Fréttasafn

Pétur Thorsteinsson 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Reykjavík

F.v. Pétur, Pétur Thorsteinsson og Sigurður.
Lesa meira...

 

Pétur Thorsteinsson, læknir á Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum honum til hamingju með áfangann er honum þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hann hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Pétur Thorsteinsson og Sigurður Helgason forstöðulæknir Hrafnistu.

 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Helena Björk Jónasdóttir 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Hafnarfirði

F.v. Pétur, Helena og Bryndís
Lesa meira...

 

Helena Björk Jónasdóttir, íþróttakennari á Hrafnistu í Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Helena og Bryndís F. Guðmundsdóttir deildarstjóri sjúkraþjálfunar.

 

 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Jensína Andrésdóttir fagnaði 107 ára afmæli á Hrafnistu í Reykjavík í dag

Lesa meira...

 

Jensína Andrésdóttir, sem búið hefur á Hrafnistu í Reykjavík í tvo áratugi, eða frá árinu 1997, fagnaði í dag 107 ára afmæli sínu með vinum og ættingjum á Hrafnistu og var glatt á hjalla eins og vænta mátti. Jensína er ættuð úr Austur-Barðastrandarsýslu, nánar tiltekið frá Þórisstöðum í Þorskafirði í Reykhólahreppi, þar sem hún fæddist 10. nóvember árið 1909. Óhætt er því að segja að Jensína muni tímana tvenna. Á Þórisstöðum voru sautján í heimili, foreldrar og fimmtán systkini. Jensína fór snemma að heiman til vinnu í sveit við Ísafjarðardjúp, þar sem hún var í tvo vetur. Jensína fluttist fljótlega til Reykjavíkur þar sem hún hefur búið síðan við ýmis þjónustustörf auk þess að sinna ræstingum, m.a. á ýmsum læknastofum borgarinnar. Jensína er sá íbúi sem hefur náð hæstum aldri í tæplega 60 ára sögu Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Vetrarhátíð á Hrafnistu Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Föstudaginn 4. nóvember sl. var haldin vetrarhátíð á Hrafnistu í Hafnarfirði. Valgerður Guðnadóttir sá um veislustjórn og hélt uppi fjörinu ásamt Helga M. Hannessyni, sem sá um undirleik og Böðvar Magnússon spilaði undir borðhaldi. Í lokin spilaði DAS bandið af sinni alkunnu snilld á fjörugu balli. Hátíðin var vel lukkuð og gleðin skein úr hverju andliti eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

 

 

Lesa meira...

Gjafir til Hrafnistu Hlévangi og Hrafnistu Nesvöllum

F.v. Þuríður, Guðlaug, Þorbjörg, Áslaug og Hrafnhildur.
Lesa meira...

 

Lionessuklúbbur Keflavíkur kom færandi hendi á Hrafnistu Hlévangi þar sem þær gáfu tvo hægindastóla og á Hrafnistu Nesvöllum þar sem þær gáfu hárþvottabakka, við þökkum þeim kærlega fyrir.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Þuríður Elísdóttir hjúkrunardeildarstjóri Nesvalla, Guðlaug Gunnarsdóttir hjúkrunardeildarstjóri Hlévangs og frá Lionessunum Þorbjörg Pálsdóttir, Áslaug Bersveinsdóttir og Hrafnhildur Gunnarsdóttir.

 

 

 

Lesa meira...

Síða 140 af 175

Til baka takki