Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Jensína Andrésdóttir fagnaði 107 ára afmæli á Hrafnistu í Reykjavík í dag

 

Jensína Andrésdóttir, sem búið hefur á Hrafnistu í Reykjavík í tvo áratugi, eða frá árinu 1997, fagnaði í dag 107 ára afmæli sínu með vinum og ættingjum á Hrafnistu og var glatt á hjalla eins og vænta mátti. Jensína er ættuð úr Austur-Barðastrandarsýslu, nánar tiltekið frá Þórisstöðum í Þorskafirði í Reykhólahreppi, þar sem hún fæddist 10. nóvember árið 1909. Óhætt er því að segja að Jensína muni tímana tvenna. Á Þórisstöðum voru sautján í heimili, foreldrar og fimmtán systkini. Jensína fór snemma að heiman til vinnu í sveit við Ísafjarðardjúp, þar sem hún var í tvo vetur. Jensína fluttist fljótlega til Reykjavíkur þar sem hún hefur búið síðan við ýmis þjónustustörf auk þess að sinna ræstingum, m.a. á ýmsum læknastofum borgarinnar. Jensína er sá íbúi sem hefur náð hæstum aldri í tæplega 60 ára sögu Hrafnistu.

 

  •  

    Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur