Fréttasafn

Haustfagnaður á Hrafnistu Nesvöllum Reykjanesbæ

Lesa meira...

 

Fimmtudaginn 27. október sl. fór fram haustfagnaður á Hrafnistu Nesvöllum í Reykjanesbæ. Þórhallur Sigurðsson sá um veislustjórn og naut aðstoðar frá góðum gamalkunnum félögum sem litu við hver af öðrum og skemmtu gestum.

 

 

 

Lesa meira...

Alzheimerkaffi fimmtudaginn 3. nóvember í Hæðargarði 31

Lesa meira...

 

Alzheimerkaffi verður haldið fimmtudaginn 3. nóvember nk. kl. 17:00 að Hæðargarði 31.

Sólborg Sumarliðadóttir, hjúkrunarfræðingur verður með erindi um það „Að eldast heima“ - Hvaða aðstoð og aðstæður þurfa að vera til staðar?

 

Alzheimerkaffi er fyrir fólk með alzheimer eða aðra minnissjúkdóma og aðstandendur þeirra

Markmiðið er að gefa fólki tækifæri til að koma saman, opna umræðuna um erfiðleika fólks með þennan sjúkdóm og gefa þeim og aðstandendum kost á að hitta aðra sem glíma við svipaðan vanda.

Einnig að veita ráðgjöf, fræðslu, spjalla, syngja, gleðjast og eiga gæðastundir. 

 

Aðgangseyrir 500 kr.

Boðið er uppá kaffi og meðlæti.

Allir velkomnir!

 

Sjá nánari auglýsingu með því að smella hér

Alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar 27. október

Lesa meira...

 

Það var líf og fjör í iðjuþjálfuninni á Hrafnistu í Reykjavík í gær þar sem iðjuþjálfar voru með opið hús í tilefni af alþjóðlegum degi iðjuþjálfunar. Gestum og gangandi var m.a. sýnt hvað iðjuþjálfar gera dags daglega og boðið var upp á vax, handarmeðferð og gómsætar veitingar.

Iðjuþjálfun á Hrafnistu í Reykjavík þakkar öllum fyrir komuna og áhugann.

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Bingó á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Í gærkvöldi héldu Linonsklúbburinn  Kaldá og Lionsklúbburinn Ásbjörn bingó fyrir heimilisfólk á Hrafnistu í Hafnarfirði. Mjög góð þátttaka var í bingóinu og margir flottir vinningar í boði. Þökkum Lionsmönnum kærlega fyrir komuna.

 

Myndir tók: Kristin Margrét, aðstoðarmaður iðjuþjalfa.

 

Lesa meira...

Alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar - Sigurbjörg Hannesdóttir iðjuþjálfi á Hrafnistu í Reykjavík skrifar

Lesa meira...

 

Í dag, 27. október, er alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar.

Í tilefni dagsins skrifaði formaður Iðjuþjálfafélags Íslands grein í Fréttablaðinu sem ég hvet ykkur öll til að lesa : http://www.visir.is/althjodlegur-dagur-idjuthjalfunar/article/2016161029105

 

Ég tók sama nokkra fróðleiksmola um stéttina sem mig langar til að deila með ykkur.

Vissir þú að ……..???

Iðjuþjálfafélag Íslands var stofnað 1976 – stofnfélagar voru 10 konur – félagsmenn eru nú yfir 300  – með stéttarfélags-, fag- eða nemaaðild. www.sigl.is

Iðjuþjálfafélag Íslands á 40 ára afmæli í ár.

Iðjuþjálfun er kennd við Háskólann á Akureyri – kennsla hófst 1997 og fyrstu „íslensku“ iðjuþjálfarnir luku námi 2001 www.unak.is

Iðjuþjálfun við HA er 4ra ára BSc-nám

Fyrir tilkomu námsbrautar við HA lærðu Íslendingar iðjuþjálfun erlendis – flestir á Norðurlöndunum, en einnig í Bretlandi, Bandaríkjunum og Ástralíu.

Alheimssamtök iðjuþjálfa: WORLD FEDERATION OF OCCUPATIONAL THERAPISTS

Stærsti vinnustaður iðjuþjálfa á Íslandi er Landspítali og þar eru iðjuþjálfar starfandi á eftirtöldum starfsstöðvum: Fossvogur, Grensás, Landakot, Hringbraut (vefrænar- og geðdeildir), Barna- og unglingageðdeild, Kleppur.

Annar stór vinnustaður iðjuþjálfa er Endurhæfingarmiðstöðin Reykjalundur. Þar starfa iðjuþjálfar á eftirtöldum sviðum: hjartasviði, lungnasviði, geðsviði, gigtarsviði, verkjasviði, hæfingarsviði, taugasviði, næringar- og offitusviði og sviði atvinnulegrar endurhæfingar.

Iðjuþjálfar eru starfandi í mörgum sveitarfélögum víðs vegar um landið og er starfssvið þeirra þar í leik- og grunnskólum.

Starfsendurhæfing er ört vaxandi þjónusta og byggir á þeirri hugsun að meta færni, en ekki óvinnufærni eða örorku. Iðjuþjálfar eru víða starfandi í starfsendurhæfingu, s.s. hjá Janus og Hugarafli og Starfsendurhæfingarsjóðnum VIRK og sem starfsendurhæfingarráðgjafar hjá stéttarfélögum. 

Á Æfingastöð SLF, Þroska- og hegðunarstöð og Greiningarstöð vinna iðjuþjálfar með börnum sem glíma við  færnivanda af ýmsum toga og fjölskyldum þeirra og veita ráðgjöf til skóla og leikskóla barnsins.

 

 

9 iðjuþjálfar starfa á Hrafnistu heimilunum:

Hrafnista Reykjavík: Sigurbjörg Hannesdóttir deildarstjóri, Inga Guðrún Sveinsdóttir og Þorgerður Kristín Guðmundsdóttir.

Hrafnista Hafnarfjörður: Harpa Björgvinsdóttir deildarstjóri, Geirlaug D. Oddsdóttir aðstoðardeildarstjóri, Marsibil Anna Jóhannsdóttir og Kristín Thomsen.

Hrafnista Kópavogur: Svanborg Guðmundsdóttir deildarstjóri.

Hrafnista Reykjanesbær: Erla Dürr Magnúsdóttir deildarstjóri.

 

 

Bestu kveðjur,

Sigurbjörg Hannesdóttir

Deildarstjóri iðjuþjálfunar

Hrafnista Reykjavík

 

 

Síða 141 af 175

Til baka takki