Fréttasafn

Sjómannadagurinn á Hrafnistu í Kópavogi

Lesa meira...

Á Hrafnistu í Kópavogi var Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur. Boðið var upp á kaffi og með því. Tekið var lagið við harmonikkuspil Hólmfríðar og hlustað á Miðbæjarkvartetinn syngja dásamlega tóna.

 

Lesa meira...

Sjómannadagurinn á Hrafnistu Hlévangi Reykjanesbæ

Lesa meira...

Sjómannadagurinn á Hlévangi var haldinn hátíðlegur. Helgistund var í umsjá séra Baldurs og félagar úr kór Njarðvíkurkirkju sungu undir píanóleik. Boðið var upp á sjómannadagskaffi og bandið Heiður kom í heimsókn og spilaði nokkur vel valin íslensk lög.

 

Lesa meira...

Sjómannadagurinn á Hrafnistu Nesvöllum Reykjanesbæ

Lesa meira...

Sjómannadagurinn á Nesvöllum var haldinn hátíðlegur. Helgistund í umsjá séra Baldurs var í sal þjónustumiðstöðvarinnar og félagar úr kór Njarðvíkurkirkju sungu undir píanóleik. Boðið var upp á sjómannadagskaffi og bandið Heiður kom í heimsókn og spilaði nokkur vel valin íslensk lög.

 

Lesa meira...

Samsýning opnuð á Hrafnistu í Hafnarfirði á Sjómannadaginn

Lesa meira...

Dagskrá Sjómannadagsins á Hrafnistu í Hafnarfirði hófst með því að Lúðrasveit Hafnarfjarðar hélt tónleika fyrir utan heimilið kl. 10:00. Opnuð var samsýning á myndlist sem unnin hefur verið á vinnustofu iðjuþjálfunar. Eftir hádegi var svo messa og Bragi Fannar kom svo að því loknu og spilaði a harmonikkuna fyrir gesti sem þáðu kaffi og meðlæti á kaffihúsinu í tilefni dagsins.  

 

Lesa meira...

Sjómannadagurinn á Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

Á Hrafnistu í Reykjavík var basarinn opinn, Lúðrasveit Reykjavíkur spilaði nokkur vel valin lög og gestir þáðu kaffi og meðlæti í Skálafelli undir harmonikkuleik Böðvars. 

 

Lúðrasveit Reykjavíkur hélt tónleika fyrir utan aðalanddyri Hrafnistu í Reykjavík við mikinn hátíðleik og gleði. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna og tónleikana.

https://www.facebook.com/Hrafnista/videos/1806590936030475/

 

Skálafell var þétt setið og harmonikkutónarnir hljómuðu fallega á Sjómannadaginn 3. júní. Frábært að sjá svo marga koma í heimsókn á þessum fallega degi.

https://www.facebook.com/Hrafnista/videos/1806595796029989/

 

Lesa meira...

Nýr yfirmaður eldhúsa Hrafnistuheimilanna

Ólafur Haukur Magnússon
Lesa meira...

Nú um mánaðarmótin urðu þær breytingar í yfirstjórn eldúsa Hrafnistuheimilanna að Ólafur Haukur Magnússon tekur við stjórnartaumunum af Magnúsi Margeirssyni.

Ólafur Haukur hefur starfað sem staðgengill yfirmanns eldhúsa frá apríl 2016 en hann hefur verið viðloðandi eldhús Hrafnistuheimilanna allt frá árinu 1996.

Ólafur Haukur lauk meistaraprófi í matreiðslu frá Menntaskólanum í Kópavogi nú í vor og útskrifaðist sem matreiðslumaður 2005.  Hann hefur víðtæka reynslu frá veitingastöðum bæði hérlendis og erlendis.

Við óskum Ólafi Hauki velfarnaðar í nýju ábyrgðarhlutverki innan Hrafnistu.

Magnús hefur starfað í eldhúsum Hrafnistu í 40 ár og lengst af sem yfirmaður eldhúsa Hrafnistu.  Magnús hefur mótað og þróað matarþjónustu Hrafnistuheimilanna í gegnum árin og unnið ötullega að þessum mikilvæga þætti í þjónustu Hrafnistu.  Á þessum árum hefur margt breyst og umfang í þjónustu Hrafnistuheimilanna vaxið umtalsvert.  Magnús skilar góðu búi til nýs yfirmanns eldhúsa Hrafnistu.

Magnús um starfa áfram í eldhúsinu á Hrafnistu í Reykjavík sem matreiðslumaður í 49 % starfi.

 

Lesa meira...

Síða 96 af 175

Til baka takki