Leit

social link

Rannsóknarsjóður Hrafnistu

 

Topp slide - reykjavik

Elst núlifandi Íslendinga

Jensína og forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson.
Jensína og forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson.

 

Jensína Andrésdóttir fagnaði 108 ára afmæli sínu á Hrafnistu í Reykjavík í dag, föstudaginn 10. nóvember. Jensína, sem búið hefur á Hrafnistu frá árinu 1997, er elsti núlifandi Íslendingurinn og fagnaði hún áfanganum með vinum og ættingjum á Miklatorgi á Hrafnistu í dag. Jensína er frá Þórisstöðum í Þorskafirði í Reykhólahreppi þar sem hún fæddist árið 1909. Á bænum voru sautján í heimili, foreldrar og fimmtán systkini. Jensína fór snemma til starfa utan æskuheimilisins, fyrst á bæ í Ísafjarðardjúpi þar sem hún var í tvo vetur áður en hún fluttist til Reykjavíkur. Á höfuðborgarsvæðinu hefur hún búið síðan og starfað við ýmis þjónustustörf auk þess að sinna ræstingum, m.a. á læknastofum. Jensína er sá íbúi sem náð hefur hæstum aldri í 60 ára sögu Hrafnistu.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ræddi við Jensínu í sumar þegar hann kom í heimsókn á Hrafnistu í Reykjavík í tilefni af 60 ára afmæli heimilisins og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri. 

 

 

 

Til baka takki

Banners neðst á forsíðu 1

Happdrætti DAS