Leit

social link

 

Topp slide - reykjavik

Tilkynning um læknaþjónustu - breytt skipulag.

b_250_250_16777215_00_images_frettir_2017_DAS-logo2-01_crop_Fotor.jpeg

 

Kæri íbúi og aðstandandi,

 

Frá og með 1. september 2017, mun Heilsuvernd taka við læknisþjónustu Hrafnistuheimilanna á höfuðborgarsvæðinu eins og hefur verið á Hrafnistu í Garðabæ – Ísafold í nokkur ár.

Heilsuvernd hefur undanfarin ár sinnt þjónustu á hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu og býr að góðum hópi lækna sem hafa mikla reynslu af þjónustu við eldri borgara.

Ekki er gert ráð fyrir að breytt fyrirkomulag á læknisþjónustu Hrafnistu hafi áhrif á íbúa, fyrir utan að á sumum deildum heimilanna kemur inn nýr læknir. Aðrar deildir halda sömu læknum og áður. Læknar Heilsuverndar munu sinna viðveru á deildum heimila líkt og áður ásamt því að sinna bakvakt og koma í útköll ef þörf þykir, að mati hjúkrunarfræðings. Um helgar sinna læknar Heilsuverndar sólarhrings bakvaktarþjónustu fyrir Hrafnistuheimilin.

Heilbrigðissvið Hrafnistu mun halda utan um gæði og eftirlit í samstarfi við hjúkrunarfræðinga og lækna deildanna, líkt og áður.

Ef einhverjar áhyggjur eða spurningar vakna í þessu sambandi, vinsamlega ræðið við deildarstjóra viðkomandi deildar.

 

Fyrir hönd Hrafnistu,

María Fjóla Harðardóttir

Framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistu

 

 

Til baka takki

Banners neðst á forsíðu 1

Happdrætti DAS