Top header icons

COVID spurt og svarað Hrafnista á Facebook
 

Heimsóknavinir Rauða krossins Brynhildur, Skuggi og Maja

Í dag komu vinir okkar Brynhildur, Skuggi og Maja í síðasta skiptið til okkar í heimsókn (a.m.k. í bili). Brynhildur og Skuggi eru heimsóknavinir Rauða krossins og hafa komið til okkar í heimsókn á Báruhraunið, á Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði, einu sinni í viku í 5 ár. Maja systir Skugga bættist svo í hópinn fyrir um 2 árum.
Það hafa verið miklar gleðistundir þegar þau hafa komið til okkar og hafa þau gefið íbúum okkar ómetanlega væntumþykju og hlýju með heimsóknum sínum. Við þökkum þeim kærlega fyrir samveruna undanfarin ár og óskum þeim góðs gengis í öllu því sem þau taka sér fyrir hendur á komandi tímum.

 

  • Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur