Fréttasafn

Jólabingó Hrafnistu í Hafnarfirði miðvikudaginn 7. desember

Lesa meira...

 

Jólabingó Hrafnistu í Hafnarfirði verður haldið miðvikudaginn 7. desember kl. 13:30 í Menningarsalnum 1. hæð.

Eftirtöldum aðilum þökkum við kærlega fyrir veittan stuðning:

Bónus, Eirberg, Fastus, Fjarðarkaup, Góu, Freyju, Logy, Pennanum og Stoð.

 

Félagsstarfið Hrafnistu í Hafnarfirði.

 

 

Lesa meira...

Hrafnista í Hafnarfirði - aðventan gengur í garð

Lesa meira...

Aðventan gengur í garð

Undirbúningur jólanna er að komast í fullan gang hér á Hrafnistu í Hafnarfirði og á stóru heimili er í mörg horn að líta. Jólaskreytingar eru komnar upp á mörgum deildum og jólalögin hljóma. Fjölbreytt og öflugt starf fer fram á heimilinu á aðventunni, fjölmargir sjálfboðaliðar koma í heimsókn og gleðja heimilismenn með ýmsum viðburðum má þar til dæmis nefna tónlistaratriði og upplestur. 

Aðstandendum er bent á hægt er að fylgjast með viðburðum heimilins á viðburðardagatali á heimasíðu Hrafnistu. 

 

Lesa meira...

Cherry Gaviola Malana 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

 

Cherry Gaviola Malana, starfsmaður í aðhlynningu á Sólteigi Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Arna Garðarsdóttir aðstoðardeildarstjóri á Sólteigi, Cherry og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

 

 

Lesa meira...

Viðtal í Fréttatímanum við Helenu Björk Jónasdóttur, íþróttakennara á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Í Fréttatímanum í dag er skemmtilegt viðtal við Helenu Björk Jónasdóttur íþróttakennara undir fyrirsögninni Engin „geymsla“ fyrir eldra fólk  þar sem hún m.a. lýsir því fjólbreytta íþróttastarfi sem fram fer á Hrafnistu í Hafnarfirði.  Helena hefur starfað sem íþróttakennari á Hrafnistu í Hafnarfirði í 15 ár.

 

 

Hægt er að lesa greinina í heild sinni með því að smella á linkinn hér fyrir neðan

http://www.frettatiminn.is/engin-geymsla-fyrir-eldra-folk/

 

 

Lesa meira...

Síða 138 af 175

Til baka takki