Top header icons

Hrafnista á Workplace FacebookHrafnista á Facebook


Sálgæsla

Séra Svanhildur Blöndal starfar sem prestur bæði í Reykjavík og Hafnarfirði. Hún leggur áherslu á sálgæslu og trúarlega þjónustu við heimilisfólk, aðstandendur og starfsfólk. Skrifstofa Svanhildar er á 4. hæð á Hrafnistu í Reykjavík og 5. hæð á Hrafnistu í Hafnarfirði. Viðtalstímar sr. Svanhildar eru eftir samkomulagi.  Netfang hennar er  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Safnaðarstarf  

Á miðvikudögum er almenn söngstund sem hefst kl. 10.00 í samkomusalnum Helgafelli á 4. hæð. Í beinu framhaldi af söngstundinni er helgistund sem hefst kl. 11:00 á sama stað.

Organisti er Kristín Waage og Hrafnistukórinn leiðir safnaðarsöng. 

 

Helgistund er haldin aðra hverja viku á eftirfarandi hjúkrunardeildum:

Viðey og Engey, fimmtudaga frá kl. 13:10 og Vitatorg 3. hæð kl. 14:00.

Síðasta fimmtudag hvers mánaðar er guðsþjónusta  haldin á Mánateig/Sólteig kl. 14:00.

 

Messudagskrá haust 2019 – Hrafnista Laugarási Reykjavík

Guðsþjónusta haldin í Helgafelli, 4. hæð.

Sunnudagur 6. október kl. 14:00.

Sunnudagur 3. nóvember kl. 14:00.

Fimmtudagur 1. desember kl. 14:00, Fyrsti sunnudagur í aðventu.

Aðfangadagur jóla 24. desember kl. 16:00, Hátíðarguðsþjónusta. 

 

Organisti: Bjartur Logi Guðnason.

Kór: Félagar úr kór Áskirkju.

Prestur: Sr. Svanhildur Blöndal.

 

Hárgreiðslustofa

Hárgreiðslustofan er opin alla virka daga frá 10:00 - 16:00. Tímapantanir eru í síma  585-9472.

 

Fótaaðgerða- og snyrtistofa  

Fótaaðgerðastofan er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 09:00-15:00. Tímapantanir eru í síma: 585-9471.


Verslun

Verslunar- og þjónustuborð er rekið á Hrafnistu í Reykjavík og ágóði af rekstri fer í að efla félagsstarf heimilanna. 
Opnunartími verslunarinnar í Reykjavík er alla virka daga  frá kl. 10:00- til 16:00. Sími verslunar- og þjónustuborðs er 585 9565. 

 

 

 

Til baka takki

Fótur - rvk

  Hrafnista Laugarás ~ Sími 585 9500 (skiptiborð svarar milli kl. 8:00-16:00)  Brúnavegi 13 ~ 104 Reykjavik 640169-7539 ~ hrafnista@hrafnista.is

 

 

 

 

 

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur