Föstudagsmolar

Föstudagsmolar eru vikulegur pistill sem forstjóri Hrafnistu skrifar með upplýsingum til starfsfólks um það sem er efst á baugi í starfsemi Hrafnistuheimilanna. Öðru hverju eru ýmsir úr stjórnendahópi Hrafnistu fengnir sem gestahöfundar föstudagsmola.
 
 
 
 

Föstudagsmolar 9. ágúst 2019 – Gestahöfundur er Margrét Malena Magnúsdóttir, deildarstjóri Miklatorgs og Engeyjar í Laugarási.

Föstudagsmolar
Lesa meira...
Fyrir löngu síðan þegar ég var unglingur fóru margir af mínum vinum og kunningjum að vinna með skóla, nokkrir þeirra unnu á Hrafnistu. Ég hafði alltaf verið svolítið smeyk við heldri manna húsið á hæðinni, eins og Hrafnista við Laugarás var oft kölluð af krökkunum í hverfinu, og fór því aðrar leiðir í atvinnumálum. Það fór því svo að ég vann á bensínstöð þegar ég byrjaði í hjúkrunarfræðinámi.
 
Það fannst vinkonu minni sem ég kynntist í náminu alveg fráleitt að heyra. Hún reyndi því að sannfæra mig um að sækja um sumarstarf á vinnustað hennar, Hrafnistu. Henni fannst réttilega að Hrafnista væri réttur starfsvettvangur fyrir hjúkrunarnema þar sem að starf í aðhlynningu væri góður undirbúningur fyrir verknám í hjúkrun og hjúkrunarstarfið í framtíðinni. Þegar ég hugsa til baka finnst mér eins og ég hafi ekki fengið neitt val um það hvort ég vildi yfirhöfuð sækja um vinnu á Hrafnistu eða ekki en áður en ég vissi af var ég mætt í atvinnuviðtal. Það atvinnuviðtal var afar stutt og fólst nánast eingöngu í því að mér var réttur ráðningarsamningur með orðunum „þú skrifar undir þarna neðst“. Þarna var ég allt í einu orðinn starfsmaður á Hrafnistu eitthvað sem ég hafði ekki endilega ætlað mér.
Lesa meira...

Síða 139 af 330

Til baka takki