Top header icons

COVID spurt og svarað Hrafnista á Facebook
 

Myndir frá þorrablóti á Hrafnistu Boðaþingi

Í hádeginu föstudaginn 7. febrúar sl. var árlegt þorrablót á Hrafnistu í Boðaþingi haldið. Það er alltaf gaman að gera sér dagamun og á því var engin undantekning í þetta sinn. Hefðbundinn þorramatur var á borðum og hafði fólk á orði að eldhúsið hefði gert sérlega glæsilega þorrabakka í ár. Svenni okkar mætti eins og síðustu ár, þandi harmonikkuna og hvatti okkur áfram í söng og gleði. Hjördís Geirsdóttir var honum til halds og trausts með gítarinn ásamt nokkrum starfsmönnum sem sáu um raddir. Hákarlinn var gríðarlega vinsæll og rann ljúflega niður með al-íslensku brennivíni.  Það er ákveðin tilhlökkun yfir bættu veðri og bjartari tíð á Hrafnistu í Boðaþingi og einn íbúi fór með þessa vísu en var ekki viss hver væri höfundur:

 

Ég langsemi á mér finn

oft í myrkri svörtu.

Þegar kemur Þorri minn

þá skal hátta í björtu.

 

  • Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur