Fréttasafn

Sumargrill á Hrafnistu Nesvöllum Reykjanesbæ

Lesa meira...

 

Hið árlega sumargrill Hrafnistu Nesvalla var haldið í hádeginu í dag. Þó að sú gula hafi mætt eins og búið var að panta þá var of kalt til að vera utandyra og því var partýið flutt í sal þjónustumiðstöðvarinnar. Um 130 manns mættu í gleðina og var met þátttaka hjá íbúum hjúkrunarheimilisins en 45 íbúar af 60 mættu í partýið. Það var Múlakaffi sem grillaði dýrindis lambakjöt og kjúkling fyrir gesti. Eldhús Hrafnistu sá um allt meðlæti og boðið var upp á ís í eftirrétt. Bandið Heiður spilaði og söng fyrir gesti og hélt uppi miklu stuði. Virkilega skemmtileg samverustund.

 

Lesa meira...

Hrefna Líneik Jónsdóttir 100 ára afmæli

Lesa meira...

 

Hrefna Líneik Jónsdóttir, íbúi á Hrafnistu í Laugarási, fagnaði 100 ára afmæli sínu mánudaginn 24. júní sl. Hrefna Líneik er fædd á Eyri við Ingólfsfjörð í Strandasýslu, dóttir Jóns Guðmundssonar bónda og Sólveigar Stefaníu Benjamínsdóttur. Vatnsenda-Rósa var langamma Sólveigar. Systkini Hrefnu voru sex og er eitt þeirra á lífi, Hulda, 98 ára. Eiginmaður Hrefnu var Óskar Halldórsson verkamaður í Reykjavík, en hann lést sumarið 1991. Þau áttu fimm börn og eru tvö þeirra á lífi (heimild: Jónas Ragnarsson).

Í tilefni dagsins fékk Hrefna afhent blóm frá borgarstjóranum í Reykjavík og afmæliskort frá forseta Íslands.  

 

 

Lesa meira...

Kominn tími til að vakna og hugsa um framtíð jarðar

Lesa meira...

 

Í afmælisveislu sem haldin var á Hrafnistu á dögunum fyrir þá Íslendinga sem fagna 100 ára afmæli á árinu hélt Dagný Erla Gunnarsdóttir, 15 ára, ræðu þar sem hún brýndi fyrir fólki að taka á mikilvægum málum.

Viðtal við Dagnýju birtist í Morgunblaðinu í gær, fimmtudaginn 20. júní og  má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. 

 

Kominn tími til að vakna og hugsa um framtíð jarðar

 

Lesa meira...

Kvennahlaup 2019 á Hrafnistu Ísafold Garðabæ

Lesa meira...

 

Föstudaginn 14. júní sl. fór Kvennahlaupið fram á Hrafnistu Ísafold í Garðabæ. Karlaklúbburinn byrjaði daginn á því að undirbúa fyrir Kvennahlaupið ásamt því að rifja upp gamla takta við að blása á ýlustrá. Góða veðrið lék við heimilisfólk og gesti í Kvennahlaupinu þar sem flestir völdu að fara lengri leiðina. Að loknu hlaupi fengu þátttakendur sér ferskan sumardrykk.

 

Lesa meira...

Öllum einstaklingum 100 ára á árinu boðið í afmælisveislu á Hrafnistu með forsetahjónunum

Lesa meira...

 

Í dag bauð Hrafnista þeim landsmönnum, sem eiga 100 ára afmæli á árinu, til afmælisveislu á Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði. Viðstödd veisluna voru meðal annars forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid. Á mælendaskrá voru auk forsetans, Hálfdan Henrysson formaður stjórnar Sjómannadagráðs og Dagný Erla Gunnarsdóttir, sem er fimmtán ára og sat þingfund ungmenna í Alþingishúsinu á þjóðhátíðardaginn 17. júní í tilefni af 75 ára afmælis lýðveldisins. Boðið var upp á afmælisköku og söngatriði sem tenórsöngvarinn Gissur Páll Gissurarson sá um auk dansatriðis. Auk ofangreindra og fleiri aðila var öllum íbúum Hrafnistu í Hraunvangi boðið til veislunnar og var fjölmenni. Þess má geta að á þessu ári eiga 25 Íslendingar 100 ára afmæli, átján konur og sjö karlar. Ellefu afmælisbörn mættu til veislunnar sem verður að teljast mjög gott hlutfall þessa hóps sem skemmtu sér vel. Ætlunin er að gera þetta að árlegum viðburði sem mun ferðast milli Hrafnistuheimilanna. Undirbúningur hefur m.a. verið unninn í samstarfi við Jónas Ragnarsson sem allt frá árinu 2006 hefur haldið úti vefsíðu um langlífa Íslendinga, haldgóð hjónabönd, stóra systkinahópa og fleira. Þessi áhugaverði vettvangur Jónasar er nú vistaður á síðunni Langlífi á Facebook.


Á meðfylgjand mynd eru afmælisbörnin 11 sem mættu í veisluna ásamt forsetahjónunum og þeim sem komu fram í dagskrá dagsins.

Lesa meira...

 

Efsta röð frá vinstri: Gissur Páll Gissurarson, Árni Heiðar Karlsson píanóleikari, María Fjóla Harðardóttir framkvæmdastjóri Heilbrigðissviðs Hrafnistuheimilanna sem var kynnir, Dagný Erla Gunnarsdóttir, forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, Hálfdan Henrysson formaður Sjómannadagsráðs, eiganda Hrafnistu og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistuheimilanna sem setti hátíðina.  

Miðju röð frá vinstri: Líney Guðmundsdóttir, Sigrún Hermannsdóttir, Unnur Guðmundsdóttir, Gunnþórunn Björnsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir, Jóhanna Hjaltadóttir, Guðrún Helgadóttir og Karl Jónasson.

Fremsta röð frá vinstri: Maren Kristín Þorsteinsson, Sigríður Kristín Sigurðardóttir og Þórunn Baldursdóttir.

 

Sjá einnig umfjöllun:

Á fréttavef Vísi https://www.visir.is/g/2019190618938/hundrad-ara-heidursfolk-fagnadi-lifinu?fbclid=IwAR37mjeswX1Lwtxl7p7xPbbJC3rl4duvvh7UX34cQxdCFXnsDEXHlXbaHMw

 

Á fréttavef Mbl.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/06/18/11_sem_verda_100_a_arinu_i_veislu/?fbclid=IwAR1EmC5igkZXcD_QBCP93iUkzKBh3yZcaOLES05TODjV7OXToo1M7BNjtCk

 

Meðfylgjandi myndir voru teknar í afmælisveislunni í dag.

 

Lesa meira...

Síða 67 af 175

Til baka takki