Föstudagsmolar

Föstudagsmolar eru vikulegur pistill sem forstjóri Hrafnistu skrifar með upplýsingum til starfsfólks um það sem er efst á baugi í starfsemi Hrafnistuheimilanna. Öðru hverju eru ýmsir úr stjórnendahópi Hrafnistu fengnir sem gestahöfundar föstudagsmola.
 
 
 
 

Föstudagsmolar 23. október 2015 - Gestaskrifari er Soffía Egilsdóttir, félagsráðgjafi og fræðslufulltrúi Hrafnistu

Old letter
Lesa meira...

Allir nýliðar á Hrafnistu fá fræðsludag þar sem þeir fá margs konar fræðslu. Má þar nefna sýkingavarnir og gæðastarf, líkamsbeitinu áherslur í aðhlynningu og samskipti.

Forstjórinn okkur kemur alltaf á þessa fræðslu og er með stutta kynningu á Hrafnistu og uppruna hennar.

Það er sérstaklega skemmtilegt að fá að halda utan um fræðslu til nýliða og fá að hitta þá alla. Í gær var fræðslan í Hafnarfirði og þar var mjög áhugasamur og föngulegur hópur. Þau höfðu ýmislegt til málanna að leggja og var gaman að finna hvað þeim var annt um heimilisfólkið okkar. Þegar ég var að fara stoppaði ein unga stúlkan mig úti á bílaplani sem hafði verið á fræðslunni. Hún var að velta fyrir sér hvað hægt væri að gera fyrir einstaklinga með ákveðnar skerðingar. Þarna var greinilega á ferðinni mjög áhugasamur starfmaður sem mér finnst vera gott dæmi um unga fólkið sem er að hefja störf hjá okkur. Ég hugsaði á leiðinni heim ,,það er svona starfsmaður sem ég vil að hugsi um mig ef ég þarf að fara á hjúkrunarheimili“.

Eitt af því sem er farið yfir á þessari fræðslu er flutningur á hjúkrunarheimili. Við erum alltaf að taka á móti nýjum einstaklingum og finnst það e.t.v. hversdagslegur hlutur.   Það er athyglisvert að skoða rannsóknir sem hafa verið gerðar varðandi flutning á hjúkrunarheimili. Í þeim kemur fram að flutningur á hjúkrunarheimili er fyrir einstaklinginn einn af stærri atburðum ævinnar og róttæk breyting á lífsháttum. Yfirleitt hafði nýji heimilismaðurinn ekki hugsað fyrirfram hvernig daglegt líf væri á heimilinu. En fram kom hjá öllum þörf fyrir að fá  viðurkenningu og virðingu sem einstaklingar,,ekki bara skrokkurinn“. Að það væri munað eftir viðkomandi og hann látinn vita ef það væri t.d. kór að koma eða bingó sem hann hafði gaman að.  Hvað væri uppáhalds maturinn hans o.s.frv.

Mig langar að enda þessa föstudagsmola á setningu sem Pétur Magnússon forstjóri sagði við nýliðana. ,,ef það væri bara eitt sem þið takið með ykkur héðan væri það.  Komið fram við aðra eins og þið vilduð að  komið væri fram við ykkur. Ef þú værir maðurinn í hjólastólnum eða gamla konan í rúminu“.

Þetta er gott heilræði fyrir okkur öll hvar sem er í lífinu.

Góða helgi

Soffía Egilsdóttir,

Félagsráðgjafi og fræðslufulltrúi Hrafnistu

 

Síða 140 af 169

Til baka takki