Fréttasafn

Yfirlýsing frá Sjómannadagsráði

Lesa meira...

Yfirlýsing frá Sjómannadagsráði

 

Í gær, mánudaginn 16. apríl, birtist grein í Morgunblaðinu eftir Ingu Sæland alþingismann þar sem fullyrt er að tilteknum leigjanda hjá íbúðaleigufélaginu Naustavör, dótturfyrirtæki Sjómannadagsráðs, hafi verið sagt upp leigusamningi. Þetta er alrangt. Umræddur leigjandi hefur, þegar þetta er ritað, hvorki sagt upp leigusamningi né heldur hefur leigusalinn sagt samningnum upp. Hið rétta er að leigjandinn hefur tilkynnt óformlega að hann hyggist finna sér annað húsnæði. Í kjölfarið höfum við sagt viðkomandi að hann fái það ráðrúm sem hann þarf til að finna húsnæði, með öðrum orðum: hann mun ekki verða rekinn burt af heimili sínu eins og alþingismaðurinn fullyrðir í greininni og Mbl sló upp í vefútgáfu um málið.

Öll viðskipti sem Naustavör stofnar til eru gerð að frumkvæði þeirra sem óska eftir að gera leigusamning með þeim skilmálum sem samningarnir kveða á um og öllum eru kynntir ítarlega áður en skrifað er undir. Allt þar til á fyrri hluta árs 2017 voru skilmálar í leigusamningunum með þeim hætti að leigutökum gafst kostur á að leigja íbúð með því að greiða húsaleigu sem var verðtryggð og síðan „húsgjald“ sem var breytilegt og ákvarðaðist af kostnaði af veitingu ýmissar sameiginlegrar þjónustu við leigjendur, t.d. húsvörslu, rekstri útivistarsvæðis, sólarhringsþjónustusíma, snjómokstri og hreinsun bílastæða, viðbragðsþjónustu öryggisfyrirtækja við tilkynningum frá öryggiskerfum og ýmislegt fleira sem fylgir mikilli þjónustu við íbúa og sem Naustavör er þekkt fyrir.

Örfáir leigjendur í Boðaþingi gerðu athugasemd við þessa skilmála þrátt fyrir að hafa verið upplýstir um þá áður en þeir undirrituðu leigusamning. Þeir kröfðust lækkunar á gjaldinu sem var að mati félagsins ógerlegt nema með því að fella niður ákveðna þjónustuþætti. Slíkt hefði skert þjónustugæði félagsins og á það vildum við ekki fallast enda alveg skýrt fyrir hvað Naustavör stendur þegar kemur að þjónustu við íbúa. Það kom svo á daginn að yfirgnæfandi meirihluti leigjenda fylgdi okkur að málum. Til lengri tíma litið hefði krafa þessara tilteknu leigjenda auk þess leitt til taps á rekstri Naustavarar.

Þrátt fyrir útskýringar á þessum sjónarmiðum Naustavarar ákváðu sex leigutakar að stefna félaginu fyrir dóm sem í meginatriðum komst að þeirri niðurstöðu að þar sem íbúðir Naustavarar stæðu 60 ára eldri til boða en ekki 67 ára og eldri nyti félagið ekki undanþáguákvæðis sem heimilaði innheimtu sérstaks húsgjalds. Umræddir kostnaðarliðir ættu að vera innifaldir í leigunni. Naustavör ákvað að una dómnum og gera þá breytingu á fyrirkomulagi innheimtu leigugjaldsins sem dómurinn fjallaði um. Það var gert með því að bjóða öllum leigutökum einfalda skilmálabreytingu á gildandi samningum þar sem húsgjaldið var fellt niður og samsvarandi upphæð færð undir leiguna með þeim skilmálum að áfram yrði veitt sama þjónusta og fyrir sama verð og verið hafði. Á þetta féllust langflestir leigjendur – og satt að segja – lýstu margir megnustu óánægju með þá vegferð sem þessir tilteknu leigutakar efndu til gagnvart félaginu.

Naustavör hefur að öllu leyti staðið við sinn hluta leigusamninga við íbúa og endurgreitt þeim sem kröfðust endurgreiðslu í samræmi við dóminn. Mánaðarleg greiðsla þessara aðila er nú lægri en annarra íbúa en þeir njóta engu að síður sömu þjónustu og allir hinir. Við slíka mismunun getur Naustavör ekki unað. Því var ákveðið að segja þeim samningum upp í samræmi við gagnkvæm uppsagnarákvæði. Það eru fyrst og fremst sanngirnisjónarmið gagnvart leigjendum sem liggja að baki uppsögnunum sem um ræðir. Viðkomandi aðilar gerðu á sínum tíma leigusamning af fúsum og frjálsum vilja sem fólu í sér skýrt ákveðnar greiðslur fyrir þjónustu. Þeir kusu síðan sjálfir að samþykkja ekki nauðsynlegar breytingar á skilmálum leigusamnings svo að hægt væri að veita áfram sama þjónustustig og verið hafði og er m.a. hornsteinn þeirrar hugmyndafræði sem býr að baki þjónustu Naustavarar á húsnæðismarkaði fyrir eldra fólk. Þrátt fyrir óánægju þessara örfáu einstaklinga eru í dag yfir þrjú hundruð manns á biðlista eftir íbúð hjá Naustavör og það er ekki síst vegna þeirrar þjónustu sem félagið veitir og langflestir hafa leitað til okkar vegna þess orðspors sem ánægðir leigutakar hafa skilið eftir sig.

