Leit

social link

 

Topp slide - reykjavik

 
Í dagþjálfun er áherslan lögð á markvissa endurhæfingarþjálfun einstaklinga hjá sjúkraþjálfurum og/eða iðjuþjálfa. Þjálfunin er veitt í samræmi við þarfir hvers og eins  og stendur yfir í mislangan tíma. Markmið dagþjálfunar er að þjónustuþeginn eflist í sínu daglega lífi, hressist á sál og líkama ásamt því að auka færni og öryggistilfinningu.
 
Fyrstu dagarnir  fara í að kynnast og skipuleggja einstaklingsmiðaða dagskrá sem útbúin er fyrir hvern og einn.  Endurhæfingin er bæði líkamleg og félagsleg. Íþróttafræðingar sinna hóptímum í leikfimi ásamt öðrum íþróttum. Félagsleg endurhæfing er fólgin í þátttöku í félagsstarfi og iðjuþjálfun.  Iðjuþjálfun getur falið í sér vaxmeðferð og handaræfingar vegna gigtar sem og ástundun ýmiskonar iðju og tómstunda.   Fræðsla er hluti af dagskránni þar sem fjallað er m.a. um hjálpartæki, næringu, verki, félagsleg réttindi, byltuvarnir og áhrif lyfja á t.d. jafnvægisskynið.  Einnig er fjallað um mikilvægi virkni sem lið í að rjúfa félagslega einangrun og efla trú á eigin áhrifamátt.  Veitt er aðstoð við að finna varanleg úrræði að útskrift lokinni. 
 
Umsókninni  þarf að fylgja hjúkrunar- og/ eða læknabréf þar sem fram koma upplýsingar um heilsufar ásamt beiðni um iðju- og/eða sjúkraþjálfun. 
 
 
Deildarstjóri Dagþjálfunar er Finnbjörg Skaftadóttir. Netfangið hennar er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
 

Til baka takki

Fótur - rvk

Hrafnista Reykjavík ~ 640169-7539 ~ Aðalsími 585 9500 ~ Fax 585 9509 ~ Laugarási ~ 104 Reykjavik ~ hrafnista@hrafnista.is

Banners neðst á forsíðu 1

Happdrætti DAS