Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Hefur spilað með í 70 ár!

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur víða um land sl. sunnudag. Á Hrafnistuheimilinum öllum fór fram hátíðardagskrá, enda eru Hrafnistuheimilin í eigu Sjómannadagsráðs sem staðið hefur fyrir hátíðarhöldum allt frá fyrsta Sjómannadeginum fyrir 80 árum. Í tilefni dagsins spilaði Lúðrasveit Reykjavíkur á Hrafnistu í Reykjavík en þar lék Þórarinn Óskarsson með hljómsveitinni í 70. skipti á Sjómannadeginum. Lúðrasveit Reykjavíkur er ein elsta starfandi hljómsveit landsins. Þórarinn hefur nú spilað með hljómsveitinni á Sjómannadaginn í 70 ár, þar af öll 60 árin í sögu Hrafnistu í Reykjavík sem fagnaði afmæli sínu á dögunum. Þórainn lék meðal annars við vígslu Hrafnistu 1958 og hefur náð að spila með hljómsveitinni fyrir alla forseta lýðveldisins. Af þessu einstaka tilefni afhentum við Þórarni blómvönd frá Hrafnistu og þökkum honum kærlega fyrir alla góðvildina í okkar garð. 

 

 

  • Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur