Fréttasafn

Nýjar heimsóknarreglur Hrafnistu taka gildi 14. september 2020

 

Neyðarstjórn Hrafnistu sendi frá sér upplýsingar í dag til íbúa og aðstandenda á Hrafnistuheimilunum um nýjar heimsóknarreglur Hrafnistu sem taka gildi mánudaginn 14. september.

HÉR má lesa bréfið sem sent var út fyrr í dag.

 

Heimsóknarreglur Hrafnistu frá 14. september 2020:

  • Tveir gestir hafa heimild til að koma í heimsókn á heimsóknartíma viðkomandi Hrafnistuheimilis (saman eða í sitthvoru lagi). Barn má vera annar aðilinn af þessum tveimur.
  • Gestir skulu fara beint inn á herbergi íbúa og vera þar á meðan heimsókn stendur. Ekki er heimilt að dvelja í eldhúsi, borðstofu, setustofu eða öðrum miðrýmum deilda á meðan á heimsókn stendur.
  • Virða þarf áfram eins og hægt er 1m nándarmörk milli gesta, annarra íbúa og starfsfólks heimilisins.

Undanþága frá þessum reglum er skoðuð ef íbúi er alvarlega veikur.

Íbúar Hrafnistu þurfa að viðhafa eins mikla sóttkví og hægt er. Forðast með öllu verslunarferðir og heimsóknir þar sem fleiri en 10 koma saman.

Alls ekki koma inn á Hrafnistu ef:

  1. Þú ert í sóttkví
  2. Þú ert í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku
  3. Þú hefur verið í einangrun og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
  4. Þú ert með COVID-19 lík einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).
  5. Þú ert með einhver önnur almenn einkenni um veikindi.

 

Munið að ávallt þarf að sýna ýtrustu varkárni og virða sóttvarnaráðstafanir í heimsóknum.

Kær kveðja,

Neyðarstjórn Hrafnistu

11. september 2020  

 

Lesa meira...

Nýr deildarstjóri Viðey dagþjálfun á Hrafnistu í Laugarási

 

Eygló Tómasdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri á Viðey, Hrafnistu Laugarási. Viðey er dagþjálfun fyrir einstaklinga með heilabilun.

Eygló útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 2006 frá Háskóla Íslands. Hún starfaði sem hjúkrunarfræðingur á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og síðan í nokkur ár sem hjúkrunarstjóri í Seljahlíð.

Eygló kom til starfa á Hrafnistu Laugarási árið 2015. Fyrst sem aðstoðardeildarstjóri en tók síðan við sem deildarstjóri á Lækjartorgi árið 2016. Hún lauk diplómanámi í öldrunarhjúkrun árið 2016 frá Háskóla Íslands og stundar nú diplómanám í hjúkrunarstjórnun við HÍ.

Við óskum Eygló til hamingju með starfið og velfarnaðar á nýjum vettvangi á Hrafnistu Laugarási. Einnig þökkum við Elínborgu fráfarandi deildarstjóra fyrir mjög gott samstarf og óskum henni velfarnaðar í starfi.

Viðey dagþjálfun á Hrafnistu í Laugarási tók til starfa þann 6. maí 2019. 

Dagþjálfun er ætluð fyrir einstaklinga með heilabilun og er deildin með leyfi fyrir 30 einstaklinga á degi hverjum. Tilgangurinn með dagþjálfun er að styðja fólk til þess að geta búið sem lengst heima, viðhalda og/eða auka færni, rjúfa félagslega einangrun og létta undir með aðstandendum.

Dagþjálfun felst m.a. í samverustundum, þar sem boðið er upp á upplestur, söng, félagsstarf ýmis konar, göngutúra, leikfimisæfingar, handavinnu og máltíðir svo að eitthvað sé nefnt. 

 

Lesa meira...

Myndlistasýning á verkum Marinós Óskarssonar

 

Myndlistasýning með verkum eftir Marinó Óskarsson, íbúa á Hrafnistu, hefur verið opin frá því í júlí í Menningarsalnum á Hrafnistu Hraunvangi. Verk Marinós eru til sölu en vegna heimsóknatakmarkana hafa færri haft tök á að skoða myndirnar. Sýningunni lýkur 13. september nk.

HÉR er hægt að skoða nánar nafn og verð á hverri mynd. Ef óskað er eftir frekari upplýsingum er velkomið að hafa samband við Hrafnistu Hraunvang í síma 585 3000.

 

Lesa meira...

Neyðarstjórn minnir á mikilvægi þess að heimsóknarreglur Hrafnistu séu virtar

 

Neyðarstjórn Hrafnistu sendi frá sér bréf fyrr í dag til aðstandenda íbúa á Hrafnistu þar sem minnt var á og lögð enn meiri áhersla á mikilvægi þess að ættingjar virði reglur sem tengjast heimsóknum til íbúa heimilanna. 

Upplýsingar um heimsóknartíma eru gefnar upp á hverju heimili fyrir sig. 

 

Bréf neyðarstjórnar til aðstandenda íbúa á Hrafnistu

 

 

Lesa meira...

Nýr aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Hrafnistu Hlévangi

María Kathleen hefur verið ráðin aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Hrafnistu Hlévangi frá 1. september 2020. Kathy útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 2000 frá PLM (University of the City of Manila) á Filippseyjum. Hún hefur mjög víðtæka reynslu í hjúkrun, hefur starfað á krabbameinsdeild í Bandaríkjunum, vann í Kárahnjúkavirkjun á árunum 2004-2007 og HSA til ársins 2008. Hún starfaði á hjúkrunarheimilinu Garðvangi frá 2009 til 2014 og tók að sér afleysingu aðstoðardeildarstjóra um tíma. Kathy starfar einnig á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Skólaheilsugæslu en hún á að baki 5 ára starfsferil hjá Hrafnistu Reykjanesbæ bæði á Nesvöllum og á Hlévangi.

Við bjóðum Maríu Kathleen innilega velkomna í stjórnendahóp Hrafnistu.

 

Lesa meira...

35 ára starfsafmæli á Hrafnistu Hraunvangi

Lesa meira...
Elín Poulsen Park, starfsmaður sjúkraþjálfunar á Hrafnistu Hraunvangi, hefur starfað á Hrafnistu í 35 ár.
 
Um leið og við óskum Elínu til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.
 
Meðfylgjandi á myndinni eru frá vinstri: María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu, Elín Poulsen Park og Íris Huld Hákonardóttir deildarstjóri sjúkraþjálfunar.

María Fjóla Harðardóttir ráðin forstjóri Hrafnistu

Lesa meira...
María Fjóla Harðardóttir, hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistu, var í dag ráðin forstjóri Hrafnistuheimilanna frá og með 1. september. María hefur starfað hjá Hrafnistu frá árinu 2015 sem framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs. Hún hefur enn fremur sinnt starfi forstjóra Hrafnistu undanfarna mánuði, ásamt Sigurði Garðarssyni framkvæmdastjóra Sjómannadagsráðs, og er hún jafnframt fyrsta konan í því starfi. Sigurður Garðarsson mun áfram gegna starfi framkvæmdastjóra Sjómannadagsráðs.
 
Hrafnista rekur í dag átta hjúkrunarheimili í fimm sveitafélögum og er Hrafnista önnur stærsta heilbrigðisstofnun landsins þegar litið er til fjölda íbúa, þjónustuþega og starfsfólks. Hrafnista er eitt dótturfélaga Sjómannadagsráðs, sem í sitja fulltrúar sem tilnefndir eru af stéttarfélögum sjómanna á höfuðborgarsvæðinu. María Fjóla er sjötti forstjóri Hrafnistu sem tók til starfa á sjómannadaginn 2. júní 1957.
 
Reykjavík 11. ágúst 2020.
 
F.h. stjórnar Sjómannadagsráðs, Hálfdán Henrysson formaður.
 

Nýr deildarstjóri hjúkrunar á Hrafnistu Nesvöllum

Lesa meira...
Guðrún Snæbjört Þóroddsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri hjúkrunar á Hrafnistu Nesvelli frá 1. September 2020. Guðrún útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 2012 frá HA. Hún lauk sjúkraliðaprófi árið 2007 og diplóma í fjölskyldumeðferð árið 2017. Hún starfaði sem aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Hrafnistu Hraunvangi frá 2014 til 2019 en þá flutti hún sig um set og tók við sömu stöðu á Hrafnistu Hlévangi.
Við óskum Guðrúnu innilega til hamingju og bjóðum hana velkomna í hópinn okkar á Nesvelli.

Síða 42 af 175

Til baka takki