Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Tilkynning til aðstandenda allra heimila Hrafnistu

 

Kæru íbúar og aðstandendur Hrafnistu,
 
Neyðarstjórn Hrafnistu vill í ljósi aðstæðna vegna aukinnar útbreiðslu smita á
Covid-19 í samfélaginu ítreka mikilvægi þess að við stöndum saman í baráttunni
gegn veirunni til að vernda okkar viðkvæma hóp sem íbúar Hrafnistu eru.
Neyðarstjórn vill því árétta eftirfarandi atriði sem mikilvægt er að hafa í huga til
að reyna að forðast smit:
 
• Aðeins einn aðstandandi hefur heimild til að koma í heimsókn á heimsóknartíma og biðjum við
um að það sé sami aðstandandi sem er að koma í heimsókn. Með því fyrirkomulagi drögum við
úr fjölda þeirra sem koma inn á heimilin og þar með úr líkum á að smit komi upp. Undanþága á
að fleiri en einn aðstandandi komi í heimsókn er aðeins veitt við mikil veikindi íbúa og þarf að
fá leyfi stjórnenda deildar.
 
• Spritta skal hendur um leið og komið er inn á heimilið og fara skal beint inn á herbergi
viðkomandi íbúa en allar heimsóknir skulu fara fram inni á herbergi. Óheimilt er að
aðstandendur dvelji í sameiginlegum rýmum deilda eða fari þangað nema í algerum
neyðartilfellum.
 
• Virðum 2 metra nándarmörk- takmörkum náin samskipti t.d. handabönd og faðmlög eins og
hægt er.
 
• Ef ræða þarf við starfsfólk á meðan á heimsókn stendur skal hringja bjöllu inni á herbergi íbúa
(ekki fara fram og leita að starfsmanni). Að heimsókn lokinni skal farið beint út án þess að
stoppa í sameiginlegum rýmum.
 
• Forðast skal að fara með íbúa Hrafnistu í fjölmenni svo sem verslunarferðir, fjöldasamkomur,
hópfagnaði (afmælisveislur) o.fl. þar sem fleiri en 10 manns koma saman.
 
• Alls ekki koma í heimsókn ef þú ert með flensulík einkenni (s.s. kvef, hósta, höfuðverk,
beinverki), ef þú ert í sóttkví eða einangrun, ef þú hefur verið erlendis sl. 14 daga. 

Kær kveðja,
Neyðarstjórn Hrafnistu
 
 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur