Top header icons

Hrafnista á Workplace FacebookHrafnista á Facebook

Topp slide - reykjavik

Hrafnistuheimilin fá afhenta gjöf

 

Þorsteinn Marinósson, sem ættaður er frá Engihlíð á Árskógsströnd og búsettur er á Akureyri, færði á dögunum Hrafnistuheimilunum að gjöf íslenska fána á íslensku grjóti sem hann hefur tínt sl. 40 ár á ferðum sínum um Ísland.

Þorsteinn er 84 ára  hefur verið duglegur að búa til ýmislegt úr íslensku grjóti í gegnum árin, m.a. kertastjaka, servéttuhaldara, sett þunnar steinaflögur á borð, í glugga og skjólveggi. Hann býr heima ásamt vinkonu sinni Huldu Baldvinsdóttur sem einnig er 84 ára (en eiginkona hans Fjóla Kristín Jóhannsdóttir lést árið 1990 úr krabbameini aðeins 52 ára að aldri). Þorsteinn sér alfarið um heimilið, eldar, þrífur og hugsar um Huldu og dundar sér í bílskúrnum að föndra með grjót.

Hrafnistuheimilin þakka Þorsteini fyrir fallega gjöf og hlýhug og munu fánarnir svo sannarlega prýða matarborðin við hátíðleg tækifæri á Hrafnistu.

 

Það var Ingibjörg Þorsteinsdóttir dóttir Þorsteins sem fór á öll Hrafnistuheimilin og færði þeim þessa fallegu gjöf fyrir hönd föður síns.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á hverju heimili fyrir sig og eftirfarandi aðilar veittu gjöfinni viðtöku  (upptalning á heimilum eru í sömu röð og myndirnar hér fyrir neðan).

Hrafnista Reykjavík: Bjarney Sigurðardóttir verkefnastjóri Heilbrigðissviðs Hrafnistu (t.h.)

Hrafnista Kópavogi: Rebekka Ingadóttir deildarstjóri (t.v.)

Hrafnista Garðabær: Hrönn Ljótsdóttir forstöðumaður (lengst t.v.) og Valgerður Gylfadóttir systurdóttir Þorsteins (lengst t.h.)

Hrafnista Hafnarfirði: Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður (lengst t.v.) og Dagrún Njóla Magnúsdóttir sjúkraliði og mágkona Ingibjargar, dóttur Þorsteins (lengst t.h.)

Hrafnista Nesvellir Reykjanesbæ: Þuríður Elísdóttir forstöðumaður (t.v.)

Hrafnista Hlévangur Reykjanesbæ: Guðlaug Gunnarsdóttir og Kristín M. Hreinsdóttir deildarstjórar (t.v.)

Síðasta myndin er tekin á Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem Hrönn Önundardóttir, deildarstjóri (t.v.) veitti viðtöku viðbótarfánum sem Þorsteinn færði heimilinu. 

 

Einnig má sjá myndir af Þorsteini þar sem hann er annars vegar við leiði konu sinnar Fjólu Kristínar á 80 ára afmælisdegi hennar fyrir ári síðan. Krossinn á myndinni er gerður af Þorsteini frá grunni. Hins vegar má sjá mynd af Þorsteini með börnum sínum sem tekin var við sama tilefni. Elst er Sigrún Jóhanna, svo Marinó Steinn, þá Ingibjörg, svo Svanlaugur og yngst er Ása Valgerður. 

 

 •  

  Til baka takki

  Banners neðst á forsíðu 1

  Happdrætti DAS 

   

  Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
  Samþykkja kökur