Að endingu vil ég taka skýrt fram að hjúkrunarheimili Hrafnistu hafa alls enga aðkomu að þessu máli eins og látið er að liggja í greininni og slegið var upp á forsíðu Morgunblaðsins og í kjölfarið á vef Mbl.

 

Reykjavík 16. apríl 2018.

Hálfdan Henrýsson, formaður Sjómannadagsráðs.

 

Lesa meira...

Morgunblaðið vegur ranglega að Hrafnistu

Lesa meira...

Á forsíðu Morgunblaðsins og vefsíðunni mbl.is birtist í morgun frétt undir fyrirsögninni „Segir framkomu Hrafnistu dapurlega“. Þar er fjallað um grein Ingu Sæland alþingismanns varðandi íbúðaleigufélagið Naustavör ehf, dótturfélags Sjómannadagsráðs.

Hér skal upplýst að þessi fyrirsögn Morgunblaðsins og mbl.is á við engin rök að styðjast enda er Hrafnista ekki aðili að þessu máli.

Við hörmum þessi óvönduðu vinnubrögð Morgunblaðsins og mbl.is. Í morgun óskuðum við eftir gerðar yrðu leiðréttingar strax. Mbl.is lagaði fyrirsögn sína kl 9:13 í morgun en því miður er skaðinn orðinn þar sem búið er að prenta Morgunblaðið og bera út. Vonandi sér Morgunblaðið þó sóma sinn í að leiðrétta fréttina í næsta tölublaði með áberandi hætti.

Hrafnistu eru málefni íbúða Naustavarar ehf óviðkomandi enda þótt bæði félögin, Hrafnista og Naustavör, séu í eigu sama aðila, Sjómannadagsráðs. Á hjúkrunarheimilum Hrafnistu búa rúmlega 600 aldraðir einstaklingar sem njóta fjölbreyttrar þjónustu og umönnunar allan sólarhringinn og sýna opinberir mælikvarðar að sú þjónusta er í fremstu röð hér á landi. Íbúar í leiguíbúðum Naustavarar eru ekki á ábyrgð Hrafnistu enda þótt þeim standi til boða að kaupa ýmsa þjónustu sem veitt er á Hrafnistu.

Óvönduð framsetning Morgunblaðsins er því miður til þess fallin að valda ibúum Hrafnistu og aðstandendum þeirra áhyggjum, algerlega að ástæðulausu. Við hörmum þau óþægindi sem þetta mál kann að hafa valdið íbúum Hrafnistu og aðstandendum þeirra, sem og starfsfólki Hrafnistuheimilanna og öðrum velunnurum okkar.

Ég vona að þessi leiði misskilningur sé leiðréttur hér með og allir njóti vikunnar með eins góðum hætti og mögulegt er.

 

16. apríl 2018.

F.h. Hrafnistuheimilanna,

Pétur Magnússon

Forstjóri

 

Lesa meira...

Hrafnistu í Reykjavík fært að gjöf myndverk eftir Baldur Sigurjónsson

Lesa meira...

Hrafnistu í Reykjavík var á dögunum fært að gjöf myndverk frá fjölskyldu Baldurs Sigurjónssonar.

Verkið er eftir Baldur og heitir „Hafsjór af peningum“. Það samanstendur af ríflega 7000 gömlum íslenskum smápeningum. Peningarnir mynda hafið sem umlykur líkan af Íslandi sem skorið er úr birkiplötu, ættaðri úr Hallormsstaðaskógi. Á sjónum sigla svo útkipppt líkön af togurum og kaupskipum frá liðinni tíð. Gervallt myntsafn Baldurs fór í verkið. Baldur var fæddur  árið 1922 og lifði og starfaði  í Reykjavík alla tíð.  Hann lést í október 2015.

Við þökkum afkomendum Baldurs kærlega fyrir þessa glæsilegu gjöf.

 

Meðfylgjandi mynd var tekin þega fjölskylda Baldurs afhenti Hrafnistu í Reykjavík verkið. Pétur Magnússon forstjóri og Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður í Reykjavík veittu verkinu viðtöku.

 

Lesa meira...

