sem aðstoðardeildarstjóri á Miklatorgi.

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Starfsafmæli á Hrafnistu Skógarbæ

Lesa meira...

 

Þann 6. júní sl. hélt Hrafnista í Skógarbæ vorgrill fyrir starfsmenn á heimilinu. Um 90 manns mættu og boðið var upp á veitingar frá Grillmeistaranum. Sú hefð hefur skapast undanfarin ár á Skógarbæ að afhenda starfsafmælisgjafir á þessum viðburði.

Í ár fengu 8 starfsmenn starfsafmælisgjafir.

 

20 ár

                               Guðmunda I. Júlíusdóttir

                               Paula Holm

                               Valgerður Ósk Ottósdóttir

15 ár

                               Sigríður Bjarney Jónsdóttir

                               Þóra Jónsdóttir

10 ár

                               Jeraldine Tolo Torres

                               Maria Angelina Axelsson

                               Sunata Phonman

 

Hrafnista þakkar þessum starfsmönnum fyrir þeirra framlag til Skógarbæjar og hlakkar til áframhaldandi samstarfs.

 

Lesa meira...

Föstudagsfjör á Hrafnistu Boðaþingi

Lesa meira...

 

Á Hrafnistu í Boðaþingi var "María María" sungið hástöfum í dag og mikil gleði var í föstudagsfjörinu. Að sjálfsögðu er gott að væta kverkarnar aðeins eftir svo kröftugan söng og því var sherry í boði fyrir söngfólkið.

 

Lesa meira...

Starfsemi Hrafnistu færð út í góða veðrið

Lesa meira...

 

Þessa dagana er hver sólarstund nýtt til að vera úti og í gær var söngstundin á Hrafnistu Hraunvangi færð út í góða veðrið. Böðvar spilaði á harmonikkuna og fólkið söng með. Eftir að vera búin að syngja nokkur lög bauð Hrafnista öllum upp á ís. Yndisleg stund og vonandi eiga  sólardagarnir eftir að verða enn fleiri í sumar.

 

Lesa meira...

Aðalfundur Sjómannadagsráðs var haldinn þriðjudaginn 7. maí 2019 á Hrafnistu Laugarási.

Lesa meira...

 

Venju samkvæmt voru hefðbundin aðalfundarstörf á fundinum.

 
Í stjórn félagsins voru þeir Sigurður Ólafsson ritari og Oddur Magnússon varagjaldkeri endurkjörnir, en áfram sitja í stjórninni þeir Hálfdan Henrysson formaður, Guðjón Ármann Einarsson varaformaður og Jónas Garðarsson gjaldkeri.

Á fundinum var eftirfarandi ályktun samþykkt:

ÁLYKTUN
Aðalfundur Sjómannadagsráðs, haldinn að Hrafnistu Laugarási þriðjudaginn 7. maí 2019,

skorar á ríkisstjórn Íslands að uppfylla þegar í stað eigin áætlanir um að bæta rekstrarumhverfi hjúkrunarheimila á Íslandi.
Í stjórnarsáttmála núverandi ríkistjórnar segir orðrétt: „Einnig verður hugað að því að styrkja rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila...“
Hjúkrunarheimili skipa mikilvægan og stóran sess í heilbrigðisþjónustu landsins. Á þeim tveimur fjárlagaárum sem núverandi ríksstjórn hefur haldið um stjórnartaumana hefur rekstrargrunnur hjúkrunarheimila verið skertur bæði árin, en ekki styrktur eins og segir í stjórnarsáttmálanum.
Skerðing fjárframlaga á rekstrargrunni hjúkrunarheimila er ómakleg aðgerð enda eru þjónustuþegar hjúkrunarheimila í hópi þeirra íbúa landsins sem mesta þörf hafa fyrir hjúkrun og umönnun og hafa heilsu sinnar vegna litla burði til að berjast fyrir málstað sínum á opinberum vettvangi.


Ályktun stjórnar Sjómannadagsráðs samþykkt á aðalfundi 7. maí 2019.

Við lok fundarins var Birni Pálssyni, sem stýrt hefur aðalfundum Sjómannadagsráðs af mikilli röggsemi í fjölda ára, þökkuð góð störf, en hann tilkynnti stjórninni að þessi fundur yrði seinasti aðalfundurinn undir hans stjórn.

 

Lesa meira...

Hátíðarguðsþjónusta á sjómannadaginn Hrafnistu Hraunvangi

Lesa meira...

 

Í hátíðarguðsþjónustu á Hrafnistu Hraunvangi á sjómannadaginn söng Jökull Sindri Gunnarsson einsöng við góðar undirtekir.  Ræðumaður dagsins var Guðrún Helga Lárusdóttir.Guðrún Helga þekkir vel Hrafnistu, en eiginmaður hennar er Ágúst Guðmundur Sigurðsson. Þau hjónin stofnuðu Stálskip árið 1970 sem var útgerðafélag. Guðrún hefur einnig látið til sín taka í félagsmálum.  Hún fékk riddarakross fálkaorðunnar árið 1991. Hrafnistukórinn leiddi safnaðarsöng.

 

Lesa meira...

Nýr hjúkrunardeildarstjóri á Sól- og Mánateig Hrafnistu Laugarási

Lesa meira...

 

Maríanna Hansen hefur verið ráðin deildarstjóri hjúkrunar á Sólteig og Mánateig, Hrafnistu Laugarási frá 1. sept. n.k.

Maríanna  útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur B.Sc. frá Háskóla Íslands árið 2002. Hún hefur starfað m.a. sem deildarstjóri á Dvalarheimilinu Hlíð  og sem deildarstjóri á endurhæfingardeild á Landakoti.

 

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Nýr aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Vitatorgi Hrafnistu Laugarási

Lesa meira...

 

Hulda Björg Óladóttir hefur verið ráðin aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Vitatorgi á Hrafnistu Laugarási frá og með 1. september n.k. Hulda útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur B.Sc. frá HÍ 2006.

Hún hefur einnig stundað nám á meistarastigi í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum við Viðskiptafræðideild HÍ. Hulda Björg hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og nú síðast sem viðskiptastjóri hjá Parlogis.

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Síða 68 af 175

Til baka takki