Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Aðalfundur Sjómannadagsráðs var haldinn þriðjudaginn 7. maí 2019 á Hrafnistu Laugarási.

 

Venju samkvæmt voru hefðbundin aðalfundarstörf á fundinum.

 
Í stjórn félagsins voru þeir Sigurður Ólafsson ritari og Oddur Magnússon varagjaldkeri endurkjörnir, en áfram sitja í stjórninni þeir Hálfdan Henrysson formaður, Guðjón Ármann Einarsson varaformaður og Jónas Garðarsson gjaldkeri.

Á fundinum var eftirfarandi ályktun samþykkt:

ÁLYKTUN
Aðalfundur Sjómannadagsráðs, haldinn að Hrafnistu Laugarási þriðjudaginn 7. maí 2019,

skorar á ríkisstjórn Íslands að uppfylla þegar í stað eigin áætlanir um að bæta rekstrarumhverfi hjúkrunarheimila á Íslandi.
Í stjórnarsáttmála núverandi ríkistjórnar segir orðrétt: „Einnig verður hugað að því að styrkja rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila...“
Hjúkrunarheimili skipa mikilvægan og stóran sess í heilbrigðisþjónustu landsins. Á þeim tveimur fjárlagaárum sem núverandi ríksstjórn hefur haldið um stjórnartaumana hefur rekstrargrunnur hjúkrunarheimila verið skertur bæði árin, en ekki styrktur eins og segir í stjórnarsáttmálanum.
Skerðing fjárframlaga á rekstrargrunni hjúkrunarheimila er ómakleg aðgerð enda eru þjónustuþegar hjúkrunarheimila í hópi þeirra íbúa landsins sem mesta þörf hafa fyrir hjúkrun og umönnun og hafa heilsu sinnar vegna litla burði til að berjast fyrir málstað sínum á opinberum vettvangi.


Ályktun stjórnar Sjómannadagsráðs samþykkt á aðalfundi 7. maí 2019.

Við lok fundarins var Birni Pálssyni, sem stýrt hefur aðalfundum Sjómannadagsráðs af mikilli röggsemi í fjölda ára, þökkuð góð störf, en hann tilkynnti stjórninni að þessi fundur yrði seinasti aðalfundurinn undir hans stjórn.

 

  • Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur