Fréttasafn

Lovísa Jóhannsdóttir 30 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Árdís Hulda, Anný Lára, Lovísa og Pétur.
Lesa meira...

Lovísa Jóhannsdóttir, sjúkraliði á Báruhrauni Hrafnistu Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 30 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Hafnarfirði, Anný Lára Emilsdóttir deildarstjóri á Báruhrauni, Lovísa og  Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Grein eftir Pétur Magnússon og Þuríði Elísdóttur - Grípum tækifærið, góðir Suðurnesjamenn!

Lesa meira...

Á dögunum birtist grein í Víkurfréttum eftir Þuríði Elísdóttur, forstöðumann á Hrafnistu í Reykjanesbæ og Pétur Magnússon forstjóra Hrafnistu. En nýlega kynnti heilbrigðisráðherra að á næstu árum ætla stjórnvöld að reisa 300 ný hjúkrunarrými til viðbótar við þau 250 sem  þegar hefur verið tekið ákvörðun um. Flest nýju rýmanna munu líklega rísa á höfuðborgarsvæðinu en ekki er þó búið að ráðstafa þeim öllum. Í grein sinni hvetja Þuríður og Pétur Suðurnesjamenn til að stíga fram og vinna að bættum hag aldraðra með því að reisa nýtt hjúkrunarheimili á Suðurnesjum.

 

Greinina má lesa með því að smella á slóðina hér fyrir neðan:

http://www.vf.is/adsent/gripum-taekifaerid-godir-sudurnesjamenn/83156

 

Lesa meira...

Breytingar á aðstöðu iðjuþjálfunar Hrafnistu Hlévangi

Lesa meira...

Á Hrafnistu Hlévangi var verið að ljúka við upplyftingu á aðstöðu iðjuþjálfunar. Þessa aðstöðu geta svo íbúar og aðstandendur þeirra nýtt sér til að eiga notalega stund saman t.d. þegar margir gestir eru í heimsókn. Meðfylgjandi eru myndir fyrir og eftir breytingar.

 

Lesa meira...

Lestrarvinir úr 6. bekk Víðistaðaskóla kveðja sína lestrarvini á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

Í dag komu lestrarvinirnir okkar úr 6. bekk í Víðistaðaskóla að kveðja. Þau hafa komið hingað einu sinni í viku í allan vetur og lesið fyrir sína lestrarvini á Hrafnistu í Hafnarfirði. Í kveðjuskyni sungu þau fallegt lag. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna, sönginn, lesturinn og veturinn.

 

https://www.facebook.com/handverksheimili/videos/2016853168578559/

 

Lesa meira...

Góðir gestir í heimsókn á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

Sjúkraþjálfunardeild Hrafnistu í Hafnarfirði bauð á dögunum Félagi sjúkraþjálfara í öldrunarþjónustu í heimsókn til að kynna sér starfsemi Hrafnistu. Félagið er stærsta fagfélagið innan Félags sjúkraþjálfara og í félaginu eru sjúkraþjálfarar sem starfa við sjúkraþjálfun aldraðra víðs vegar í þjóðfélaginu, á hjúkrunarheimilum, sjúkrahúsum, einkareknum sjúkraþjálfunarstofum og í heimahúsum. Ásamt sjúkraþjálfurunum, voru aðrir starfsmenn sjúkraþjálfunardeilda/starfsstöðva boðnir velkomnir í heimsóknina, góð mæting varog taldi hópurinn alls 36 manns.

 

Gestirnir höfðu á orði að móttökurnar hefðu verið glæsilegar og aðstaðan til sjúkraþjálfunar öll til fyrirmyndar. Afar ánægjulegt er hversu margir sáu sér fært að koma í heimsóknina og er hún mikilvæg kynning fyrir Hrafnistu og það faglega starf sem unnið er á deildum sjúkraþjálfara.

 

Meðfylgjandi myndir voru teknar í heimsókninni á dögunum.  

Lesa meira...

Karen Sigurðardóttir færir Hlévangi bocciabolta að gjöf

Lesa meira...

Karen Sigurðardóttir, íbúi á Hlévangi, færði hjúkrunarheimilinu höfðinglega gjöf. Um er að ræða nýja bocciabolta sem eiga eftir að koma að góðum notum þar sem þeir gömlu voru komnir vel til ára sinna. Við færum Karen og aðstandendum hennar hjartans þakkir fyrir góða gjöf.

 

Lesa meira...

Sjálfboðaliðar á Hrafnistuheimilunum

Lesa meira...

Við á Hrafnistu erum mjög lánsöm að eiga sjálfboðaliða sem koma og veita íbúum okkar ómetnalega aðstoð við ýmis verk.

Á Hrafnistu Nesvöllum t.d. koma þrjár yndislegar konur reglulega til okkar sem sjálfboðaliðar. Þær Hrafnhildur og Særún koma og aðstoða okkur við að fara með íbúana okkar í sjúkraþjálfun, en fyrir þá sem ekki vita er sjúkraþjálfunin staðsett í kjallaranum og er því um töluvert langar vegalengdir að ræða fyrir íbúana okkar. Ein kær vinkona okkar hún Imma átti maka á Nesvöllum sem lést í upphafi árs árið 2016 en hefur haldið ómetanlegri tryggð við okkur og íbúa einingarinnar sem eiginmaður hennar var á. Imma kemur oft á fimmtudögum og er að aðstoða okkur við að fara með íbúana okkar í helgistund sem eru í sal þjónustumiðstöðvarinnar og einnig á létta föstudaga sem haldnir eru í salnum. Það er ekki bara þessi verk sem þær létta undir með okkur heldur eru þetta svo mikil gæði sem þær eru að veita íbúunum okkar með samtölum sínum og nærveru. Er þetta ómetanleg aðstoð sem við fáum frá þessum yndislegu konum.

 

 

Lesa meira...

Síða 98 af 175

Til baka takki