Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Lionsklúbburinn Njörður færði Hrafnistuheimilunum í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi höfðinglegar gjafir

Félagar úr Lionsklúbbnum Nirði heimsóttu Hrafnistu nýlega og komu færandi hendi en Hrafnisturnar í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi nutu aldeilis góðs af. 

Lionsklúbburinn færði Hrafnistuheimilunum í Reykjavík og Hafnarfirði rafknúna sturtustóla sem  hægt er að hækka og lækka og stilla þar með  vinnuhæð ásamt því að geta hallað aftur baki og lyft undir neðri part. Stólar af þessu tagi koma til með að nýtast hvort heldur sem er fyrir sturtu- og/eða salernisferðir. 

Þessar gjafir gera okkur betur kleift að sinna okkar veikustu heimilismönnum sem ekki hafa lengur getu né krafta til að sitja stuðningslaust, svo sem eftir heilablóðföll og aðra sjúkdóma.

Að komast í sturtu á þægilegan og öruggan hátt fyrir einstakling veitir bæði ánægju og vellíðan ásamt því að gera starfsmanni fært að aðstoða á léttari og öruggari hátt.

Hrafnista í Kópavogi fékk afhentar 4 loftdýnur að gjöf frá Lionsklúbbnum Nirði. Dýnurnar eru frábrugðnar venjulegum rúmdýnum að því leiti að þær skiptast upp í lofthólf sem dreifir vel þrýstingi. Ofan á lofthólfunum er þunnt svampefni sem tryggir mýkt og þægindi fyrir íbúann. Dýnurnar henta fyrir þá sem eru í áhættu á að fá þrýstingssár og eru nokkrir íbúar í þeim hóp á heimilinu. Það skiptir þá miklu máli að geta notað lofdýnur og íbúunum líður betur að liggja á þeim en á venjulegum rúmdýnum.

Hrafnistuheimilin í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi þakka Lionsklúbbnum Nirði kærlega fyrir þessar höfðinglegu gjafir sem voru að verðmæti alls kr. 2,5 milljónir. 

 

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar formaður Lionsklúbbsins Njarðar, Heimir Salvar Jónatansson, afhenti Hrafnistu þessar góðu gjafir á dögunum. Sveinn Snorrason, aldursforseti klúbbsins 92 ára, mátaði stólinn. 

 

  •  

     

    Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur