Fréttasafn

Fullveldishátíð á Hrafnistu í Hafnarfirði þriðjudaginn 17. júlí

Lesa meira...

Íbúar, starfsfólk og gestir Hrafnistu fagna saman 100 ára fullveldi Íslands með hátíðardagskrá. Þjóðþekktir listamenn skemmta gestum í anda fullveldisársins 1918, í tali og tónum. Að dagskrá lokinni verður boðið upp á Fullveldiskökuna sem Landssamband bakarameistara hefur sett saman og byggir á vinsælum uppskriftum frá 1918.

Hátíðardagsskrá á Hrafnistu í Hafnarfirði verður haldin þriðjudaginn 17. júlí kl. 14:00 í borðsalnum 1. hæð.  Íbúar og aðstandendur þeirra eru eindregið hvattir til að taka þátt. 

Allir velkomnir!

 

Sjá nánar með því að smella hér.

 

Lesa meira...

 

 

Fullveldishátíð á Hrafnistu í Kópavogi mánudaginn 16. júlí

Lesa meira...

Íbúar, starfsfólk og gestir Hrafnistu fagna saman 100 ára fullveldi Íslands með hátíðardagskrá. Þjóðþekktir listamenn skemmta gestum í anda fullveldisársins 1918, í tali og tónum. Að dagskrá lokinni verður boðið upp á Fullveldiskökuna sem Landssamband bakarameistara hefur sett saman og byggir á vinsælum uppskriftum frá 1918.

Hátíðardagsskrá á Hrafnistu í Kópavogi verður haldin mánudaginn 16. júlí kl. 14:00. Íbúar og aðstandendur þeirra eru eindregið hvattir til að taka þátt. 

Allir velkomnir!

 

Sjá nánar með því að smella hér.

 

Lesa meira...

 

 

 

Fullveldiskaka fyrir 1.500 manns!

Lesa meira...

Í næstu viku verður mikið um dýrðir á Hrafnistuheimilunum. Í tilefni af 100 ára fullveldi Íslands mun Hrafnista standa fyrir fullveldishátíðum á öllum Hrafnistuheimilunum sem hugsaðar eru fyrir íbúa og gesti. Þekktir listamenn munu flytja dagskrá í tali og tónum. Að lokinni dagskrá verður öllum boðið í kaffi þar sem verður boðið upp á Fullveldiskökuna en kakan verður jafnframt í boði fyrir þá íbúa og það starfsfólk sem ekki hefur tök á að sækja hátíðarhöldin.

Landslið bakara hannaði kökuna í samvinnu við stjórn Landsambands bakarameistara, en um er að ræða lagköku með rabarbarasultu á milli laga en er færð í hátíðarbúning með því að bæta við rjóma á milli tveggja efstu laganna og ofan á henni er hvítt súkkulaði. Fullveldiskakan byggir á vinsælum uppskriftum frá 1918.

Reiknað er með að samtals um 1.500 manns á öllum Hrafnistuheimilunum muni gæða sér á kökunni í næstu viku.

Dagsetningar fullveldishátíðar í hverju heimili verða kynntar sérstaklega á hverju Hrafnistuheimili þegar nær dregur.

 

Lesa meira...

Sumarhátíð Hrafnistu í Kópavogi

Lesa meira...

Í gær fór fram sumarhátíð Hrafnistu í Kópavogi. Því miður voru veðurguðirnir okkur ekki hliðhollir þetta árið. Grill og borðhald þurfti að færa undir þak. Hátíðargestir létu það þó ekki á sig fá. Gestir gæddu sér á gómsætum veitingum og sungu af fullum krafti undir harmonikkuleik og nokkrir stigu sporið, svo úr varð hin besta skemmtun hjá þeim á annað hundrað gestum sem tóku þátt.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á sumarhátíðinni í gær. 

Lesa meira...

Myndasýning á Hrafnistuheimilunum

Lesa meira...

Þessa dagana er Pétur, forstjóri Hrafnistu, með myndasýningu fyrir íbúa Hrafnistuheimilanna þar sem hann segir frá ferðum sínum til Rússlands á dögunum. Í Rússlandi fór hann á landsleik Íslands á móti Argentínu og einnig kleif hann hæsta tind Evrópu, Elbrus sem er 5642m á hæð. Íbúar og starfsfólk hafa haft mjög gaman af því heyra hann segja frá ferðasögunni og sjá myndir.

Í dag var Pétur með myndasýningu á Hrafnistu í Kópavogi og á Hrafnistuheimilunum í Reykjanesbæ þar sem þessar myndir voru teknar, á Nesvöllum og Hlévangi.

Lesa meira...

Félags- og jafnréttismálaráðherra í heimsókn

Lesa meira...

Góður gestur heimsótti Hrafnistu í Reykjavík í dag en það var Ásmundur Daði Einarsson, félags- og jafnréttismálaráðherra. Ásmundur kom til að kynna sér starfsemi Hrafnistu, Sjómannadagsráðs og Naustavarar. Hann heilsaði upp á íbúa og gesti ásamt því að funda með stjórnendum og fara í skoðunarferð um húsnæði Hrafnistu og leiguíbúðir Naustavarar.

 

Meðfylgjandi myndir voru teknar í heimsókninni:

Lesa meira...

Tækifæri í heilsueflandi þjónustu

Lesa meira...

Nýlega hófst bygging þjónustumiðstöðvar, hjúkrunarheimilis og leiguíbúða fyrir aldraða, við Sléttuveg í Reykjavík. Í þjónustumiðstöðinni verður margs konar þjónusta í boði fyrir íbúa í hverfinu, bæði þá sem búa í húsunum sem tengjast miðstöðinni beint, sem og þá sem búa í nágrenninu. Meðal þess sem gert er ráð fyrir í miðstöðinni er heilsueflandi þjónusta af ýmsu tagi, eins og sjúkraþjálfun, líkamsrækt, ráðgjöf og fræðsla um heilsu. Reiknað er með um 400 m2 fyrir reksturinn, auk þess sem hægt er að samnýta aðra aðstöðu í miðstöðinni, eins og t.d. fundaraðstöðu, matsal, búningsaðstöðu, móttöku og fleira. Starfsemi mun hefjast í húsunum í byrjun árs 2020.

 

Nú er hafin leit að áhugasömum aðilum vilja taka þátt í að þróa og reka þessa starfsemi, en þeir sem hafa áhuga á að kynna sér þetta tækifæri betur er bent á að hafa samband við Jón Grétar Magnússon verkefnastjóra, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Lesa meira...

Sumargrill á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

Hið árlega sumargrill var haldið í hádeginu þann 5. júlí fyrir íbúa og starfsfólk á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hátt í 400 manns gæddu sér á grillmat og nutu góða veðursins. Grillvagninn sá til þess að allir fengu ljúffengan mat og Hlynur Ben trúbador hélt uppi stemmingunni með ljúfum tónum.

 

Myndir: Hreinn Magnússon

Lesa meira...

Skipstjóri 27 ára og kallaður „kallinn“

Lesa meira...

Ægir Franzson var skipstjóri á togaranum Þerney RE 101. Hann fór í land er skipið var selt úr landi á síðasta ári. Ægir var aðeins fjórtán ára gamall þegar hann hóf sjómennsku og síðan er liðin rúm hálf öld. Reyndar má færa rök fyrir því að Ægir hafi stundað sjómennsku frá sjö ára aldri, því á æskuárum sínum í Flatey á Breiðafirði fór hann gjarnan á sjó með afa sínum, Sveini Jónssyni.

http://hrafnista.is/skjol/Sjomannadagsbladid2018/#8

 

Lesa meira...

Síða 92 af 175

Til baka takki