Leit

svæði efst í haus hægra megin

 Hrafnista á Workplace FacebookHrafnista á Facebook

 

 
 

Topp slide - reykjavik

Fullveldishátíð Hrafnistu í Reykjavík og fullveldisbörnin.

b_250_250_16777215_00_images_frettir_2018_hr-fullveldi-rvk-226b.jpeg
 
Það var merkisviður í Íslandssögunni í gær þegar 22 Íslendingar fæddir 1918 eða fyrr (100 ára og eldri), voru staddir á sama staðnum, en það hefur aldrei gerst áður í sögunni. Þetta var viðburðurinn „Fullveldisbörnin“ sem við á Hrafnistu stóðum fyrir ásamt Afmælisnefnd aldarafmælis fullveldis Íslands. Viðburðurinn var hluti af Fullveldishátíð Hrafnistu í Reykjavík þar sem íbúum þar var boðið til hátíðar. Heiðursgestir voru allir Íslendingar fæddir árið 1918 og fyrr, ásamt forsetahjónunum. Margir af íbúum Hrafnistu treystu sér ekki af heilsufarsástæðum niður í salinn til okkar en gátu hins vegar fylgst vel með og tekið þátt, því hátíðinni var sjónvarpað á Hrafnisturásinni um allt hús. Gaman var líka að sjá að deildirnar skreyttu margar hverjar húsakynni sín með glæsilegum hætti.
 
 
Það voru listamennirnir Guðmundur Ólafsson leikari og Auður Gunnarsdóttir sópransöngkona ásamt Matthildi Önnu Gísladóttur píanóleikara sem fluttu dagskrá í tali og tónum í anda fullveldisársins og Landsamband bakarameistara kynnti Fullveldistertuna sem byggir á uppskriftum frá árinu 1918. Lokaorðin voru svo í höndum Einars K. Guðfinnssonar, formanns afmælisnefndar. Tertan var svo borin fram í lok dagskrár og voru henni gerð góð skil.
 
Þetta var mjög skemmtilegur dagur og áætlað er að hátt í 500 manns hafi tekið þátt í hátíðarhöldunum víðsvegar um húsakynni Hrafnistu í Reykjavík.
 
Hreinn Magnússon tók þessar glæsilegu myndir fyrir okkur.

 •  

  Til baka takki

  Banners neðst á forsíðu 1

  Happdrætti DAS 

   

  Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
  Samþykkja kökur