Lionsklúbburinn Ásbjörn færði Hrafnistu í Hafnarfirði súrefnissíur að gjöf

Lesa meira...

Lionsklúbburinn Ásbjörn færði Hrafnistu í Hafnarfirði þrjár súrefnissíur að gjöf á dögunum. Gjöfin mun koma sér mjög vel þar sem margir heimilismenn okkar eru háðir súrefnisnotkun allan sólarhringinn og munu súrefnissíurnar koma til með að auka lífsgæði þeirra til muna.

 

Meðfylgjandi mynd var tekin við afhendingu gjafarinnar en Hálfdan Henrysson, stjórnarformaður Sjómannadagsráðs veitti henni viðtöku.

 

Lesa meira...

Samstarfsverkefni 6. bekkjar Víðistaðaskóla og Hrafnistu í Hafnarfirði hlaut Hvatningaverðlaun Foreldraráðs Hafnarfjarðar

Lesa meira...

 

Samstarfsverkefni 6.bekkjar Víðistaðarskóla og Hrafnistu í Hafnarfirði „Lestrarvinir" hlaut Hvatningarverðlaun Foreldraráðs Hafnarfjarðar í gærkvöldi. Samstarfsverkefnið hefur staðið yfir síðustu 4 árin og hafa þrír bekkir tekið þátt í verkefninu í senn og kemur hver hópur á 3ja vikna fresti til sinna lestrarvina á Hrafnistu.

Við erum ótrúlega stolt af þessu flotta samstarfsverkefni og óskum Víðistaðaskóla til hamingju með verðlaunin.

 

Lesa meira...

Málþing iðjuþjálfa í öldrun á Hrafnistu í Hafnarfirði - Listin að lifa, fimmtudaginn 5. apríl 2018

Lesa meira...

Fimmtudaginn 5. apríl var haldið málþing iðjuþjálfa í öldrun sem bar nafnið "Listin að lifa." Framkvæmdaráð Hrafnistu ákvað að halda málþing um iðjuþjálfun og óskaði eftir samstarfi við fagráð iðjuþjálfunar á Hrafnistu. Talin var ástæða til að setja iðjuþjálfun fram í sviðsljósið í því skyni að fá innsýn inn í störf iðjuþjálfa sem og að fræðast um það góða starf sem verið er að gera bæði á Hrafnistu og annars staðar. Einnig var þetta hugsaður sem vettvangur fyrir iðjuþálfara í öldrun til að koma saman og ræða málin.

Málþingið var vel sótt, en yfir 80 manns voru skráðir. Fagráð iðjuþjálfa á Hrafnistu, Sigurbjörg Hannesdóttir, Harpa Björgvinsdóttir, Sara Pálmadóttir, Erla Durr Magnúsdóttir og Svanborg Guðmundsdóttir auk Nönnu Guðnýjar Sigurðardóttur gæðastjóra, Soffíu Egilsdóttur fræðslufulltrúa, Huldu S. Helgadóttur starfsmanns á skrifstofu Hrafnistu og Maríu Fjólu Harðardóttur framkvæmdastjóra heilbrigðissviðs, skipuðu undirbúningsnefnd.

Málþingið heppnaðist vel og komu gestir að frá hinum ýmsu landshornum, auk höfuðborgarsvæðisins og var þetta ánægjulegur og fróðlegur dagur.

Hrafnista þakkar undirbúningsnefnd fyrir vel unnið og metnaðarfullt starf auk þess sem við þökkum stjórn Hrafnistu fyrir að styðja við þetta frábæra framtak. Við gerum ráð fyrir að þetta sé byrjun á því sem koma skal og aðrar fagstéttir Hrafnistu verði í sviðsljósinu í framtíðinni.

 

María Fjóla Harðardóttir,

Framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistuheimilanna.

 

Lesa meira...

Páskapíla á Hrafnistu í Kópavogi

Lesa meira...

Íbúar hjúkrunarheimilis og gestir dagdvalar Hrafnistu Kópavogi tóku þátt í páska pílu sem haldin var miðvikudaginn fyrir páska og var keppnin æsispennandi.

Álfhildur starfsmaður í dagdvöl hefur séð um píluna í vetur og er mikill áhugi fyrir æfingum.

Í vinning voru páskaegg og á meðfylgjandi myndum má sjá sigurvegara páskapílunnar 2018.

 

Lesa meira...

Málþing um Iðjuþjálfun í öldrun fimmtudaginn 5. apríl

Lesa meira...

 

Málþing um iðjuþjálfun í öldrun verður haldið fimmtudaginn 5. apríl nk. kl. 13:00 - 16:00 á Hrafnistu í Hafnarfirði.

Skráning er hafin á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Nánari dagskrá á finna með því að smella hér.

 

Lesa meira...

Síða 100 af 175

Til baka takki