Fréttasafn

Bleiki dagurinn föstudaginn 16. október

 

Í dag var Bleiki dagurinn í hávegum hafður á Hrafnistu eins og venja er á þessum degi en með því átaki Krabbameinsfélagsins eru allir landsmenn hvattir til að bera bleiku slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp með bleiku. Með því er sýndur stuðningur og samstaða með konum sem greinst hafa með krabbamein.

Íbúar og starfsfólk Hrafnistuheimilanna hafa á undanförnum árum ekki látið sitt eftir liggja við að leggja þessu málefni lið og klæðast einhverju bleiku og/eða lýsa umhverfið upp með bleiku í tilefni dagsins. 

 

Lesa meira...

Mikill er máttur félagasamtaka og sjálfeignastofnana

 

Björn Bjarki Þorsteinsson framkvæmdastjóri Brákarhlíðar og María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu birtu í gær grein í Fréttablaðinu um það mikilvæga starf sem frjáls félagasamtök og sjálfseignastofnanir sinna í þágu heilbrigðisþjónustunnar.

„Við megum ekki vanmeta hvað áunnist hefur hér á landi fyrir tilstuðlan þessara frjálsu aðila í heilbrigðisþjónustunni, sem brunnið hafa fyrir viðkomandi málstað.“

Greinina í heild má lesa HÉR

 

 

Lesa meira...

Guðrún B. Ásgeirsdóttir 20 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Hjördís Ósk, Guðrún Björg og Árdís Hulda.

 

Guðrún Björg Ásgeirsdóttir, hjúkrunarfærðingur á Sjávar- og Ægishrauni Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 20 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Hjördís Ósk Hjartardóttir hjúkrunardeildarstjóri á Sjávar- og Ægishrauni, Guðrún Björg og Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði. 

 

Lesa meira...

Árleg hausthátíð á Hrafnistu Hraunvangi

 

Vegna COVID var árleg hausthátíð á Hrafnistu Hraunvangi  heldur minni í sniðum þetta árið eins og komið hefur fram, en skemmtileg var hún og hátíðleg. Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson sundu nokkur lög og íbúar og starfsfólk gæddu sér á dýrindis kótilettum með öllu tilheyrandi undir ljúfum tónum frá Böðvari Magnússyni. Í lokin söng Helena Ýr Helgadóttir fyrir viðstadda, en hún er að stíga sín fyrstu skref í að koma fram á tónleikum.

Dagskránni var sjónvarpað upp á hjúkrunardeildir svo að aðrir íbúar og starfsfólk hefðu tök á að fylgjast með því sem fram fór.

Bleiki liturinn var að sjálfsögðu í hávegum hafður í tilefni af bleikum október.

 

Ljósmyndari : Jón Önfjörð Arnarsson

Lesa meira...

Nýr hjúkrunardeildarstjóri á Lækjartorgi Hrafnistu Laugarási

 

Anna Sigríður Þorleifsdóttir hefur verið ráðin hjúkrunardeildarstjóri á Lækjartorgi, Hrafnistu Laugarási og mun hún hefja störf þann 19. október nk. 

Anna Sigríður útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 2011  frá University College Lillebælt í Danmörku. Hún hefur starfað á Hrafnistu frá útskrift að undanskildu einu ári sem hún starfaði sem hjúkrunarfræðingur við geðhjúkrun í Noregi.  Anna Sigríður hefur starfað sem aðstoðardeildarstjóri á Sól- og Mánateig á Hrafnistu í Laugarási sl. 5 ár.

Við óskum Önnu Sigríði til hamingju með starfið og velfarnaðar á nýjum vettvangi á Hrafnistu í Laugarási.

 

Lesa meira...

Lágstemmdur haustfagnaður á Hrafnistuheimilunum í ár

 

Hinn árlegi haustfagnaður fór fram á öllum Hrafnistuheimilunum í hádeginu fimmtudaginn 8. október sl. og var hann með heldur lágstemmdara sniði en undanfarin ár vegna stöðu mála í samfélaginu. Það var að sjálfsögðu gert með Hrafnistu stílnum, borð voru dúkuð upp og haustinu, lífinu og gleðinni fagnað. Íbúar gæddu sér á gómsætum kótilettum í raspi með öllu tilheyrandi og creme brule eða ís í eftirrétt. Þetta var ánægjuleg stund þrátt fyrir plágur og grímur. Fagrir íslenskir tónar hljómuðu yfir borðhaldi og allir áttu notalega samverustund saman.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Hrafnistu Nesvöllum og Hlévangi í Reykjanesbæ og á Hrafnistu Boðaþingi í Kópavogi. 

 

Lesa meira...

Nauðsynlegt að opna sérstaka Covid-19 deild fyrir smitaða íbúa hjúkrunarheimila

 

Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa sent Landlækni og Sóttvarnalækni bréf þar sem líst er yfir áhyggjum af útbreiðslu faraldursins innan veggja hjúkrunarheimila. Farið er fram á að nauðsynlegt sé að koma á fót sérstakri Covid-19 deild fyrir smitaða íbúa heimilanna sem hafi lítil sem engin einkenni. 

Nauðsynlegt að opna sérstaka Covid-19 deild fyrir smitaða íbúa hjúkrunarheimila

Verri árangur hefur náðst í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins þegar kemur að hjúkrunarheimilum að sögn forstjóra Hrafnistu. Samtök fyrirtækja í velferðaþjónustu telja nauðsynlegt að koma á fót sérstakri Covid-19 deild fyrir smitaða íbúa hjúkrunarheimila sem hafa lítil eða engin einkenni.

Í pistli Maríu Fjólu Harðardóttur forstjóra Hrafnistu í gær á vef stofnunarinnar með yfirskriftinni „Gríðarleg ógn fyrir heilbrigðiskerfið“  kemur fram að verri árangur hafi náðst í að verja hjúkrunarheimili landsins fyrir smiti en í fyrstu bylgju. Þegar hafi greinst smit á þremur hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu. María lýsir þungum áhyggjum af þróuninni. Smit á hjúkrunarheimilum séu alvarleg heilsuógn fyrir sjúklinginn og heilbrigðiskerfið. Þá segir hún mikilvægt að opna sérstaka deild fyrir þá íbúa hjúkrunarheimila sem hafi smitast og séu í einangrun til að verja aðra íbúa og starfsfólk hjúkrunarheimila.

Samtök fyrirtækja í Velferðarþjónustu sendu Landlækni og Sóttvarnalækni bréf á þriðjudag þar sem líst er yfir áhyggjum af útbreiðslu faraldursins innan veggja hjúkrunarheimila og farið er fram á að nauðsynlegt sé að koma á fót sérstakri Covid-19 deild fyrir smitaða íbúa heimilana sem hafi lítil sem engin einkenni.

Eybjörg H. Hauksdóttir er framkvæmdastjóri samtakanna.

Við teljum mikilvægt að það verði stofnað eða sett á laggirnar sérstakt úrræði fyrir íbúa hjúkrunarheimila sem greinast jákvæðir fyrir Covid. Þá er hugsunin líka sú að nýta mannskapinn sem best þannig að það sé ekki verið að sinna Covid- smituðum víðsvegar um bæinn.Þannig er líka gætt ítrustu varúðar með að aðrir íbúar hjúkrunarheimila smitist ekki. Þetta er í skoðun hjá heilbrigðisyfirvöldum en við teljum mikilvægt að bregðast hratt við,“ segir Eybjörg. 

 

Lesa meira...

María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu „Gríðarleg ógn fyrir heilbrigðiskerfið“

 

Grein eftir Maríu Fjólu Harðardóttur forstjóra Hrafnistu á mbl.is: „Gríðarleg ógn fyr­ir heil­brigðis­kerfið“

 

Verri ár­ang­ur hef­ur náðst nú í þriðju bylgju kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins við að varna veirunni veg­ar inn á hjúkr­un­ar­heim­ili lands­ins, að sögn for­stjóra Hrafn­istu, Maríu Fjólu Harðardótt­ur. Þetta staf­ar meðal ann­ars af því sem þegar hef­ur komið fram í umræðunni, að smitrakn­ing geng­ur ein­fald­lega verr fyr­ir sig nú en síðast.

Þegar hafa greinst smit á þrem­ur hjúkr­un­ar­heim­il­um á höfuðborg­ar­svæðinu, fimm á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Eir í Grafar­vogi, þrjú á Hrafn­istu Ísa­fold í Garðabæ og nú síðast eitt í dagdvöl á Hrafn­istu á Sléttu­vegi í gær. Lýs­andi fyr­ir erfiðleika við smitrakn­ingu er sú staðreynd að upp­runi þriggja smita á Ísa­fold hef­ur ekki enn fund­ist.

Í síðustu bylgju sluppu hjúkr­un­ar­heim­ili í Reykja­vík nán­ast al­farið við smit, að und­an­skildu einu smiti á Eir. Verr úti urðu Vest­f­irðir. Á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Bergi í Bol­ung­ar­vík lét­ust tveir úr veirunni og fleiri smituðust. Á Hlíf á Ísaf­irði smitaðist síðan einn í ág­úst en þar greind­ust aðrir laus­ir við veiruna. 

Fólk lést úr van­rækslu

María, sem jafn­framt er stjórn­ar­maður í Sam­tök­um fyr­ir­tækja í vel­ferðarþjón­ustu, hef­ur þung­ar áhyggj­ur af þró­un­inni. „Við erum að horfa á smit­in koma inn á hjúkr­un­ar­heim­il­in og spurn­ing­in er hver verður næst­ur? Það er stór hóp­ur sem er að smit­ast sem er ekki í sótt­kví, þannig að við erum að keppa við ákveðinn draug. Þetta er eins og keppni í heppni,“ seg­ir María.

Hún bend­ir á að smit á hjúkr­un­ar­heim­il­um hafi víðtæk­ari af­leiðing­ar en aðeins al­var­lega heilsuógn fyr­ir sjúk­ling­inn. „Þetta er gríðarleg ógn fyr­ir heil­brigðis­kerfið, sem staf­ar af því að ef smit kem­ur upp á hjúkr­un­ar­heim­ili, fer á milli íbúa og síðan starfs­fólks, þá í fyrsta lagi verður fólk mjög veikt og þarf sumt að fara á sjúkra­hús. Þau sem þurfa það ekki þurfa samt umönn­un og ef starfs­fólk okk­ar veikist líka, þá verður mjög erfitt að sinna henni,“ seg­ir María.

Mikið af þeim dauðsföll­um sem hafi orðið er­lend­is seg­ir María að hafi ekki endi­lega verið beint af völd­um veirunn­ar einn­ar, held­ur enn frek­ar af völd­um van­rækslu. „Það var eng­inn eft­ir til að sinna þeim. Ef við lend­um í þeirri stöðu að bæði íbú­ar og starfs­fólk okk­ar er smitað, eig­um við þá að loka hjúkr­un­ar­heim­il­un­um og senda alla á sjúkra­hús, líka þá sem eru ósmitaðir, af því að það er ekki til fólk til að ann­ast þá? Það er ógn­in við heil­brigðis­kerfið,“ seg­ir María. 

Skoða sér­stakt COVID-hjúkr­un­ar­heim­ili

Þar sem smit hafa komið upp á hjúkr­un­ar­heim­il­um hafa sums staðar verið hannaðir sér­stak­ir COVID-gang­ar, þar sem fólk í ein­angr­un dvelst meðan á henni stend­ur. María seg­ir að þessi lausn sé ekki tæk til lengri tíma. 

„Þess vegna er heil­brigðisráðuneytið að skoða núna hvort ekki sé hægt að opna sér­staka deild, sér­stakt hjúkr­un­ar­heim­ili, þar sem þeir geta dval­ist sem eru í ein­angr­un. Þannig er hægt að halda heim­il­un­um sjálf­um eins hrein­um af COVID og hægt er,“ seg­ir María. 

Sam­ráð stend­ur yfir um þessa lausn og SFV hafa óskað eft­ir form­leg­um fundi um að koma svona stofn­un á fót tíma­bundið. Í fyrstu bylgju var laust nýtt hjúkr­un­ar­heim­ili þegar far­ald­ur­inn braust út en það var ekki nýtt und­ir þetta fyr­ir­komu­lag, held­ur aðeins til að létta á frá­flæðis­vanda hjá Land­spít­al­an­um, þ.e. að taka við sjúk­ling­um sem höfðu verið þar. Nú er frek­ar litið til þess að á þetta sér­staka COVID-hjúkr­un­ar­heim­ili fari sjúk­ling­ar sem eru veik­ir, þurfi ein­angr­un og aðhlynn­ingu, en eru ekki svo veik­ir að þeir þurfi til dæm­is gjör­gæslumeðferð.

 

Lesa meira...

Síða 37 af 175

Til baka takki