Fréttasafn

Nýr aðstoðardeildarstjóri á Vitatorgi Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

Josephine M. Ramos hjúkrunarfræðingur á Sólteigi hefur verið ráðin aðstoðardeildarstjóri á Vitatorgi á Hrafnistu í Reykjavík. Hún hefur störf þann 1. febrúar 2016.

Josephine hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur hér á Hrafnistu í Reykjavík í 15 ár.

Við óskum henni velfarnaðar í nýju starfi á Vitatorgi.

Verðlaunaafhending í jólakortasamkeppni Hrafnistu

Lesa meira...

Verðlaunaafhending í jólakortasamkeppni Hrafnistu fór fram í gær, mánudaginn 7. desember.

Guðmundur Hallvarðsson, stjórnarformaður Sjómannadagsráðs afhenti verðlaunin og í ár var það Guðbjörg Sigrún Björnsdóttir sem vann keppnina. Við óskum henni innilega til hamingju.

Svo skemmtilega vill til að Guðbjörg mun opna myndlistarsýningu í Menningarsalnum á Hrafnistu í Hafnarfirði í janúar nk.

Jólakortin verða til sölu í fyrsta sinn í ár í verslunum og vinnustofum Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði til styrktar iðjuþjálfunará Hrafnistuheimilunum.

 

Lesa meira...

Samstarf Hrafnistu við Talent-ráðningarstofu

Lesa meira...

Þann 1. desember hóf Hrafnista samstarf við Talent-ráðningarstofu. Mun hún sjá um ráðningar fyrir Hrafnistu í störf við umönnun og flest önnur störf. Talent er nútímaleg ráðninga- og ráðgjafaþjónusta sem leggur metnað í að vinna faglega og veita persónulega þjónustu.

Á heimasíðu Talent segir:

Að ráða í störf er krefjandi viðfangsefni þar sem vönduð úrvinnsla upplýsinga um starfið og umsækjandann eru lykilatriði. Lausnarorð okkar eru reynsla og menntun, öflugur gagnagrunnur og gott tengslanet, auk hæfilegs skammts af þolinmæði og auga fyrir hæfileikum.

Mannauðurinn er lykilauðlind flestra fyrirtækja. Þau fyrirtæki sem huga vel og faglega að mannauðsmálum sínum skara oftar en ekki fram úr. Við kappkostum við að veita fyrsta flokks ráðgjöf og þjónustu í þessum málum.

Eigendur Talent eru ungar konur með mikla menntun og reynslu á sviði starfsmannamála og ráðninga. Þær eru uppfullar af orku og hugmyndum og munu sannarlega leggja sig fram um að veita þér framúrskarandi þjónustu.

 

Hægt er að sækja áfram um störf á heimasíðu Hrafnistu, en þar er bein tenging inn á heimasíðu Talent.  Ég læt slóðina á heimasíðu Talent  fylgja hér með:

http://talent.is/index.php?option=com_n-talent&Itemid=999&client_id=253

Jólagleði á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

Jólin eru svo sannarlega komin á heimilið okkar í Hafnarfirðinum.
Dagurinn í gær byrjaði á því að jólamarkaðurinn var opnaður. Hópur af börnum frá leikskólanum Álfabergi kom og skreytti jólatréð með heimilisfólkinu okkar á Bylgjuhrauni 2. hæð. Eftir hádegi komu börn af leikskólanum Víðivöllum og sungu á tónleikum fyrir okkur og að lokum var ljúf jólastund hjá fólkinu á Sjávar- og Ægishrauni. 

„Við stelpurnar á Sjávar- og Ægishrauni ákváðum fyrir nokkru síðan að bjóða heimilisfólkinu okkar í jólakaffi núna í desember. Dagurinn í dag einkenndist af mikilli gleði og hamingju. Veisluborðið ætlaði að svigna undan kræsingum! Tertur, heitir réttir, rúllutertubrauð, franskar kökur, heimabakaðir hálfmánar og vanilluhringir voru meðal annars sem hægt var að gæða sér á. Í alvöru veislum er stundum boðið upp á söngatriði og við vorum svo heppin að mæðgurnar Helga og Bríet Klara ( 5 ára) komu og sungu fyrir okkur nokkur jólalög. Þegar við höfðum sungið öll saman jólasálminn Heims um ból þá réttum við heimilisfólkinu okkar lítinn jólaglaðning. Bros og gleði voru á hverju andliti og þar með höfðum við starfsfólkið náð fram okkar markmiði“.

 

 

Lesa meira...

Jólaþorp Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

Hið árlega jólaþorp Hrafnistu í Reykjavík verður opið á Helgafelli 4.hæð fimmtudaginn 3. desember og föstudaginn 4. desember. Opnunartími er frá kl. 10:00 - 15:30.


Fjölbreytt handverk og ýmsar vörur heimilismanna og starfsmanna til sölu á góðu verði.

Tilvalið að versla jólagjafirnar í ár í jólaþorpinu.
Heitt á könnunni og allir velkomnir!

 

Lesa meira...

Pétur frá Möguleikhúsinu í heimsókn á Hrafnistu í Reykjavík með leikritið Aðventa

Lesa meira...

Pétur Eggerz frá Möguleikhúsinu fór á kostum þegar hann kom í heimsókn á Hrafnistu í Reykjavík með leikritið Aðventa, þann 1. desember sl.

Aðventa, eftir Gunnar Gunnarsson í leikgerð og leikstjórn Öldu Arnardóttur, er án efa vinsælasta saga Gunnars Gunnarssonar og er enn gefin út í stórum upplögum víða um lönd.

Vinnumaðurinn Benedikt fer til fjalla í vetraríki aðventunnar að leita þess fjár sem eftir varð er smalað var um haustið. Það er köllun hans að koma þessum villuráfandi sauðum í öruggt skjól fyrir hátíðirnar. Klassísk saga um náungakærleika og fórnfýsi.

 

Lesa meira...

Síða 161 af 175

Til baka takki