Föstudagsmolar

Föstudagsmolar eru vikulegur pistill sem forstjóri Hrafnistu skrifar með upplýsingum til starfsfólks um það sem er efst á baugi í starfsemi Hrafnistuheimilanna. Öðru hverju eru ýmsir úr stjórnendahópi Hrafnistu fengnir sem gestahöfundar föstudagsmola.
 
 
 
 

Föstudagsmolar 13. september 2019 - Pétur Magnússon, forstjóri

Lesa meira...

FÖSTUDAGSMOLAR FORSTJÓRA

Föstudaginn 13. september 2019.

 

Ágæta samstarfsfólk á Hrafnistuheimilunum,

 

Starfsafmælisgjafir á Hrafnistu - yfirlit

Þar sem reglulega er endurnýjun í starfsmannahópnum okkar er ágætt að rifja einstaka sinnum upp starfsafmælisgjafakerfi Hrafnistu sem hefur verið hér við lýði undanfarin ár. Þessu fyrirkomulagi hefur verið vel tekið af starfsfólki og hefur vakið töluverða athygli utan Hrafnistu. Allir starfsmenn (óháð starfshlutfalli) fá afhenta gjöf frá Hrafnistu þegar ákveðnum starfsaldri er náð í starfi hjá okkur. Ég reyni sjálfur að afhenda allar gjafir ásamt stjórnendum ef mögulegt er og er það gert í mánuðinum (reyndar með undantekningum) sem viðkomandi starfsmaður á starfsafmæli.

 

Starfsafmælisgjafa-listinn okkar er svona:

3 ára - Konfektkassi (800 gr)

5 ára - Gjafakort í leikhús fyrir tvo

10 ára - Út að borða gjafabréf að upphæð kr. 25.000

15 ára - Gjafakort í Kringluna 30.000

20 ára - Gjafakort í Kringluna 35.000

25 ára - Gjafakort í Kringluna 40.000

30 ára - Gjafakort í Kringluna 60.000

35 ára - Gjafakort í Kringluna 70.000

40 ára - Gjafabréf fyrir utanlandsferð 110.000

45 ára - Gjafabréf fyrir utanlandsferð kr. 350.000

50 ára - Gjafabréf fyrir utanlandsferð kr. 350.000

 

Jafnframt gefum við 10.000 kr. gjafabréf á stórafmælum starfsfólks (30 ára – 40 ára – 50 ára – 60 ára og 70 ára). Ykkur til fróðleiks eru þetta alls hátt í 20 gjafir í hverjum mánuði, samtals á öllum Hrafnistuheimilunum.

Þegar fólk á 10 ára starfsafmæli eða meira gerum við stutta frétt um það á heimasíðunni. Öll starfsafmæli eru tilgreind hér á heimasíðunni í föstudagsmolum forstjóra. Við fjöllum hins vegar ekki um stórafmæli starfsfólks á heimasíðu Hrafnistu.

Þið megið endilega vera dugleg að láta vita ef einhvern telur sig vanta gjöf. Slíkum fyrirspurnum væri þá beint til Huldu S. Helgadóttur sem sér um þessi mál hjá okkur.

 

Starfsafmæli í september

Septembermánuður er mættur og byrjað að hausta. Þá á, eins og í öðrum mánðum,  auðvitað hópur fólks formleg starfsafmæli á Hrafnistu. Starfsafmælin eru eftirfarandi:

3 ára starfsafmæli: Helena Benjamínsdóttir á Miklatorgi, Chona Cuarez Millan á Sól- og Mánateigi og Hrefna Óskarsdóttir á Vitatorgi, allar í Laugarásnum. Freydís María Friðriksdóttir í borðsal og Ármann Jónsson á Ölduhrauni, bæði í Hraunvangi. Sólbjörg Laufey Vigfúsdóttir og Angelica Lawino á Nesvöllum.

5 ára starfsafmæli: Theódóra Sigrún Haraldsdóttir á Vitatorgi í Laugarásnum. Kristrún Valtýsdóttir í borðsal og Laufey Sigrún Sigmarsdóttir á Bylgjuhrauni, báðar í Hraunvangi.

Orathai Sopila og Súsanna Poulsen, báðar á Hlévangi.

10 ára starfsafmæli: Sylwia Sliczner á Miklatorgi í Laugarásnum og Anna María Bjarnadóttir, deildarstjóri á Sléttuvegi.

15 ára starfsafmæli: Clarissa C. Santos í ræstingu og Guðrún Hulda Gunnarsdóttir á Sól- og Mánateigi, báðar í Laugarásnum.

20 ára starfsafmæli: Jenjira Malooleem í ræstingu í Laugarásnum.

 

Til hamingju öll með starfsafmælið og hjartans þakkir fyrir góð störf í þágu Hrafnistu!

 

Að kunna að leika sér

Sumir segja að það að vera gamall sé ekki spurning um kennitölu heldur daginn þegar fólk hættir að vilja leika sér. Hvort sem þetta er satt eða ekki tökum við hér á Hrafnistu þetta mjög alvarlega og leikum okkur mikið. Á dögunum vorum við beðin um að vera með í smá fjölskylduhrekk/gríni sem gekk út á að Hrafnista sendi föður konu einnar nokkuð skondið bréf, við vorum auðvitað til í það og tókst það mjög vel. Frásögn af atvikinu gengur nú manna á milli á facebook og gengur út á að við sendum ákveðnum manni tölvupóst sem hljómar svo (og var saminn af öðrum fjölskyldumeðlimum) – þetta er bara skemmtilegt ⯑

 

Sæll Magnús,

Afturköllun á umsókn fyrir þig, frú þína Guðrúnu Sigurbjörnsdóttur og 35 ára gamla barnið þitt á Hrafnistu er móttekin. Það verður því leitt að hafa ekki barnið í garðskálanum eins og til stóð. Það er einlæg ósk okkar að ykkar vegna þurfið þið ekki að breyta umsókninni aftur og séuð nú endanlega laus við krakkann af heimilinu ykkar.

Kær kveðja,

Hrafnista

 

Góða helgi!

Bestu kveðjur,

Pétur

 

Lesa meira...

Síða 134 af 330

Til baka takki