Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Elst núlifandi Íslendinga

Jensína og forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson.
Jensína og forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson.

 

Jensína Andrésdóttir fagnaði 108 ára afmæli sínu á Hrafnistu í Reykjavík í dag, föstudaginn 10. nóvember. Jensína, sem búið hefur á Hrafnistu frá árinu 1997, er elsti núlifandi Íslendingurinn og fagnaði hún áfanganum með vinum og ættingjum á Miklatorgi á Hrafnistu í dag. Jensína er frá Þórisstöðum í Þorskafirði í Reykhólahreppi þar sem hún fæddist árið 1909. Á bænum voru sautján í heimili, foreldrar og fimmtán systkini. Jensína fór snemma til starfa utan æskuheimilisins, fyrst á bæ í Ísafjarðardjúpi þar sem hún var í tvo vetur áður en hún fluttist til Reykjavíkur. Á höfuðborgarsvæðinu hefur hún búið síðan og starfað við ýmis þjónustustörf auk þess að sinna ræstingum, m.a. á læknastofum. Jensína er sá íbúi sem náð hefur hæstum aldri í 60 ára sögu Hrafnistu.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ræddi við Jensínu í sumar þegar hann kom í heimsókn á Hrafnistu í Reykjavík í tilefni af 60 ára afmæli heimilisins og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri. 

 

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur