Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Jólagleði á Hrafnistu í Hafnarfirði

Jólin eru svo sannarlega komin á heimilið okkar í Hafnarfirðinum.
Dagurinn í gær byrjaði á því að jólamarkaðurinn var opnaður. Hópur af börnum frá leikskólanum Álfabergi kom og skreytti jólatréð með heimilisfólkinu okkar á Bylgjuhrauni 2. hæð. Eftir hádegi komu börn af leikskólanum Víðivöllum og sungu á tónleikum fyrir okkur og að lokum var ljúf jólastund hjá fólkinu á Sjávar- og Ægishrauni. 

„Við stelpurnar á Sjávar- og Ægishrauni ákváðum fyrir nokkru síðan að bjóða heimilisfólkinu okkar í jólakaffi núna í desember. Dagurinn í dag einkenndist af mikilli gleði og hamingju. Veisluborðið ætlaði að svigna undan kræsingum! Tertur, heitir réttir, rúllutertubrauð, franskar kökur, heimabakaðir hálfmánar og vanilluhringir voru meðal annars sem hægt var að gæða sér á. Í alvöru veislum er stundum boðið upp á söngatriði og við vorum svo heppin að mæðgurnar Helga og Bríet Klara ( 5 ára) komu og sungu fyrir okkur nokkur jólalög. Þegar við höfðum sungið öll saman jólasálminn Heims um ból þá réttum við heimilisfólkinu okkar lítinn jólaglaðning. Bros og gleði voru á hverju andliti og þar með höfðum við starfsfólkið náð fram okkar markmiði“.

 

 

  •  

     

    Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur