Fréttasafn

Alzheimer kaffi fimmtudaginn 5. janúar í Hæðargarði 31

Lesa meira...

 

Alzheimer kaffi verður haldið fimmtudaginn 5. janúar nk. kl. 17:00 að Hæðargarði 31.

Ólína Kristín Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður Maríuhúss mun fjalla um framúrskarandi rannsóknir og umönnun fólks með heilabilun. 

Alzheimerkaffi er fyrir fólk með alzheimer eða aðra minnissjúkdóma og aðstandendur þeirra

Markmiðið er að gefa fólki tækifæri til að koma saman, opna umræðuna um erfiðleika fólks með þennan sjúkdóm og gefa þeim og aðstandendum kost á að hitta aðra sem glíma við svipaðan vanda.

Einnig að veita ráðgjöf, fræðslu, spjalla, syngja, gleðjast og eiga gæðastundir. 

 

Aðgangseyrir 500 kr.

Allir velkomnir!

 

 

 

Lesa meira...

Vínartónleikar í hæsta gæðaflokki á Hrafnistu

Elmar Gilbertsson og Guðrún Ingimarsdóttir
Lesa meira...

Árið 2017 er mikið afmælisár í sögu Hrafnistu.

Hrafnista byrjar afmælisárið af krafti og býður íbúum og öðrum gestum upp á Vínartónleika í hæsta gæðaflokki.

Stórsöngvararnir Elmar Gilbertsson tenór og Guðrún Ingimarsdóttir sópran, sem voru stjörnur Vínartónleika Sinfoníuhljómsveitar Íslands árið 2016, munu heimsækja okkur ásamt Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur undirleikara og bjóða upp á fjörlega dagskrá.

ALLIR VELKOMNIR!

 

Tónleikarnir verða haldnir sem hér segir:

2. janúar (mán) kl. 10:30 - Hrafnista Hafnarfirði

2. janúar (mán) kl. 13:30 – Hrafnista Nesvöllum

2. janúar (mán) kl. 15:30 – Hrafnista Hlévangi

3. janúar (þri) kl. 14:00 – Hrafnista Kópavogi

4. janúar (mið) kl. 14:00 – Hrafnista Reykjavík

 

Nánari upplýsingar má finna á hverju heimili fyrir sig.

 

Lesa meira...

Birna María Einarsdóttir nýr aðstoðardeildarstjóri á Lækjartorgi/Engey/Viðey Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

 

Birna María Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðinn aðstoðardeildarstjóri á Lækjartorg/Viðey/Engey Hrafnistu í Reykjavík frá og með 3. janúar 2017. Birna hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur á Hrafnistu í Reykjavík og LSH en tekur nú við stöðu aðstoðardeildarstjóra.

 

Við óskum Birnu hjartanlega til hamingju og bjóðum hana velkomna í stjórnendahóp Hrafnistu.

 

 

Lesa meira...

Jólaheimsókn á Hrafnistuheimilin

Lesa meira...

 

Undanfarna daga hefur Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, farið í árlega jólaheimsókn á öll Hrafnistuheimilin ásamt fríðu föruneyti. Hópurinn hefur heimsótt allar deildar og einingar Hrafnistuheimilanna og sungið og spilað jólalög fyrir íbúa, starfsfólk og aðra gesti. Skemmtilegur siður og hátíðleg heimsókn sem heimilisfólk og starfsfólk kann vel að meta og kemur öllum í jólaskap.

 

Lesa meira...

Jólaball starfsfólks Hrafnistuheimilanna

Lesa meira...

 

Starfsfólk Hrafnistuheimilana á höfuðborgarsvæðinu héldu sitt árlega jólaball í Hafnarfirðinum þann 11. desember sl. 
Fullorðinir og börn skemmtu sér vel saman og jólasveinarnir kíktu til okkar með glaðning handa börnunum.

 

Myndir: Anna Björg Sigurbjörnsdóttir 
Frétt: Harpa Björgvinsdóttir

Lesa meira...

Jólamatur á Hrafnistu

Lesa meira...

Þann 9. desember sl. bauð Hrafnista öllu starfsfólkinu á heimilinu í jólamat. Fólk kunni vel að meta og rann purusteikin ljúflega niður með jólaölinu. Þennan dag klæddist starfsfólk rauðu til að auka á jólastemminguna.

 

Lesa meira...

Konurnar á Hrafnistu ræða jólahefðir. Grein í helgarblaði Fréttatímans.

Lesa meira...

 

Það var glatt á hjalla í jólaboði sem Jónína Jörgensdóttir hélt fyrir nokkrar hressar konur á Hrafnistu í Reykjavík þegar blaðamaður kíkti við í síðustu viku. Þessar konur hittast á hverjum föstudegi og ræða saman um lífið og tilveruna. Meðfylgjandi grein birtist í helgarblaðinu um síðustu helgi þar sem þessar hressu konur rifja upp jólin fyrr á tímum.

 

Borðar ekki rjúpur vegna Jónasar Hallgrímssonar Konurnar á Hrafnistu ræða jólahefðir, Bíldudals grænar baunir og jólastressið.

„Það var ekki mikið af pökkum hér áður fyrr. Ég var átta ára þegar ég fékk fyrstu jólagjöfina. Það var kertapakki, lítill með snúnum kertum í öllum regnbogans litum. Það var ekkert rafmagn þá og þegar fór að birta af degi á jóladag þá fór ég með kertin fram í bæjardyr til að skoða herlegheitin, ég gleymi þessu aldrei,“ segir Hólmfríður, íbúi á Hrafnistu í Reykjavík. Þegar blaðamaður kom á Hrafnistu var jólakvennaboð í matstofunni. Það verið að ræða gamlar og nýjar jólahefðir, hvernig jólamaturinn hefur þróast og hvað gjafamenningin hefur breyst. Á borðum var jólabland, hangikjöt og smákökur. „Nú er mikil hefð fyrir rjúpum en ég vil bara ekki láta drepa rjúpur. Eftir að ég las kvæðið Óhræsið eftir Jónas Hallgrímsson um rjúpuna þá get ég ekki hugsað mér að borða hana,“ segir Þorgerður. „Grænar baunir frá Ora og vel brúnaðar kartöflur með miklum sykri og heimagert rauðkál verða alltaf að vera á jólunum,“ segir Þórunn Benný. „Bíldudals grænu baunirnar stóðu samt alltaf fyrir sínu,“ segir Þorgerður og beinir orðum sínum til Þórunnar. Pása var tekin á umræðum um mat og lesið var kvæði frá Stefáni frá Hvítadal um jólin: kertin mín.“

„Ó, blessuð jólin,

er barn ég var.

Ó, mörg er gleðin að minnast þar.

Í gullnum ljóma,

hver gjöf mér skín.

En kærust vor mér

kertin mín.“

„Þetta lýsir nú boðskap jólanna,“ segir Hólmfríður, „og hvað er hægt að gleðjast yfir litlu,“ segir Þórunn. Konurnar á Hrafnistu taka eftir því að meira stress fylgi jólunum nú en áður fyrr. „Ég var nú að taka eftir því í útvarpinu, því ég hlusta bara á útvarp, að það var verið að tala um undirbúning jólanna og allt í kringum þau og það var hvergi minnst á það að það hafi barn fæðst á jólunum,“ segir Hólmfríður. „Það eru flestir búnir að gleyma því. Allir að kafna í þessum gjöfum og veseni,“ segir Þórunn um jólastressið sem einkennir landann um þessar mundir. „Alltaf klukkan sex á að- fangadag átti maður að vera kominn í jólafötin. Þá var lesinn húslestur af húsbónda heimilisins,“ segir Þórunn. Húslestur var stund á heimili fólks og lesin guðsorð þegar heimilisfólk hafði ekki tök á að fara til kirkju til messu vegna veðurs. „Þessi stund var heilög og tengdi fjölskylduna saman. Núna eru allir að flýta sér, ég bara skil þetta ekki,“ segir Hólmfríður. „Á mínu heimili var alltaf lesið guð- spjallið áður en pakkarnir voru teknir upp, við vorum ekkert að flýta okkur,“ segir Þorgerður og brosir. Jólaboðinu lauk með laginu Bráðum koma blessuð jólin til þess að koma öllum í jólaskapið.

 

Texti: Helga Dögg Ólafsdóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

 

Lesa meira...

Síða 134 af 175

Til baka takki