Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Jólakortasamkeppni Hrafnistuheimilanna 2016

Vinningshafinn í jólakortasamkeppni Hrafnistuheimilanna 2016, Elínbjörg Kristjánsdóttir.
Vinningshafinn í jólakortasamkeppni Hrafnistuheimilanna 2016, Elínbjörg Kristjánsdóttir.

Þriðjudaginn 22. nóvember sl. voru veitt verðlaun í jólakortasamkeppni Hrafnistuheimilanna.

Þetta er í 11 skipti sem valin er jólamynd frá íbúum eða þjónustuþegum Hrafnistu. Fjölmargar tillögur bárust og voru þær frá Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði. Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt kærlega fyrir þátttökuna.

Það var erfitt val hjá dómnefndinni í ár en í henni sitja Leifur Breiðfjörð myndlistarmaður, Sigríður G. Jóhannsdóttir vefnaðarkennari og Guðný M. Magnúsdóttir myndlistarmaður. Okkar innilegustu þakkir til dómnefndar fyrir vel unnin störf og þess má geta að þau eru okkar fasta dómnefnd. Leifur og Sigríður hafa verið frá upphafi í dómnefndinni og Guðný kom svo inn sem gestadómari og búin að vera síðastliðin 3 ár.

Jólakort Hrafnistuheimilanna 2016 er eftir Elínbjörgu Kristjánsdóttur f. 28. júlí 1933 sem búsett í þjónustuíbúð við Hrafnistu í  Hafnarfirði. Við óskum henni innilega til hamingju með þessa fallegu og hugljúfu jólamynd.

Kortið er prentað í yfir 4000 eintökum og  sent til allra íbúa og starfsmanna Hrafnistu sem og annarra sem tengjast heimilunum.

Við höfum fengið óskir um það síðastliðin ár að jólakortið sé haft til sölu. Það er nú til sölu í kaupfélögum Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði og kostar kortið 200,- kr. stykkið.

Ágóðinn af jólakortinu rennur til iðjuþjálfunar á Hrafnistuheimilunum og nýtist t.d.  í félagsstarf, námskeið eða fræðslu fyrir íbúa heimilanna.

Meðfylgjandi eru myndir frá verðlaunaafhendingunni.

 

  • Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur